Vikan - 29.11.1956, Blaðsíða 13
„Gwen, stilltu pig'.''
Hún .horfði á mig með skelfingarsvip: „Taktu þau, segi ég! Þú verð-
ur að-taka þau af mér! Ég er hrædd! Ég þoJi þetta ekki lengur!"
Ég þreif annarri hendi um munninn á henni og hélt henni sem
bezt ég. gat með hinni. Hún var ótrúlega sterk. Þrátt fyrir járnin, átti
ég fullt í fangi með að halda henni.
Mér fannst óratími líða áður en hún hætti að brjóta^t um og ég þorði
að sleppa ialíinu á munni hennar.
,,Gwen!“ Ég tók þéttingsfast í axlirnar á henni og hélt henni út frá
mér. „Þú mátt ekki gefast upp núna!"
~Hún byrjaði að gráta, grét með þungum ekkasogum, sem skóku
likafna hennár. Loks muldraði hún: „Fyrirgefðu. En þetta . . . mér er
bráðum allri lokið."
Ég sagði dálítið hörkulega: „Þú gekkst of langt. Þú veist hvernig
maðurinn er.“
Húp .kinkaði hægt kolli: „Fyrirgefðu. Ég skammast mín óttalega
mikið."
Ég sagði vingjarnlega: „Komdu næi dyrunum og leyfðu mér að sjá
framan í þig.“
Hún gekk fram að dyrunum eins og hlýðið barn og ég sneri tár-
storknu andliti hennai' móti ljósinu og strauk varlega um vanga hennar.
Ég horfði beint í augu henni, rendi fingrunum blíðlega yfir snöggklippta
rauða hárið, sem gægðist niður undan fangahúfunni, fann hvernig grann-
ur líkami hennar snerti líkama minn — og á þessu augnabliki öfundaði
ég tukthúsfangann, sem átti ást hennar.
Hún stóð grafkyrr og forðaðist mig ekki. En svo var eins og hún
iæsi hugsanir mínar, því hún roðnaði og leit niður fyrir sig og sagði:
„Sér mikið á mér?“
Ég hrökk við. Ég hafði nærri verið búinn aö hlaupa illa á mig. Þetta
var ekki stúlkan mín. David Wint, maðurinn, sem var fangi eins og
hún, átti hana. Ég brostU dálítið sneypulega: „Fyrirgefðu, Gwen, en
þessir mánuðir . . . mér finnst við þekkjast svo vel.“ Svo setti ég upp
röggsamlegan fangavarðarsvip og lyfti andliti hennar aftur móti ljós-
inu. ,,Þú hefur sloppið furðuvel," sagði ég glaðlega. „Satt að segja bjóst ég
við, að þú yrðir miklu verr útleikin."
Hún bar hendurnar upp að andhtinu og þuklaði það varfærnislega.
,,Ég er helaum." Hún snerti vinstra gagnaugað og gretti sig.
„Þú ert marin þarna. Þú ert líka marin undir auganu. En,“ og ég
brosti, „ég mundi ekki kalla það glóðarauga!“
Þetta dugði tiJ þess að hún færi áð brosa aftur. Hún hnykkti til
höfðinu: „Dömur fá ekki glóðaraugu; það vil ég láta þig vita!“
„Kunna dömur að fara með skotvopn?" Ég dró fram skammbyss-
una, sem ég hafði rekist á undir rúmi Mugridges.
„Veistu um nokkra sveitastúlku hér í' Georgíu, sem einhvei'jar tögg-
ur eru í og sém ekki kann að meðhöndla byssu?“
„Ágætt. Þessi er hlaðin, Gwen. Þér er velkomið að nota hana á Shayne
og legáta hans, ef i harðbakkann slær.“
Ég rótaði í áhaldahrúgunni við vegginn og stakk vopninu inn í hana,
þannig að það var falið undir skóflublaði. Augu Gwen Ijómuðu. Hræðslu-
svipurinn var horfinn af andliti hennar, hið dæmalausa hugrekki, sem
svo oft var búið að vekja undrun mína og aðdáun, var aftur farið að
segja til sín. Hin skyndilega og átakanlega örvilnun var liðin hjá. Nú
var ég meir að segja hálf feginn því, hvernig hún hafði gefið tilfinning-
um sínum lausan tauminn. Henni hlaut að liða betur fyrir bragðið.
Ég sagði: „Þú veist hvað þú átt að gera.“
Hún kinkaði kolli: „Ég verð eins og lamb. Ég verð full af iðrun og
undirgefni. Ég reyni að gefa þér ekki minna en tíu minútur, eftir að
þeir eru komnir hingað inn til mín. Þegar þú kemur, er rnálið í þínum
höndum."
„Ágætt." Ég gekk fram að dyrunum. „Reyndu líka að standa eins
fjarri þeim og þú getur. Þeir mega alls ekki geta skotið sér balt við
þig, þegar ballið byrjar. Um leið og þú sérð byssuna í höndunum á mér
- - þessa," og ég klappaði á byssuhulstrið, „um leið gætirðu þess, að
þú lendir ekki milli mín og þeirra.“
Hún sagði þurrlega: „Vertu óhræddur! Þeir eru nógu lengi búnir að
nota mig fyrir skjöld!"
