Vikan


Vikan - 25.10.1956, Blaðsíða 5

Vikan - 25.10.1956, Blaðsíða 5
1 í að efla keisaralega landvarnarliðið. Þér vitið hvernig hann dó. Foreldrar Makotos hafa látið á altari forfeðranna kistil, sem prestarnir fylla alltaf af naglaafklippum og hári, áður en farið er í hina hinztu för. Faðir minn lét mér ekkert eftir. Veitingakonan hafði tekið matarílátin og látið teskálar fyrir framan okkur. — Þótti honum vænt um yður, Youli? — Hann lét sjaldan í ljós tilfinningar sínar. Ég var eina barnið hans, dóttir konunnar sem hann hafði elskað og hann bar umhyggju fyrir mér. Ég bar virðingu fyrir honum og þótti vænt um hann . . . Quentin drakk sjóðheitt teið. —- Eigið þér enga ættingja i Frakklandi, afa eða ömmu, frændur eða frænkur ? — Ef til vill . . . Ég var átta ára gömul, þeg- ar ég kom til Japan, eftir dauða mömmu. Það var árið 1934. Fimm árum seinna skall styrjöldin á í Evrópu. Allar bréfaskriftir féllu niður. — Ef til vill farið þér aftur til Frakklands, Youli. Ég fór að hlægja. — Ég vinn mér inn tíu þús- und jen á mánuði. Með vinstri hendinni tók Quentin sígarettur upp úr jakkavasanum. Ég hikaði ekki lengur. Veitingáhúsið lagði fram eldspýtur, eins og öll veitingahús í Japan gera. Á stokknum var mynd af fiski með kínverskri áletrim: „Góðu súpurnar". Ég tók upp eldspýtu og bar hana logandi að síga- rettunni, sem Quentin var búinn að stinga upp í sig. — Takk, sagði hann. Ég hefði átt að koma í veg fyrir þetta, en þér eruð búnar að veita klaufa- skap mínum athygli — svo endurtók hann aftur þýðum rómi: — Þakka yður fyrir, Youli. Hann saug reykinn að sér og andaði honum annars hugar aftur frá sér. — Hver veit? Goð- svarið spáði yður giftingu og löngu ferðalagi. Ef til vill farið þér til Frakklands. Goðsvarið hafði spáð mikilli og raunalegri ást, en ég var ekki hrædd við að ferðast. — Hvernig ætti ég að geta farið þangað? Ég þarf ekki aðeins að lifa sjálf, heldur sé ég líka fyrir þörfum foreldra Makotos. Hann horfði með aðdáun á mig. — Búið þér hjá þeim ? — Nei! Við bjuggum í Tokyo. Húsið okkar var skotið niður í loftárásunum. Faðir minn bað Sugawara-hjónin um að veita mér húsaskjól. Eftir dauða Makotos var ég þar kyrr í nokkra mánuði. Svo dó faðir minn og ég settist að hjá fóstru unnusta míns. Hann hallaði sér fram, studdi olnbogunum á borðið og horfði með athygli á mig. — Þér sjáið fyrir þremur manneskjum og hafið 10 þúsund yena laun á mánuði? — Hrísgrjónin eru ekki dýr. Fiskurinn ekki heldur. Hann benti á kyrtilinn minn og gullofna brokaðilindann. — Mér hefur verið sagt að einn slíkur kyrtill sé jafn dýr og módelflík í frægustu tízkuhúsunum. — Ég átti þessa kyrtla fyrir stríð. Þeir fara ekki úr tízku. Ég er aðeins sjaldan í þeim. Hann blés frá sér stórum reykjastróki. — Þurfið þér í raun og veru að sjá fyrir Sugawara- hjónunum ? — Siðvenjurnar krefjast þess, Hann reis á fætur. Mér sýndist hann svo stór, að ég átti von á því að hann mundi reka sig upp undir. — Komið, Youli. Ég vil endilega sjá þenna fræga garð. Ef við tefjum hér lengur, komið þér ekki til foreldra unnusta yðar fyrr en komið er myrkur. 1 leigubilnum, sem ók okkur eftir götum borg- arinnar, spurði samfylgdarmaður minn mig aft- ur: Er það sat't að foreldrar unnusta yðar lifi á því sem þér vinnið yður inn? — Ef óheillaörlög hefðu ekki gripið í taumana, þá væri ég nú eiginkona sonar þeirra. Sonur þeirrá er dáinn. Foreldrar unnusta míns eru mínir eigin foreldrar. Já, það er satt að ég vinn fyrir þeim. Ég kalla þau „Otassama og Okassama", föður og móður . . . Ég er dóttir þeirra . . . Hann varð hugsandi við þetta svar. — Er það ekki þeirra vegna, sem þér hafið ekki gift yður? Ég hristi höfuðið. — Ég elskaði Makoto, unn- usta minn. — En það eru átta ár siðan hann dó. Ég