Vikan


Vikan - 29.11.1956, Blaðsíða 9

Vikan - 29.11.1956, Blaðsíða 9
(HSSUR LÆRIR AÐ META KYRRÐINA Rasmína: Því lestu ekki einhverja bók, ef pú hefur ekkert annaö að gera? Gissur: Ég er búinn að lesa allar bœkur á Gissur: Ég vil ekki fara á bókasafnið. Kyrrðin heimilinu. þar fer í taugarnar á mér. Rasmína: Það er heilmikið af bókum sem þú Rasmína: Þú vilt aldrei gera neitt af viti . . . hefur ekki lesið, á bókasafninu. en þú skalt nú fara þangað samt. Gissur: Afsakið, vilduð þér 1. bókavörður: Ssss .... 2. bókavörður: Þögn! 3. bókavörður: Uss! Gissur: Afsakið, vitið pér . . . Bókavörður: Þér ónáðið hina! Lesandi: Hafið ekki svona hátt. 2. lesandi: Hvaða hávaði er þettaf Lesandi: Hamingjan góða, en þau lœti! Gissur (hugsar): Ég hef ekkert á móti of- urlitlu nœði, en þetta er heldur mikið af þvt góða . . . . 3-11 World rightt cocivcd Gis8ur: Hvað ég er feginn að vera kominn út. Hefði ég stanzað nokkrar mínútur í viðbót í þess- ari gröf, hefði ég misst vitið. Rasmína (syngur): Hann elskar jörðina sem hún gengur á, því hún á hana álla . . . Rasmína: Hvert ertu nú að faraf Gissur: Aftur á bókasafnið. Það kom bíll akandi gegnum skemmtigarðinn. Og það var ... JkJPI VIÐ STÝRIÐ Er G var að aka gegnum St. Louis skemmtigarðinn fyrir skemmstu, þegar ég sá svolítinn bílanga skjótast upp eina af þvergötunum. Sá, sem við stýrið sat, var í fötum og ók eins og hver annar maður, en þetta var bara alls enginn maður. Þetta var sjimpansi. Sjimpönsunum í dýragarðinum í St. Louis finnst óskaplega gaman að aka bíl. Eitt sinn gengu þeir undir talsvert strangt hæfnispróf í akstri. I ljós kom, að þeir voru viðbragðsfljótari við stýrið en venjulegir ökumenn. Sjimpansar eru að því leyti ólíkir mönnunum, að þeir keyra alls ekki á, nema þegar þeim er kennt það til þess að skemmta áhorfendum. Að mannskepnunni undantekinni, er sjimpansinn gáfaðasta skepna jarðarinnar. 1 dýragarðinum í St. Louis eru 24 apar þessarar tegundar. George Vierheller, stjórnandi dýragarðsins, hefur safnað þeim. Hann hefur mjög ákveðnar skoðanir um hvernig dýragarður eigi að vera. Hann vill að dýrin skemmti sér — og skemmti um leið áhorfendum. Þama er lítið af búr- nm. Villidýrin hafast við í feiknstórum gryfjum, sem þannig eru úr garði gerðar, að maður hefur það alls ekki að tilfinn- ingunni, að þau séu ófrjáls. Þau hafa tjarnir til þess að baða sig í, runna til þess að fela sig í, tré, klappir, sand og gras. Gryf j- urnar þeirra eru þannig ,,innréttaðar“, að það er því líkast sem þau séu heima hjá sér. 1 dýragarði Vierhellers eru líka þrír leikvangar, sem sam- tals taka 12,000 áhorfendur í sæti. Þarna er efnt til sýninga tvisvar á dag og þrisvar á sunnudögum. Þegar ég heimsótti garðinn, stóð ein sýningin yfir. Áhorf- endum til mikillar skemmtunar, voru þrír ljónaungar og tveir ungir sjimpansar að keppast um, hver fengi að leika sér að strásóp, sem kastað hafði verið inn á leikvanginn. Sjimpansam- ir sigruðu. Annar þeirra greip einfaldlega í halann á ljónun- um og hélt þeim þannig á meðan félagi hans hremmdi sópinn og sentist með hann upp í tré. Þegar lófatakinu lauk, kom agnarlítill bíll akandi og stopp- aði á vígvellinum. Honum ók sjimpansi í fallegri svuntu og tottaði sígarettu. Maður með vindil í munninum gekk út á leikvanginn og kallaði til annars sigurvegarans: „Komdu, Pea- nuts! Það er verið að sækja þig.