Vikan - 25.10.1956, Blaðsíða 4
Ástarsaga sögð af
5. YOULI segir frá
F O R S A G A : Ung, japönsk stúlka, að
nafni YOULI, segir frá þvi hvernig hún
hittir ungan Frakka, að kvöldi 31. des-
ember. >essi Frakki hefur mikil áhrif á
hana og hún fellst á að fara með honum
inn í næturklúbb, til að fagna nýja árinu.
En þar leggur hún allt í einu á flótta, þegar
hún minnist unnusta síns, Makotos, sem
hefur farizt í stríðinu sem sjálfsmorðs-
flugmaður. Þau hittast þó af tilviljun dag-
inn eftir í Buddahofi nokkru.
Eg var fegin að Quentin skyldi ekki minnast
á áframhaldandi vináttu eða að við hittumst
aftur. Það hefði verið auðveldara að sleppa und-
an áhrifavaldi hans, ef hann hefði ekki valið
oið sín af slíkri samúð og varkárni. Ég vissi
að ég mundi vera kyrr, af því að hann sagði mér
það ekki.
Veitingakonan h'afði sett fyrir framan okkur
lakkskál og innpakkaða tréprjóna, svo hafði
hún komið með smáskálar með krydduðum rétt-
um og súpum. Ég lyfti lokinu af einni skálinni.
Súpan var tær og í henni synti einn skelfiskur
á grænmetisskrauti. Ég hellti svolitlu af heitu
saké í staup sessunautar míns og tók til hliðar
ermina hans, af ótta við að hún mundi strjúkast
yfir borðið.
Hann tók prjónana í vinstri hendi og ég beið
árangurslaust eftir þvi að sjá klaufaleg handtök
hans. Hann notaði prjónana liðlega og fallega, en
faldi hanskaklædda hægri hendina. Ég var hrædd
um að særa hann, ef ég færi að tala um þessa
bæklun. En ef ég þegði, mundi hann kannski
saka mig um kæruleysi? Það sem mig langaði
mest til að gera, var að taka af honum hansk-
ann, halda um hendina á honum og þekja hana
kossum. Það var eins og það væri hendin, sem
tengdi okkur. Hann var mér kær, af því hann
hafði þjáðst. Ég laut höfði. Ég hafði ekki hjálpað
föður mínum eða Makoto til að bera kvöl sína
og sársauka. Og nú var ég altekin löngun til
að veita Evrópubúa, sigurvegara, óvini okkar frá
í gær, sem stóð mér svo fjarri, umhyggju. Mig
langaði til að gráta af skömm og blygðun.
Þá sneri Quentin Maufroy sér að mér og fór
að tala við mig. Mig langaði til að líta upp, en
ég þorði það ekki. Ég lét sem ég væri að velja
mér eggjabita i skálinni minni og klippa hann í
sundur með prjónunum, en ég hafði enga lyst
á matnum. Orð Quentins særðu mig:
Ég hefði ekki átt að halda í yður, ekki
átt að óska eftir nærveru yðar, dáðst að fegurð
yðar og þessum sérstæðu kvenlegu eiginleikum
yðar, og finna um leið koma upp í mér ruddaleg-
ar tilhneigingar til að ná illkvittnislegri hefnd
. . . Ég reyni að berjast á móti þessu. Ég vil
gleyma öllu, sem fyrir mig hefur komið. Þér eruð
andstæða við ailt það sem ég fyrirlít og hata.
Samt sem áðui' get ég ekki um annað hugsað
en liðnu árin, þegar ég er með yður, og allt það
illa sem mér hefur verið gert. Ég hélt að ég
væri laus við biturleika og hatur. Þér eruð falleg,
hrífandi og sérstæð, og þó vekið þér hjá mér
hina verstu eiginleika . . . Ég skammast mín
fyrir sjálfa.n mig. En hvað get ég gert?
Ég horfði á hann, án þess að sjá hann. Milli
okkar var allt of mikii barátta og allt of mikið
tárafljóð.
.. Ég ætti að hafa hugrekki til að segja við
yður: Farið, Mizaki Youli. Ég virði yður og hef
samúð með yður. Farið áður en við gerum hvoru
ööru illt. Þannig gætum við geymt i hugum okk-
ar minningarnar um 'fund, sem var þrunginn
fögrurn loforðum. En ég hef ekki hugrekki til
þess.
Úti á götunni hló kona. Ég cfundaði hana af
þessum bjarta, snögga hlátri.
Þér fyrirlítið þá iand mitt? Þér hatið Japani,
er það ekki ?
Hann fölnaði. Aldrei hafði ég séð svona hvítt
andlit. Brátt tókst honum þó að brosa, en brosið
var yfirlætislegt og líflaust, svo mig langaði til
að þurrka það út af andliti hans.
— Land yðar er eitthvert hið fegursta og mest
hrífandi land, sem til er. Ég hef þó ferðast mikið.
