Vikan - 29.11.1956, Qupperneq 2
PÓSTURINN
Geturöu eklci birt fyrri mig visu,
scm einu sinni var mikið sungin hér
og var um hann Jón bróður söngv-
arans. Þctta var held ég upphaflega
sungið í. einhverri revýu.
SVAR: Þú átt sennilega við vísur,
sem sungnar voru í revýunni „Allt
i lagi, lagsi“, og eru svona:
lón og ég — við vorum eins og
bræður
áttum föður, sem var okkur kær.
Ekki skorti okkur heldur mæður,
ei þær reyndust færri vera en tvær.
Lánið elti Jón —
en lét í friði mig.
Lánsami Jón —
ég öfunda þig.
Við vorum látnir ganga
menntaveginn.
Jón varð stúdent 1901.
Mikið varð hann faðir okkar feginn.
En fyrir mér það gekk ekki jafn
greitt.
Lánið elti Jón o. s. frv.
Nonni bróðir lærður var í lögum,
á lokaprófi varð hann númer eitt.
Mér gekk heldur illa í flestum fögum,
ég fékk alltaf núll komma ekki neitt.
Lánið elti Jón o. s. frv.
Svo kom þar að ég bað hennar Bistu.
Bista sagði já, og kyssti mig.
Unaðsleg var ást okkar í fyrstu —
unz Jón tók hana bara fyrir sig.
Lánið elti Jón o. s. frv.
Nonni dó og kúrir nú í kistu —
er kostaði meir en til átti það svín.
Ég er stjúpi barnanna hennar Bistu —
því Bista hans Jóns er núna
konan min
Lánið elti Jón o. s. frv.
Viltu gera svo vel að segja mér
eitthvað um söngvarann Elvis Preslei
og helzt gefa mér heimilisfangið
hans.
SVAR: Foreldrar Elvis búa í 7
herbergja sveitahúsi, sem sonurinn
hefur keypt handa þeim í Memphis,
Tennesee í Bandaríkjunum, en sjálf-
ur er hann á sífelldum ferðalögum,
heldur stundum upp i fimm hljóm-
leika á dag og sefur varla meira en
4—5 klukkutíma á sólarhring.
Elvis Preslei er fæddur í Tupelo í
Missisippi 8. janúar 1935 og er einka-
barn verksmiðjustarfsmanns og konu
hans, sem bæði eru af írskum upp-
í'una. Elvis söng fyrst i kirkjukór lít-
illar kirkju, þegar hann var fjögurra
ára gamall, síðan tók hann þátt í
einni skólaskemmtun og kenndi
sjálfum sér að hamra á guitar, sem
faðir hans gaf honum á 12 ára af-
mælisdaginn hans. Hann getur ekki
lesið nótur og er stundum svo harð-
hentur við guitarinn, að hann brýtur
einn eða tvo á sýningu.
Dag nokkurn, þegar hann vann hjá
rafmagnsfyrirtæki, lét hann taka upp
söng sinn og guitarleik að gamni
sínu. Forseti upptökufyrirtækisins
heyrði plötuna af tilviljun og undir-
ritaði samning við Elvis nokkrum
mánuðum seinna. Þegar fyrsta plat-
an kom fram í þriggja tíma útvarps-
þætti var hún leikin sjö sinnum hvoru
megin vegna sífeldra óska gegnum
símann.
Og nú hefur Elvis aldeilis nóg að
gera. Hann er samningsbundinn til
hljómleikahalds allt næsta ár og fyrir
það fær hann upp í 25.000 dali á viku.
Ágóðahluti hans af hljómplötusöl-
unni verður 400.000 dalir árið 1956.
Auk þess hefur hann fengið 7 ára
samning við Paramount kvikmynda-
félagið. Og Elvis veit svosem hvað
hann á að gera við peningana. Hann
á fjóra kátiljáka og varla líður sá
dagur að hann kaupi ekki einhverja
áberandi og glannalega flík (í stað-
inn fyrir þær, sem rifnar eru utan
af honum).
Og Elvis Preslei heldur áfram að
koma fram með þriggja manna
hljómsveitinni sinni, hamra ,,rock and
roll“, sem gerir unglingana alveg
óða, og skekja sig allan á sviðinu
— fyrir 25.000 dali á viku.
D.S.H.! Elvis Preslei er ókvæntur.
að öðru leyti er bréfi þínu svarað
hér að ofan.
BRÉFASAMBÖND
Blrting & nsfni, aldri og lieíniilÍHfaii^ I
koBtar 6 krönnr.
Diana Eiriksdóttir (við pilt eða
stúlku 16—18 ára) Sólvallagötu 10,
Keflavík ■— Einar Magnússon (við
stúlkur 18—21 árs), Hurðarbaki,
Kjósarsýslu — Guðrún Lúðvíksdóttir
(við pilta eða stúlkur 18—21 árs) og
Steinar Lúðviksson (við pilta eða
stúlkur 15—17 ára), bæði á Ytri Völl-
um, V.-Hún. — Georg Ragnarsson,
Akurgerði 11 og Sigurður Hannesson,
Suðurgötu 88 (við stúlkur 17—18
ára), báðir á Akranesi. — Bjarnfrið-
ur Haraldsdóttir, Mánabraut 9, og
Sigríður Beinteinsdóttir, Suðurgötu
85 (við pilta eða stúlkur 16—18 ára)
og Inga Sigurðardóttir, Gunnubraut
10 (við pilta eða stúlkur 15—18 ára),
allar á Akranesi. — Ingi Árnason,
Guðmundur Þorgrímsson (við stúlk-
ur 15—17 ára) og Hreinn Ragnars-
son (við stúlkur 14—16 ára), allir í
heimavist í Menntaskólanum á Akur-
Framhald á bls. llf.
tidkar hreinM*
i heiM*
i
GILLETTE 1957
fyrirhafnar
Gillette
Raksturinn endist allan daginn
Otgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.