reyndi ekki að útskýra þetta. Loksins kom- um við að hofinu. Quentin bkð bílstjórann um að bíða. Það voru fáir gestir í hofinu. Sólin var að hverfa. Það var orðið nístingskalt. Við gengum upp að hofinu eftir flísalögðum stíg og skildum eftir skóna okkar á dyraþrepinu. — Vitið þér hvað þessi orð „Ryoan Ji“ tákna? - Nei! Ég var feginn að hann skyldi ekki hafa leigt fylgdarmann og var ekki með leiðarvísi milli handanna. „Hofið þar sem drekinn hvílist". Við skul- um koma og skoða garðinn. Þar voru hvorki prestar né verðir. Enginn tók á móti okkur og enginn ónáðaði okkur. Lang- ur gangur og tröppur lágu út í garðinn. Sam- fylgdarmaður minn varð alveg agndofa. Þó ég kæmi oft í Ryoan-Ji, þá varð ég alltaf jafn hrifin. — Er hann þá ekkert annað en þetta ? — Þarna er allt, sagði ég. Þessi garður er fimm hundruð ára gamall og mjög frægur. Garðurinn, sem er ímynd eilífðarinnar og ó- endanleikans, er aðeins gerður úr hvítum vel hirtum sandi og 15 óreglulegum steinum; maður getur þó aldrei séð fleiri en 14 í einu. Steinunum er dreift á 20x8 metra stórt svæði og þeir eru ekki stórir. Ekkert vestrænt klaustur, sem ég hef séð, ýtir jafn mikið undir ímyndunaraflið og tær heilabrot. Samfylgdarmaður minn þagði. Sólskinið endurkastaðist frá hinum grófu kornum í sandinum, eins og af krystal. — Garðurinn er ennþá fallegri í tunglskini. Hann er samnefnari Framhald á bls. 14. FIÐLARINN GANGANDI FRÁSÖGN EFTIR MAURICE WOODS. RIGNINGARKVÖLD nokkurt kom maður eftir göturennunni að biðröðinni, sem safnast hafði saman fyrir utan Cinedrome samkomuhúsið i sjávarþorpinu okkar. 1 fyrstu var ekki í fljótu bragði hægt að sjá að þetta væri maður. Þarna voru tvö drungaleg stig- vél, sem ekki virtist líklegt að nokkrir fætur væru í, frakki, sem vatnið gat eins vel hafa borið með sér af ruslahrúgu seglasaumara og hattur, sem. sýndist gerður í allt öðrum til- gangi en að sitja á höfði. Gegnvoti, grái flóka- göndullinn neðan við hattinn gat varla verið skegg. Þar að auki var maðurinn með auka- fót, sem reyndist vera fiðlukassi, þegar hann lagði hann frá sér á götuna. Fiðlukassinn leit ekki út fyrir að hafa inni að halda það sem slíkir hlutir eiga að geyma. Fólkið í röðinni vonaði að í honum væri lik eða kannski eldspýtur til sölu. Maðurinn dró upp flösku, tók úr henni tappann og drakk vænan teig. Fólkið varð vonsvikið. Maðurinn var búinn að taka upp fiðlu. — Þú þarna, Orfeus! Hypjaðu þig í burtu! Forstjórinn var kominn út og kjólskyrtan hans var stíf af reigingi. Maðurinn renndi augunum yfir biðröðina, til að athuga hvern forstjórinn væri að ávarpa svona. En þar sem hann komst ekki að neinni niðurstöðu, sökkti hann fiðlunni í skeggið á sér og snerti strengina. Forstjórinn tautaði eitthvað, minntist á lögregluna og hvarf inn. Orfeus byrjaði að leika. Þegar forstjórinn kom aftur og tilkynnti að miðasalan væri að hefjast, var fólkið í biðröð- inni kynlega tregt til að færa sig áfram. Or- sökin var Orfeus, sem var í miðju Litlu nœtur- Ijóði. ■— Hamingjan góða! Karlinn kann bara að leika á fiðlu! sagði forstjórinn. Hann varð að bíða eftir að laginu lyki, áður en hægt var að hefja miðasöluna. Þegar forstjórinn var aftur kominn inn i skrifstofuna sína, datt honum í hug fyrirtaks góðverk. Úr því áhorfendurnir vildu hlusta úti í rigningunni, þvi skyldu þeir þá ekki vilja hlusta inni í húsaskjóli? Uppsláttarauglýsing .....Fiðlarinn gangandi“ . . . nýtt efni fyrir blöðin . . . og svo auðvitað hjálp við gamla manninn. Hann sendi dreng út í „Káta fiski- manninn", en þangað hafði Orfeus haldið með hattfylli af skildingum. Þetta var svo sannarlega ný saga fyrir blöð- in og „Óvænt skemmtiatriði — Fiðlarinn gangandi“ bættist á auglýsingaspjaldið. Á mánudagskvöldið voru áhorfendur fleiri