VEIZTU — ?
1. Áin Jordan rennur i vatn nokkurt,
sem oft er getið um í Biblíunni. Hvað
heitir þetta vatn ?
2. Hvemig eru vaJdir oddvitar á Islandi ?
3. Hver þessara kvikmyndaleikara er inn-
fæddur Bandaríkjamaður: Errol Flynn,
IMargaret Webster, Ronakl Colman og
Joan Fontaine ?
4. Hvað vom plágumar í Egyptalandi
margar ?
5. Hvaða aldur manna er talinn jafngilda
20 ára aldri hesta?
6. Geturðu lokið þessu heilræði: Leitaðu
vizkunnar hjá alþýðvmni, en þekking-
arinnar ........?
7. 1 hvaða Suður-Amerikuríki em flestir
„pananmhattar“ á markaðinum bún-
ir til?
8. Hvenær var fyrsta Heklugosið, sem
sögur fara af?
9. Hvar er talið að wisky hafi verið
fyrst búið til?
10. Gáta: Oft er troðið ofan í mig,
anda ég frá mér síðan.
'S'tar láta hann upp í sig
og út um geiminn víðan.
Sjá svör á bls. 18.
Japan hefur heillað mig. Þegar kirsuberjatrén
standa í blóma og mösurinn fer að roðna á haust-
in, þá finnst mér ég vera tengdur þessu landi
traustum böndum. Þér spyrjið hvort ég hati
landa yðar. Nei, það geri ég vissulega ekki. Ég
fann aJ liann var ekki lengur með hugann hjá
mér, heldur í minningunum, sem hann vildi ekki
segja mér frá. — Þetta eru leiðinlegar samræð-
ur! Maturinn okkar verður kaldur.
Hann lyfti lokinu af súpuskálinni með vinstri
hendinni og andaði að sér ilminum af fiskisúp-
unni. — Við skulum eklÍ! bíða lengur. Þér hljótið
að'vera aö sálast úr hungri, Youli. Og það gleð-
ur mig. Látið ekki glasið mitt vera tómt, Youli.
Cg ég svaraði lágt:
— Mér þykir vænt um hvernig þér berið fram
nafnið mitt. Þér gerið það ekki eins og Japanir.
— Þúsund hvítar liljur, Youli . . . eða bara ein
cinasta lilja?
Ég hafCi lagt prjónana yfir skálina. Mér fannst
hann svo fallegur með þetta þykka brúna hár,
þetta harca, tæra augnaráð og kæruleysissvip-
inn um munninn,' að ég stóð á öndinni. Furoshik-
inn minn lá við hliðina á mér. Foreldrar Makotos
biðu mín. Hvað mundu þau segja, ef þau vissu
að ég væri að borða með Evrópumanni ? En
það var óþarfi að rifja það upp. Það var ekki
þeirra, að minna mig á skyldur mínar. Ég tók
af mér hálsklútinn, sem ég hafði borið á herðun-
um, og br.eiddi hann yfir furoshikann.
— - Þegar móðir mín ávarpaði mig, bar hún
nafnið mitt fram með þessum sömu áherzlum.
Ég var lítil telpa, en ég man eftir því . . .
Það hafði sýnilega farið illa um Quentin lengi
og nú skipti hann um stellingar. Hann virtist ekki
hafa mikla matarlyst. Hann drakk súpuna sína
og lét lokið aftur á skálina.
— Segið mér frá móður yðar, Youli. Hvað vor-
uð þér gömul, þegar hún dó?
— Átta ára . . .
— Var hún búin að venjast lifnaðarháttunum
hér í Japan?
— Hún hafði aðeins búið skamman tíma í
Japan. Faðir minn, sem var eldri en hún, var
flotafulltrúi í London. Ég er þó fædd í Tokyo.
Foreldra mína langaði til að eignast son. En
móðir mín var svo veik, þegar ég fæddist, að
hún gat ekki vænzt þess að eiga fleiri börn.
Þegar ég hugsa um hana, man ég eftir henni
liggjandi út af og alltaf lasinni . . . Enginn var
þessu hjónabandi hlynntur, hvorki í Japan né
Frakklandi. Japanir eru tilfinninganæmir. Þó
pabbi virtist svona kaldur á yfirborðinu, þá elsk-
aði hann konu sína af öllu hjarta. Hún endurgalt
ást hans með glóandi ákefð. Saman gátu þau
yfirstigið allar hindranir og vantrú. Þegar faðir
minn var or "inn ekkjumaður, lögðu foreldrar hans
hart að honum að kvænastraftur og völdu handa
honum japanska konu. En þó hann hefði fengið
dálagleg au^æfi með henni, þá harðneitaði hann
því. Ef til vill hefur hann treyst á barnabörnin
sín, syni m': a og Makotos. Hann eyddi lífi sínu
4