“ Peanuts hljóp að bílnum og settist í baksætið. Öku-apinn sneri bílnum við og ók eins og greifi að sjimpansahúsinu. Ég þóttist vita, að maðurinn með vindilinn væri George Vierheller og kynnti mig fyrir honum. Hann bauð mér upp á gosdrykk, fylgdi mér að veitingatumi, sem stóð þama í grendinni, og sagði: „Sambo, láttu Packard hérna fá einn sítrón." Sambo, sem var sjimpansi, seildist eftir sítrónflösku, opnaði hana með einu handtaki, stakk tveimur stráum í stútinn og rétti mér. Svo stökk hann í fangið á Vierheller og þeir heils- uðust með innilegum faðmlögum. Það var dautt í vindli Vierhellers. Sambo kveikti á eldspýtu, gaf honum eld, slökkti svo vandlega í spýtunni. Ég hafði ekki klárað úr flöskunni, svo að Vierheller fékk Sambo hana og hann byrjaði að sjúga sítrónið upp í sig gegnum stráin. „Vertu ekki svona pempíulegur. Drekktu joetta eins og maður,“ sagði Vierheller. Sambo fleygði frá sér stráunum og tæmdi flöskuna í tveimur sopum. Við heyrðum mikinn hlátur berast frá apabyrginu. „Phil er eitthvað að leika sér,“ sagði Vierheller og fylgdi mér að stóra búrinu, sem Phil á heima í. Phil er góriiluapi og vegur 600 pund. Hann var að renna sér fótskriðu út í tjörnina sína og kom niður í hana með svo ferlegum' dynk, að vatnsgusurnar gengu yfir áhorfendur. Það þótti honum sýnilega einkar skemmtilegt. Svo tók hann upp uppáhalds leikfangið sitt — geisistóran hjól- barða af vörubil — og þeytti homnn af því heljarafli í vegginn, að hann hentist lengst fram á gólf. „Halló, Phil,“ kallaði Vierheller, „komdu hingað og heilsaðu upp á Vance Packard.“ Phil hætti að leika sér og rölti til okk- ar. Hann bauð mér hendina, en ég afþakkaði kurteislega,. Hann þrýsti ásjónunni að rimlunum svo að hann og Vierheller gætu hvíslast á. Vierheller sagði, að því miður væri ekki annað þorandi en hafa hann í búri. En þegar hann hefði verið minni, hefðu þeir oft leikið sér saman. „Nú er hann orðinn of sterkur," bætti vinur hans við. „En hann mundi ekki meiða mann vilj- andi.“ 1 kveðjuskyni opnaði hann svo flösku af vel sterkum bjór, sem Phil svolgraði græðgislega í sig. Ibúarnir í St. Louis eru mjög hreyknir af dýragarðinum sín- um, og er það ekki nema að vonum. Þetta er eflaust einn af skemmtilegustu dýragörðum veraldar. Nú er í ráði að stækka hann til muna. Vierheller er óvenjulegur dýragarðsstjóri, að ekki só *aeira sagt. Oft fer hann með sjimpansana sína í búðir, til þess að kaupa á þá föt. Þeir máta fatnaðinn, eins og hverjir aðrir við- skiptavinir. Þegar Vierheller er boðið í samsæti, tekur hann iðulega einn eða tvo sjimpansa með sér. Þegar hann fe* i ferða- lög til þess að kaupa ný dýr í garðinn, er ekkert óvenjulegt. að hann þrammi inn í borðsal járnbrautarlestarinnar í fylgd með sjimpansa og biðji um borð handa tveimur. Hann segir, að enginn sjimpansi með snefil af sjálfsvirðingu geti hugsað sér að ferðast í búri. En jafnvel Vierheller furðaði sig á því, sem kom fyrir, þegar hann keypti sjimpansa að nafni Jackie. Fjölskylda á Ikmg Is- land í New York hafði átt hann. Jackie var í snotrustui jakka- fötum, gekk með göngustaf og átti að vera alveg óvenjulega greindur. Vierheller hafði hann hjá sér í svefnklefa lestarinnar um nóttina. Þegar háttatími kom, neitaði Jackie að sofa annarstaðar en við hlið hins nýja vinar síns. Um miðja nótt vaknaði Vier- heller við það, að einhver var á ferli í baðklefanum, að hann Framhald á b)s. H. BLESSAÐ BARNIÐ Mamman: Ég vildi að það hætti Pabbinn: Ég er hrœddur um að að snjóa, svo ég geti farið út. það haldi áfram í allan dag. Mamman: Nú er stytt upp. Ég œtla að flýta mér að laga mig til. Pabbinn: Mér finnst að þú œttir ekki að fara út, élskan. Lilli: Á ég að moka öllum snjón- um upp að hurðinni á bílskúrmim f Pabbinn: Já, og ég skal gefa þér og einum félaga þínum tvær krón- ur, ef þið gerið það. Siggi: Ertu viss um að pabbi þinn hafi sagt Okkur að gera þettaf Lilli: Já, þetta er það sem Hann bað um, en ég veit ekki hvers vegna. Mamman: Æi, vindurinn hefur feykt snjónum fyrir dynmr. ,«i þii- skúrnum. Nú kemsi'ég 'ékki út til að kaupa mér loðkáþu. Pabbinn: Hérna eru. hinar tvasr krónurnar. 1 Lilli: Nú skil ég, pabbi. 8 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.