en ven'julega. Þeir horfðu áhugalausir á kúrekana og lögðu á sig að hlusta á fréttirnar. En að lokum sendi forstjórinn þeim eitt af sínum alúðlegustu brosum og sagði: — Það kemur ekki oft fyrir að maður geti beint náungan- um inn á braut frama og frægðar. En við er- um svo heppnir ■ og höfum af þvi mest.u ánægju, að geta gert það fyrir manninn, sem þið munið nú fá að sjá. — Heppnin hefur komið seint til þessa manns, en ég er sannfærður um að þið verðið mér sammála um það, að héðan i frá muni hamingjan brosa við honum. Herrar mínir og frúr, ég kynni fyrir ykkur — Fiðlarann gang- andi! Þetta óvænta skemmtiatriði skjögraði fram á sviðið og dró með sér fiðluna sina. Einhvers- staðar innan í segldúknum hafði fundizt mað- ur, sem hægt var að dubba upp í gömul kjól- föt. Ermarnar virtust vera úttroðnar af hand- leggjum og skálmarnar af fótleggjum. Fyrir neðan falska skyrtubrjóstið var röð af hrukk- um. Fæturnir höfðu verið grafnir fram og þeim troðið í lakkskó. Likaminn var ef til vill helzt til fús að trana sér fram, eins og þar sem hann aðskildi vesti og buxur eða þar sem skeggið flæktist i slaufunni. En það þurfti ekki mjög mikið hugmyndaflug', til að líta á Orfeus eins og mann í kjólfötum. Áhorfendurnir tóku honum vel og fengu á honum hinar mestu mætur. Að nokkrum vikum liðnum datt forstjór- anum í hug, að þessi auglýsing gæti verið tvíeggjuð. Hún hafði að visu fært honum áhorfendur, en hvað yrði daginn sem hann fleygði Orfeusi aftur út á götuna? Mundi það ekki varpa skugga á samkomuhúsið ? Þessvegna yrði hann nú að haga því þannig, að hin óhjákvæmilega brottför Orfeusar yrði húsinu til sóma. Hann talaði við vin sinn, sem var hljómsveitarstjóri á Café Royal. Og Or- feus fluttist þangað með heiðri og sóma, ásamt kjólfötunum og öllu saman. Nú var Orfeus reglulega á leið til frægðar og frama. Það sögðu dagblöðin í bænum. Og það sögðu eigendur Café Royal líka. Hljóð- færaleikararnir á Café Royal vonuðu að svo væri, því þeir voru á sama báti. Þeir gáfu frá sér lága, þýða tóna, meðan hann heillaði gestina með Sögum úr Vínarskógum. Að viku liðinni hringdi hljómsveitarstjórinn til vinar síns í stærri og auðugri bæ neðar á ströndinni. Og Orfeus hélt áfram upp eftir framabrautinni, frá göturennunni og í Albert Hall. Fáum kvöldum seinna var ég staddur í borg- inni, þegar ég sá Orfeus vinda sér út úr bjór- krá og halda niður High Street. — Það er sannarlega kominn tími til að hann kaupi nýj- an frakka, hugsaði ég. Kjólbuxumar og slett- óttir lakkskórnir gægðust niður undan gömlu segldruslunni. Ég elti hann, þegar hann dró fiðlukassann sinn i áttina til vinsæls tízkuhótels. En hann komst aldrei alla leið að hótelinu. Hann stanz- aði fyrir utan Hippdeon og lét kassann frá sér á götuna. — Sæll, sagði ég. — Ég hélt að þú lékir með Malcolm Sargent núna. -— Ha, ég? sagði hann. Ne-e-e! Svo bætti hann við. — Ég skal segja þér nokkuð, góði minn. Malcolm Sargent sagði einu sinni við mig .... Ég hlustaði 'furðu lostinn. Ég fékk alla sög- una. Um námsárin í tónlistarskólanum — hve langt var síðan? Um kvöldin í London, París, Róm. — Ég gat ’ekki haldið það út, góði minn, sagði hann. — Ég vil leika það sem mig langar til að leika og þegar mig langar til þess. Ég vil dreicka, þegar mig langar til að drekka. Þetta fólk — hann veifaði boganum í áttina til fólksins í biðröðinni — það gerir ekkert veður af því þó ég fari í bjórkrána, og það segir mér ekki hvað ég eigi að leika. Það heimtar ekki að ég æfi mig klukkan þetta og hvíli mig klukkan hitt. Ég gæti ekki byrjað á því aftur. Híinn sveiflaði fiðlunni, lyfti boganum og byrjaði á líloto Perpetuo eftir Paganini. Fóllí- ið í biðröðinni hlustaði þögult. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.