Vikan


Vikan - 25.10.1956, Blaðsíða 13

Vikan - 25.10.1956, Blaðsíða 13
ins, sem á mig mun hafa komið. „Já, Gaston minn góður,“ sagði hann, „ég lagði á mig það ómak að lesa þetta. Ég fullvissa þig um, að það var óskemmtilegur lestur. Okkar á milli sagt, er ritari réttarins naum- ast sendibréfsfær. En það er önnur saga. Hitt skiptir öllu meira máli, að ég fæ ekki betur séð en varnarræða Patrickg Shayne hafi átt drjúgan þátt í því, að Gwen Benson var dómfeild!“ Hann byrjaði að ganga um gólf og veifaði vindlinum eins og takt- stokk: ,,Ég gerði þessa uþpgötvun við annan lestur ræðunnar. Já, svo vel var þetta fært í búning, að ég, þaulvanur blaðamaðurinn, sá ekkert grunsamlegt við fyrsta yfirlestur. Auðvitað fann maður strax, að verj- andinn hafði litla trú á málstað Gwen Benson. En það var semsagt ekki fyrr en ég las ræðuna aftur — og enn aftur! — að það rann upp fyrir mér, að Patrick Shayne tókst að draga inn í þessa ræðu sina allt — já, bókstaflega allt — sem benti til sektar skjólstæðings hans.“ Ware ræskti sig: „Ég man sérstaklega eftir einum kafla — og ég efast ekki um, læknir, að þér munið vera mér sammála um, að hér sé klaufalega á málunum haldið, að ekki sé meira sagt. Það gloprast upp úr honum í miðri ræðunni, að það hafi verið til eitur á bænum! Ó, vita- skuld fiýtir hann sér að bæta því við, að eitrið hafi verið notað til þess að útrýma illgresi og að enginn muni vera svo illa innrættur að láta sér detta í hug, að Gwen Benson hafi hellt því í föður. sinn. En þarna hafið þið það i hnotskurn. Verjavdinn — ég endurtek verjandinn — lætur kvið- dómnum i té þá vitneskju, að Gwen Benson hafi haft aðgang að banvænu eitri! Nú spyr ég yður, læknir, finnst yður þetta ekki dálítið skrýtið ?“ Klinker í'æskti sig. Hann stóð enn þar sem hann hafði tekið sér stöðu, þegar hann bauð okkur sæti. Hann ræskti sig aftur og hann var í sýni- legum vandræðum með hendurnar á sér. Loks hristi hann höfuðið. Satt að segja, ansaði hann, hafði hann lítið vit á svona málum. Ware kinkaði kolli. Það var skiljanlegt. Læknirinn var vitaskuld eng- inn lögfræðingur. En -— og hann hætti að ganga um gólf og tók sér stöðu beint andspænis Klinker — það vildi þó aldrei svo til, að læknir- in þekkti Patrick Shayne? Maðurinn bókstaflega kipptist við. Það var engu líkara en Ware hefði gefið honum löðrung. Ritstjórinn lét kné fylgja kviði. „Þér þekkið hann, er ekki svo?“ „Lítilsháttar." „Nei, meir en það. Þér hafið þekkt hann í mörg ár. Þið voruð satt að segja skólabræður, er það ekki rétt hjá mér?“ „Við höfðum mjög litið saman að sælda í skóla.“ „Það er nú svo. En skólabræður eru skólabræður, hvernig sem allt snýst. Hvað gerðist svo?“ „Hvað eigið þér við?“ „Ja, eftir að skólagöngunni lauk.“ „Patrick setti upp lögfræðiskrifstofu og ég sneri mér auðvitað að lækningunum. En satt að segja skil ég ekki . . Ware bandaði frá sér hendinni. Hann hafði greinilega engan áhuga á því, hvað það var, sem Stephen Klinker skildi ekki. Hann byrjaði aftur að ganga um gólf og veifa vindlinum. Hann var léttur og kvikur í spori, eins og hann hefði gaman að þessu. Og öll framkoma hans bar vott um dæmalaust öryggi. Ég verð að játa, að ég var fullur aðdáunar. Hann hóf yfirheyrsluna — því að yfirheyrsla var þetta og ekkert annað — á nýjan leik: „Semsagt: Þér þekkið Patrick Shayne. Því er slegið föstu. Patrick Shayne tekur upp á því, að allt að því áfellast skjólstæðing sinn frammi fyrir dómstólnum. Ó, hann gerir þetta einkar snoturlega með vandlega dulbúnum aðdróttunum. Hann er slyn^ur lögfræðingur og ágætlega mælsk- ur. Og hvað gerist?" Ware sneri sér eldsnöggt að mér og otaði framan í mig vindlinum. Ég ypti öxlum: „Hvað gerist?“ „Gwen ei’ dómfelld. Kviðdómurinn kemst að þeirri niðurstöðu, að hún hafi myrt föður sinn á eitri. Þeim háu kviðdómendum skyldi þó aldrei hafa orðið hugsað til eiturflöskunnar, sem sjálfur verjandi stúlkunnar var svo vænn að minna þá á?“ Hann sneri sér að lækninum: „Eða hvað haldið þér?“ „Ég var að segja yður rétt áðan, að ég . . .“ „Alveg rétt! Þér eruð læknir en ekki lögfræðingur! Þér læknið og græðið; lögfræðingarnir senda fólk í gálgann. En segið mér nú eitt: Hvernig í ósköpunum stóð á því, að þér bjugguð til heljarmikla lygasögu og fóinð i felur, til þess að komast hjá því að bera vitni í máli stúlku, sem þér höfðuð aldrei séð? Ha? Svarið nú fljótt! Hvernig stóð á því . . .?