Vikan


Vikan - 25.10.1956, Blaðsíða 2

Vikan - 25.10.1956, Blaðsíða 2
POSTURINN Mig lcmgar til þess að biðja þig um upplýsingar um pað hvaöa mennt- ,un fólk þarf til að stunda blaða- mennsku hér á landi? SVAR: Það er ekki til neitt, sem heitir að hafa blaðamannspróf hér á landi. Ao vísu hefur verið talað um að koma upp blaðamannadeild við Háskóla Islands, en ennþá hef- ur ekkert orðið úr því. Islenzkir blaðamenn hafa því mismunandi menntun, sumir hafa lært starfið í erlendum blaðamannaskólum, aðrir af því einu að starfa við blöð. Það er algerlega komið undir hverjum ritstjóra hvaða menntunar hann krefst af blaðamönnum sínum. Svar til Eyglóar, Grágœsar, Systu, Evu, Dúnu, Stínu og Guggu: Nýjasta BRÉFASAMBÖND Birting & nafni, aldri og heimilisfangi hostar 5 krónnr. Jóna Þórðardóttir (við pilta eða stúlkur 17—22 ára), Vatnesveg 54, Keflavík. Sigríður Óskarsdóttir (við pilt eða stúlku 17—18 ára), Faxabraut 10 Keflavík. — Stína Haralds, Hrönn Vagnsd. og Jenný Ólad. (við pilta 18—25 ára), allar á Húsmæðraskólanum á Laugum, Reykjadal, S.-Þing. — Jónína Hagn- úsdóttir (við pilt eða stúlku 19—25 ára), Kumbaravogi. — Erla Svein- björnsdóttir (við pilta 15—22 ára), Háteigsveg 23, Reykjavik. — Guð- rún Magnea Guðjónsdóttir, Kjörvogi, Sólveig Stefanía Jónsdóttir, Stóru- Ávík og Sigríður Anna Sveinbjörns- dóttir, Litlu-Ávík (við pilta eða stúlkur 18—20 ára), allar í Árnes- hreppi, Strandasýslu. — Björgvin Sveinsson, Sigmundur Magnússon og Gunnar Alberts (við stúlkur 18—22 ára), allir á Hótel Akureyri, Akur- eyri. — Guðbjörg Karlsdóttir (við pilta og stúlkur 16—18 ára), Kambi, Reykhólasveit, A.-Barð. — María Karlsdóttir (við pilta og stúlkur 17—20 ára) og Jenný Ingólfsdóttir (við pilta og stúlkur 18—21 árs), báðar í Lindinni, Laugarvatni. — Rosemarie Kossok (16 ára), Berlín- Charlottenburg, Knesebeckstr. 76 (skrifar ensku og þýzku). — Hug- rún Guðmundsdóttir, Hrönn Hlíðdal, Elly Sigurþórsdóttir, Þyrý Sigurð- ardóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Auður Guðmundsdóttir, Elínborg Óskarsdóttir og Sigríður Péturs- dóttir (við pilta 20—30 ára) allar í Húsmæðraskólanum á Laugavatni, Árnessýslu, MUNID NDRA MAGASIN myndin, sem Marlon Brando leikur í, er „Guys and Dolls“ (ekki vitum við hvernig á að þýða á íslenzku svo vel sé), sem gerð er eftir sögu Damons Runyans. Þar kemur fram alveg splunkunýr Brando, sem dans- ar eins og engill, syngur með þýð- legri barritónrödd og gengur í fín- um pressuðum fötum. Jean Simmons leikur á móti honum og myndin er gerð af Metro-Goldwyn-Mayer (Cul- ver City Calif.). I næstu mynd leik- ur Brando Japana. Það er í mynd, sem gerð verður eftir leikritinu „Te- hús Ágústmánans", sem Þjóðleikhús- ið sýnir um þessar mundir. P.s. Marlon Brando er enn ókvænt- ur, eftir því sem við bezt vitum. Þú birtir um daginn dœgurlaga- texta við lag eftir Ingibjörgu Þor- bergs, sem lieitir „Frá Tjörninni að öskjuhlíðinni“, en mig minnir að ég hafi heyrt annan texta við lag eftir liana, par sem lika er talað um „Að fylgjast á fornar slóðir, frá Tjöm- inni að ÖskjuhlíðinnT'. Er petta bara vitleysa úr mér t SVAR: Nei, Þorsteinn Sveinsson hefur samið annaö ljóð við annað lag eftir Ingibjörgu, sem hún kynnti lika á Revyu-kabaretti Islenzkra tóna. Þetta ljóð, sem hér fer á eftir, heitir „Æskuár í Reykjavík". Er tindra stjörnur títt, og tunglið veginn lýsir, þá finn ég hve oft mig fýsir, að fá að hitta þig. Allt sem ég helgast ann, er ástum okkar vafið, gullskýjum glitrað hafið, glampar á tveggja spor. Ó, kom því til mín kæri, er kvöldgolan andar svo þýð, og fylgjumst urn fornar slóðir, frá Tjörninni að Öskjuhlíð. Rósafögur röðulglóð, roðar nú klettasalinn, blómin i brekkum falin brosa í kvöldsins glóð, við ástaróð. Geturðu gefið mér upplýsingar um það, hvert helzt ber að snúa sér til þcss að fá keypt laxaseyði og lwe inilcið hvert þúsund af þeim muni kosta? SVAR: Við munum í fljótu bragði eftir tveimur klakstöðvum: Klak- stöðinni í Elliðaánum og Eldistöð- inni á Laxalóni (við Grafarvoginn), sem báðar eru í nágrenni Reykjavik- ur. En nákvæmar upplýsingar um þetta, geturðu fengið hjá veiðimála- stjóra, Þór Guðjónssyni. Seiðin eru aðallega seld á tveim- ur aldursskeiðum; kviðpokaseiði, sem eru nýfarin að bjarga sér og eru á að gizka 1 sm. til þumlungur á lengd. Þau hafa til skamms tíma kostað 50 kr. þúsundið. Síðan eru seiuin alin yfir sumarið og að haust- inu, þegar þau eru orðin svo sem 4—8 sm„ kostaði þúsundið af þeim 400 kr. til skamms tíma. En verið getur að verðið sé eitthvað breytt. Um það geturðu spurt á skrifstofu veiðimálastjóra. A L U M I N I U M er notað æ meir til skipabygg- inga vegna hinna yfirgnæfandi eiginleika málmsins. Alumin- ium er afar létt, en styrkleika- hlutfall þess hinsvegar mjög hagstætt. Málmurinn tærist ekki né ryðgar, og þolir vel sjávarseltu. Viðhald er óþarft, og ekki þarf að mála það nema vegna útlits. -- ' Aluminium er mikið notað i skipayfirbyggingar, björgunar- báta, lestir á fiskiskipum, svo og til ýmissa annarra þarfa. Kynnið yður hve hagstætt er að nota aluminium. Umboðsmenn eiga von á ýmsurn þykktum af sléttum aluminium plötum. Aluminium Union Ltd., The- Adelphi John Adam St. London W. C. 2. Umboðsmenn; H MF LAUGAVEGI 166 Otgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.