Vikan


Vikan - 29.11.1956, Side 6

Vikan - 29.11.1956, Side 6
A ÞRÖlil Eitir fáeina daga kemur út bók eftir Gunnar M. Magnúss sem marga mun íýsa að lesa. Það er ævi- saga Magnúsar Hj. Magnússonar, alþýðuskáldsins á Vestfjörðum, sem Haildór Kiljan Laxness hafði til tyrirmyndar, er hann skapaði hina ógleymanlegu persónu sína: Qlaf Kárason Ljósvíking. EIN af frœgustu skáldsögupersónum Halldórs Kiljan Laxness er Ljós- víkingurinn Ólafur Kárason. Talið er að sagnabálkurinn um hann hafi átt einna drýgstan þátt í því, að Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin. >að er alkunnugt, að Laxness hafði til fyrirmyndar við sköpun persón- unnar, alþýðuskáld á Vestfjörðum. Hitt vita fáir, hver fyrirmyndin var, og enn færri þekkja nokkuð til æviferils hennar. En fyrirmyndin var Magnús Hjaltason, er rúmlega tvítugur tók að skrifa sig Magnús Hj. Magnússon, og var Vestfirðingur að ætt og uppruna. Sakir tengslanna miíli skáldverksins og æviferils Magnúsar Hj. Magn- ússonar, hafa menn skapað sér ákveðnar hugmyndir um Magnús og þær mótast algjörlega af skáldsögupersónunni. En nú eru óvenju miklar heim- ildir til um líf Magnúsar, því að hann skrifaði sjálfur dagbækur í 24 ár. Eru þær á 5. þúsund blaðsíður, ritaðar af persónulegri hreinskilni, svo að fátítt mun vera. Segir Magnús þar 'ekki einungis frá sjálfum sér, heldur einnig samtíð sinni og dró upp ýmsar þjóðlífsmyndir, sem merkar eru og minnisstæðar. Hann safnaði margskonar fróðleik og skrifaði marg- ár bækur utan dagbókanna og orti daglega. Ævisagan: Skáldið á >röm byggist að mestu á þessum heimildum, en auk þess hafði höfundur ævi- sögunnar persónuleg kynni af Magnúsi og hlaut trúnað hans og vináttu. Magnús var af góðu bergi brotinn, Hjalti faðir hans og Jón_Sigurðs- son forseti voru frændur að öðrum og fjórða, og margt gáfumanna 19. aldarinnar var nákomið honum. En hann varð fyrir undarlegum og þungum örlögum, og er saga hans stórbrotið drama, frá því að hann ómálga barn er tekinn frá móðurbrjóstunum, — og borinn í skjóðu vest- ur yfir Hestskarð, — úr Álftafirði til önundarfjarðar, — og fluttur til vandalausra. Óist hann upp í Efrihúsum og Hesti undir Hesti, fékk þar oft „kúlur að kemba", varð hann fyrir slysum og meiðingum og lá rúm- fastur nálega í 2 ár á unglingsárunum. Póstra hans sagði hann þá til sveitar, en pilturinn kærði húsbændurna fyrir illa meðferð á sér og hóf- ust af þvi nokkur múlaferli. — En sveitaskuldin varð honum síðan fjötur um fót alla daga. Sökum hennar fékk hann ekki að kvænast unnustu sinni, Guðrúnu Önnu, og þau fengu ekki heldur leyfi til þess að setjast neinstaðar að til frambúðar, svo að þau hrökluðust stað úr stað og flutt- ust 25 sinnum milli byggðarlaga og milli húsa í þorpum og kauptúnum þau 16 ár, er þau bjuggu saman, en ekkert fékk aðskilið þau nema dauðinn. Ævi þeirra á þessum hrakningaárum einkennist af hinni óþrotlegu ástríðu Magnúsar til skrifta og fræðiiðkana, og að hinu leytinu af órofa tryggð unnustunnar, sem fór á mis við flest veraldarinnar gæði, en fylgdi honum á hverju sem gekk. Magnús fór allvíða, dvaldist á Barðaströnd hjá Davíð Scheving lækni, frænda sínum, fór til skósmíðanáms í Keykjavík og kynntist þar Sigur- bimi Sveinssyni skáldi, en þeir urðu síðan ástúðar vinir og áttu margt saman að sælda. Báðir voru skáldþenkjandi, báðir hættu við skósmíð- ina, báðir gengu í Hjálpræðisherinn og þeir styrktu hvorn annan á svið- um skáldskapar og andlegra mála. Sigurbjörn hafði í huga að skrifa skáldsögu um líf Magnúsar, fannst það sérstætt og áhrifaríkt og bað Magnús um leyfi tl þess. — Magnús stundaði oft kennslu á vetrum, en vann auk þess allskonar vinnu, reri á opnum bátum og stundaði kaup- staðavinnu. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun fyrsta verka- mannafélags á ísafirði og var ritari þess. Hann var kennari í Skálavík snjóaveturinn mikla 1910, þegar allt var kaffært i fönn og snjóflóð hlupu í grennd við kennslustaðinn og tók af tvo bæi, en kennarinn einangraðist með fjölskyldu sinni í bæ, sem annað fólk var flúið úr sökum snjóflóðahætt- unnar. >ar lifði kennarinn við hið mesta harðrétti, svo að einhverju sinni varð kennarakonan að grípa til þess að skera niður spónadýnu úr rúmi þeirra og stinga í kamínuna til þess að elda fyrir þau vatnsgraut og ylja ögn upp. — Síðan hófst örlagaveturinn mikli, sem leiddi til þess að Magnús var sviftur frelsi og sendur suðiir. >ar var hann veturinn 1911—1912 í klefanum Náströnd á Skólavörðustíg 9 og er þaðan mikil saga. Eftir það fluttist hann til Súgandafjarðar