Ég brosti. Hún var svo einstaklega einarðleg á svipinn.
„Jæja, þá er best ég hypji mig.“
Hún settist á áhaldastaflann og hallaði sér upp að veggnum. Hún
Jiorfði yfir öxlina á mér, út um dyrnar. Augun voru mild og skær, þegar
hún sagði: „Berðu David kveðju mína.“
Ég lokaði dyrunum og læsti. Klukkan var nærri orðin ellefu. Shaylle
hlaut að fara að koma. Ég horfði niður fjallshliðina á leiðinni að fanga-
varðavagninum, en sá eklti enn til neinna mannaferða.
Ég settist í vagndyi'nar, tók frgjn pipuna og tróð í hana. Enn hafði
allt gengið samkvæmt áætlun. Ég var eini vörðurinn í vinnubúðunum.
Hinir höfðu fylgt föngunum til vinnunar um morguninn. Og úr þvi Mug-
ridge var hvergi sjáanlegur, hlaut hann að hafa farið niður að veg, til
móts við Shayne.
Að mér undanskildum,■ var enginn eftir i vinnubúðunum, nema öldruðu
fangarnir tveir, sem störfuðu í eldhúsvagninum, og Gwen í skúrnum.
Ég reykti margar pípúr og tvisvar var ég búinn að sækja mér kaffi
i eldhúsvagninn, áður en ég sá þá koma upp fjallið. Ég stóð á fætur og
bar hendina fyrir augun. Það var enginn með þem. Þeir voru einir,
Mugridge dálítið á undan, sver og þrekinn í einkennisfrakkanum, og svo
Sha.yne,,! prúðbúinn að vanda og glampaði á gleraugun og göngustafinn.
Shayne var óvanur svona fjallgöngum og þeir vorii lengi að komast
upp að vögnunum. En þegar hann sá mig,- heilsaði hann . méi t gia-ðléga,
og einhvernveginn hafði hann komist þetta án þess áð fá' svo mikið
sem rykkorn á hinar strífpressuðu buxnaskálmar sínar. Hann var með
skjalatösku í annarri hendi, rétt eins og hann væri að fara á skrifstofuna!
Ég stóð á fætur og við heilsuðumst með handabandi.
„Jæja, Gaston, þú ert sjálfsagt .feginn að sjá.fyrir endann á þessu!" .
Ég kinkaði kolli: „Óneitanlega." - h
„Mugridge segir' mér, áð aumingja. stúlkan hafi énn einu sinni~ýferið
að valda vandræðum."’ Sháyrie“hristi höfuðið mæðulega: „Þér er* væntán-
lega farið að skiljast, bvei'njg manneskju við eigum við." Aftur hristi
hann höfuðið, eins og framferði. Gwen ylli þonum, djúprar hrvggðar.
Mig langaði mest til að sparka í hræsnissmettið á honum.
Hann settist við borðið i fangavarðavagninum, opnaði skjalatöskuná,
leitaði i henni og dró fram samanbrotna pappírsörk. Afsalsbréfið, sem
Gwen átti að skrifa undir! Dauðadómur hennar i raun og sannleika.
Mugridge sagði: „Viltu fá hana hingað, eða eigum við að koma út i
skúr?“
Shayne sagði brosandi: „Ef ég nian rétt, er þessi skúr, sem stúlku-
garmurinn er geymdur i, fremur óvistlegur. Nei, ég held við fáum hans
hingað."
Ég flýtti mér að mótmæla. „Ég ræð eindregið frá því,“ sagði ég og
horfði á Mugridge. „Hún er fjandanum þrjóskufyllri, og ef við tökum
hana hingað inn, þar sem hún gerði öll spjöllin, sem nú er verið að
refsa henni fyrir, er alls ekki að vita, hverju hún tekur upp á.“
Eins og mig grunaði, dugði þetta. Ég þurfti ekki annað en minna
Mugridge á, hvernig farið hafði fyrir hinum dýrmætu vinbirgðum hans, til
þess að hann yrði öskurauður af bræði.
„Gaston hefur rétt fyrir sér,“ sagði hann ólundarlega. „Auk þess ætti
hún ekki að vera lengi að klóra nafnið sitt undir þetta."
Shayne yppti öxlum: „Eins og þið viljið, herrai' minir." Hann braut
pappírsöi'kina saman aftur, stakk henni í skjalatöskuna. og stóð á fætur:
,,Jæja?“
Ég sagði: „Þið þurfið ekkert á mér að halda," skilaði Mugridge
skúrlyklinum og stóð í dyrunum og fylgdist með þeim með augummi
Mugridge gekk enn á undan.
Ég sá hann taka hengilásinn frá hurðinni og opna dyinar. Shayne
tyllti sér á tá og gægðist yfir öxlina á honum. Hann hélt á skjalatöskúnm
i annarri hendi og göngustafnum í hinni. Hann var ákaflega virðulegm
og hátiðlegur. Veður var svo stillt, að ég heyrði greinilega ávarpsorð hans
áður en hann hvarf inn um skúrdyrnar:
„Jæja, Gwen, hér er ég kominn með plaggið handa þér að skrifa undii
Franihald í næsta blaði