“ „Ég . . . þér farið ekki alveg rétt með þetta." Klinker var náfölur í framan og svitinn perlaði á enni hans. Ég hafði . . ég kannaðist satt að segja við Gwen Benson." „Ah!“ Ware horfði sigri hrósandi á mig. „Þér könnuðust við hana! Þetta var semsagt ekki bara nafnlaus sveitastúlka, sem einhvernveginn hafði flækst út í morð! Ónei! Og með leyfi að spyrja, hvernig hófust kynni ykkar?“ Það var raunalegt að sjá læknirinn. Hann horfði á okkur til skiptis, eins og hann væri að biðjast vægðar. Svo hristi hann þreytulega höfuðið. „Ég st.undaði föður hennar,“ tautaði hann. „Nú já!“ Ware sýndi honum enga miskun. „Þér stunduðuð föður hennar ?“ „Hann var talsvert veiklaður." „Svo já? Lyf?" „Hvað eigiö þér við?“ „Hann hefur fengið einhver lyf, geri ég ráð fyrir.“ „Auðvitað." „Þér hafið þá skrifað handa honum lyfseðla?" „Já.“ „Marga?" ,,Já.“ „Hver fór með þá til bæjarins?" „Gwen ætla ég.“ „Óheppni fyrir hana. Það kom einmitt fram í réttarhöldunum. Og ákærandinn lét að því liggja — nei, sagði það reyndar berum orðum ■— að þar hefði henni gefist kærkomið tækifæri til þess að koma einhverri ólyfjan í lyfjaglös föður síns!“ Hann hristi höfuðið dapurlega: „Einkennilega óheppin þessi stúlka. Maður hefur það á tilfinningunni, að bókstaflega ekkert hafi getað bjargað henni, úr því þetta var einu sinni komið af stað. Ákærandinn getur lýst því nákvæmlega fyrir kviðdóminum, hvernig hún hafi fengið tækifæri til þess að koma eitrinu í fórnarlambið, og verjandinn upplýsir „óviljandi", hvar hún hafi getað kornist yfir eitrið. Það er engu líkara," öðru sinni nam harin staðar andspænis lækninum,-,,en menn hafi viljað sjá hana hengda.“ Það var þögn á meðan Ware gaf sér tíma til að totta vindilinn. Klink- er læknii' var kominn alla leið út í horn á herberginu og hallaði sér þreytulega upp að veggnum. Það sauð á vatnskatli á kolaofninum vi* hlið honum. Hann bandaði gufustróknum frá sér með hendinni, tók síðan ketilinn og lét hann á gólfið. Hreyfingar hans voru svefngöngulegai', allt fas hans mótað af ósegjanlegu vonleysi. Ware tók út úr sér vindilinn og horfði á þennan úfna, skeggjaða mann. Hann horfði lengi á hann. Svo sagði hann og rödd hans var ekki óvin- gjarnleg: „Hversvegna segið þér okkur ekki allt af létta?" „Hvað . . . ? Hvað eigið þér við?“ „Um lyfseðlana." „Ég skil yður ekki.“ „Hvenær byrjuðuð þér að taka morfín?" Þögn. „Hvenær komst Shayne að því, að þér vontð morfínisti?" Enn þögn. „Vissuð þér, hvað hann hafði i hyggju? Vissuð þér, hvað hánn ætl- aði að gera, þegar hann fékk yður til að skipta um lyfjaglös?" Ég spratt á fætur: „Hvað áttu við, Ware?“ Hann hristi höfuðið: „Vertu ekki svona bráðlátur. Auk þess eru þetta tómar getgátur hjá mér — ennþá. En ég hef sterkan grun um, að frá Patrick Shayne hafi komið eitrið, sem varð Benson að bana, og að Gwen Benson. hafi ekki haft hugmynd um, hvað var í lyf jaglasinu." Hann horfði á læknirinn: „Er þetta ekki rétt hjá mér, læknir? Er þetta svo f jarri sanni ? Kom Shayne ekki með lyf jaglas og fékk yður til að skipta á þvi og hinu, sem þér ætluðuð að færa Benson? Gwen Benson sótti lyfin ekki aUtaf, er það?“ Klinker. lokaði augunum. Hendurnar héngu máttlausai' niður með síð- unurn, andlitið var náfölt. Ég sá eltki betur en hann væri að missa með- vitund og steig fram til þess að grípa hann, en Ware stöðvaði mig. „Rólegur," tautaði hann. Við biðum. Þessa stundina hlýtur sama hugsunin að hafa leitað á okk- ur báða. Hvort mundi þessi maður, sem stóð þarna andspænis okkur, tærður og hvítur eins og lík, segja okkur allt af létta, þegar hann lyki upp augunum, eða halda áfram að fullvissa okkur um, að hann væri búinn að segja allan sannleikann? Þetta voru langar sekúndur. Ware beið og eftirvæntingin brann í aug- um hans. Ég þurfti að beita sjálfan mig hörku til þess að standa kyrr. Loksins, loksins opnaði Klinker augun og horfði á okkur. Hann lauk upp munninum. Hann sagði: „Ég . . . ég . . .“ og svo riðaði hann og steyptist fram vfir sig. Hvað hafði hann ætlað að fara að segja? Ég leit á Ware. Hann hristi höfuðið. „Ég veit ekki," tautaði hann, ,,og mér er bölvanlega við það, en við verðum að halda áfram að þjarma að honum, hverju sem tautar." Framhald í nœsta blaði. Undirrita'ður nsJcar eftir að gerast áskrifandi að VIKUNNI Nafn ....... Heimilisfang Til Heimilisblaðsins VIKUNNAR H.F., Reykjavík. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.