og lifði þar síðustu árin og lézt 43 ára að aldri. Skáldið á >röm er í tveimur meginköflum. Heitir sá fyrri: Ávextir andans og holdsins, en hinn síðari: >ér hljótið að sofa lítið. En efninu er svo skipt i 27 kafla. Er þar brugðið upp mörgum stérkum og áhrifarík- um þjóðlífsmyndum, og er bókin einstæð meðal islenzkra ævisagna. Vikan birtir' hér stuttan kafla úr bókinni, og segir frá því, er Magnús hefur gefist upp á skósmíðanáminu hjá Rafni á Norðurbergi og er nú vegalaus með öllu: Daginn eftir tók hann að rölta um götur Reykjavíkur. Hann var nú vegalaus að öllu, átti ekkert víst framundan, þekkti varla nokkurn mann, þafði ekki pen- ing í vörzlum sínum, og komið var fast að veturnóttum. >ó var hann ekki mjög kvíðinn og hughreysti sig með því, að ef „guði væri eitthvað annt um hann sem barn sitt, myndi hann leggja honum eitthvað til.“ Guðmundur móðurbróðir hans ætl- aði að skjóta yfir hann skjólshúsi og gefa honum að borða, meðan hann væri i mestu vandræðunum. En sjálf- ur hét hann því hátt og í hljóði að reyna að komast áfram til sjálfs- bjargar með einhverju móti, því að vestur gat hann ekki farið aftur, að svo stöddu. Hann fór eftir vísbendingu þang- að, sem bókbandsstofa var. En þar var honum snúið aftur í dyrunum, þar vantaði hvorki lærling né annan vinnukraft. >á gekk hann á röðina af verzlununum: 1 Thomsen-magasín, verzlun Geirs Zoéga, Duus, Ziemsen, Sturluverzlun, Lárusar G. Lúðvigs- sonar, Godthaab, Edinborg og þá hverja af annarri. Hann spurði ýmist eftir kaupmanninum eða faktornum og bað um viðtal undir fjögur augu. >á spurði hann, hvort ekki væri hægt að fá einhverja vinnu í verzlun- inni, úti eða inni, eða við einhverja snúninga, þó ekki væri nema fyrir mat. En svarið var allsstaðar hið samal Hér vantar engan mann. Sumir sögðu, að ef hann hefði komið fyrr í haust, hefði kannski verið hægt að láta hann hafa eitthvert viðvik, en nú væri haustkauptíðinni því nær lokið og rólegra tímabil framundan og allstaðar nég af fólki. Degi var tekið að halla, þegar hann ~ --í'j Gtðrún Anna, unnusta Magnúsar, 29 án, með syni sínum Einari Skarp- héíni tveggja ára. hafði lokið göngu sinni í verzlanirn- ar, og þreytan og vonleysið lagðist fast á hann. >að hafði verið lamandi og þungbært að fá sífellt nei og ganga sem þurfamaður frá húsi til húss. Hann var að hugsa um að fara heim til móðurbróður síns og fá sér hressingu. En þá skaut upp í hug- anum því, sem Kristján hafði sagt: — Farðu til biskupsins. Hann hafði um morguninn minnzt á þetta við kunningja sinn og fengið svarið: — Ja, ekki ætti það að skaða, varla fer hann séra Hallgrímur að reka þig á dyr. Og nú ákvað hann samstundis að geyma það ekki til morguns, sem hægt var að gera í dag, og hélt á fund biskups. Hallgrímur biskup Sveinsson vai- þá tæplega hálfsextugur að aldri, höfðinglegur maður og prúðmenni í framgöngu. Hann tók hinum unga manni hógværlega og veitti honum viðtal inni i stofu. >egar inn var komið, innti biskup eftir erindinu. Gesturinn lét þess þá fyrst getið, að sér hefði verið vísað á fund bisk- upsins til þess að leita stuðnings hans og ráða að þvi er snerti fram- tíðarmál hans, —• því að ég hef nefnilega i hyggju að taka það fyrir að læra til prests. — Já, einmitt það, sagði biskup. — >að halda margir, að það eigi vel við hæfileika mína, hélt gestur- inn áfram, — svo hafa lika margir í minni ætt þjónað kirkjunni, séra Magnús >órðarson var afi minn og tveir langafar mínir voru prestar, annar þeirra séra Markús á Álfta- mýri. En auk þess þoli ég illa alla erfiðisvinnu, svo að heppilegra væri fyrir mig að sinna andlegum störf- um. Biskup kvaðst kannast vel við þessar ættir báðar og þekkja til hinna góðkunnu klerka. — En hvað eruð þér gamall? — Tuttugu og eins árs. — Og hafið þér lært eitthvað ? spurði biskup. Gestinum varð svarafátt í fyrstu, en sagði svo: — Ég hef lesið töluvert, eiginlega allt, sem ég hef náð í af íslendinga- sögunum, þjóðsögunum, kvæðum og rímum. Eg þekki helztu höfunda frá fornöld til nútímans. Svo er ég kunn- ugur helztu predikurum, því að ég byrjaði að lesa húslestra fyrir fólkið, þegar ég var sjö ára. Eg hef líka skrifað töluvert og ort. Ég hef í huga að gera skrá yfir öll skáld á Islandi, sem eitthvað hafa ort á 19. öldinni. — Öjá, sagði biskup, það þarf nú svolítið meira til. Og svo eruð þér nú orðinn nokkuð gamall til þess að fara að byrja algjörlega á skólanámi. — Eg hef heyrt, að séra Matthías hafi verið orðinn 24 ára, þegar hann kom í skóla, Með stuðningi góðra 6

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.