Vikan - 29.11.1956, Blaðsíða 14
SANNLEIKURINN OG ÞU
Framhald af hls. 3.
ósóma að ieggja alþýðubörn undir fórn-
arhnífinn í stað sinna eigin afkvæma. Nú
hugðu menn, að þetta hefði reitt guðinn
til reiði. Og í örvæntingu sinni byrjuðu'
þeir að gefa honum jafnvel tignustu börn-
in sín. En þótt furðulegt megi teljast, hélt
Rómverjum áfram að vegna betur, þrátt
fyrir hina lýðræðislegu stefnubreytingu
óvina þeirra.
Hvorki einstaklinginn, flokkum né þjóð-
um er treystandi til að koma fram af
drenglyndi og veglyndi, eða að sýna rök-
rétta hugsun, þegar óttinn er annarsveg-
ar. Þar til þú hefur gert þér ljóst, hvað
það er, sem þú óttast, og losnað úr þeim
viðjum, sem óttanum fylgir, geturðu ekki
gert þér vonir um að geta hugsað rökrétt
um mörg mikilvæg viðfangsefni. Það er
upphaf viskunnar að sigrast á óttanum.
— BERTRAND RUSSELL
837.
KROSSGÁTA
VIKUNNAR.
Lárétt skýring:
1 veiðitæki — 3 bót — 9 tré -— 12 tónn —
— 13 stó — 14 gróður — 16 gripa -— 17 afrit
— 20 guðhræddar konur — 22 frumefni —
23 víxl — 25 ask — 26 mannsnafn •— 27 nautar
—- 29 tölu — 31 eldsneyti -— 32 líffæri — 33
bókfær — 35 missir — 37 ryk — 38 gamaldags
— 40 titill, sk.st. — 41 ginna — 42 verr — 44
bjartur — 45 gangflötur — 46 flíka ■— 49 mimn-
fylli — 51 einkennisstafir — 53 víkkun þf. — 54
tónn — 55 gin — 57 skelfing — 58 þrír eins —
59 biblíunafn — 60 á íláti — 62 ritfang — 64
lund — 66 matjurt — 68b fugla •— 69 hljóð —
71 húsdýr — 74 litkast — 76 spil -— 77 stopp -—
79 eytt — 80 ull — 81 verkur — 82 tímamælir-
inn — 83 svif.
Lúörétt skýring:
1 þyngdareining — 2 reyltja — 3 kyrrð — 4
bók — 5 úttekið — 6 samstæðir — 7 fugl — 8
sorg — 10 greinir — 11 vindui- — 13 mannsnafn
— 15 kvenmaður — 18 grannur - 19 skarð —
21 karldýr — 23 auka — 24 borg á Indlandi -
26 hestur — 27 athyglisvert — 28 rógberi — 30
lofttegund — 31 ástarsöng — 32 endir r— 34 hijóð
— 36 kirkjuhöfðingja — 38 óhrein — 39 leiktæki
- 41 nár — 43 sefa — 47 sníkjudýr — 48 land
í Asíu — 49 spil — 50 þrír eins — 52 frostskemmd
— 54 tóm — 56 skjatti — 59 úrkoma — 61
glatt — 63 veikindi — 64 sjólag — 65 aðgæzlu-
leysi — 68 prik — 69 borg í Afríku — 70 vaxa
— 72 er ekki (fornt) — 73 kreik — 74 mánuð-
ur — 75 rödd — 78 ending - 79 sk.st.
Lausn á krossgátu nr. 836.
Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5:
1. Kinar Olgeirsson. Bernharð Stefánsson. —
2. Robinson Crusoe. — 3. Græniand. — 4. Að
(löminum verði ekki fullnægt ef þeir brjóta
(fkiíert af sér næstu 4 árin, en þá fellur refsing
niður. — 5. Anna Karenina. •— 6. Um 80 km.
— 7. Kona Baldurs í norrænu ásatrúnni. Hún
sprakk af bamii, þegar Baldur var drepinn. —
8. Stóríiskar. — 9. Já, það er rétt. — 10. Dalur.
L/ÁRÉTT: 1 líknarstofnanir — 15 ærlegur —
16 klásúla — 17 SI — 18 sin — 19 Ali — 20 lu
21 nam — 23 ske — 24 nm — 26 bn •— 27
ást — 29 GK — 31 eg 32 gafl — 34 uglu —
36 illar — 40 hnall — 41 nauðinu — 42 grannar
— 43 gas — 44 mig — 45 hausaði -— 48 Bernard
— 51 Arnar — 52 Agnar — 53 skal — 55 jata
— 56 K.A. — 57 ih — 59 til — 61 s.a. — 62
ab — 63 Rut — 65 Ósk — 67 ló — 69 sög —- 70
kór 72 la — 73 ertingu — 76 einokað — 78
gangnamannakofi.
LÓÐRÉTT: 1 læsingin — 2 Iri — 3 kl 4
nes — 5 aginn 6 runa — 7 sr. — 8 Ok
9 flak — 10 náleg — 11 asi — 12 nú •— 13 ill
— 14 rauðgulr — 22 má — 23 st —- 25 mala
26 blaðasali — 28 sá — 30 kunningja — 31 ella
— 33 fluguna — 35 gangana — 37 risar — 38
au — 39 ég 40 hamra — 45 háskaleg — 46
arka — 47 in —. 48 bé — 49 rata — 50 drabb-
aði — 54 ei — 58 hrönn — 59 tt — 60 ló -
61 skóna — 64 ugga — 66 skin — 68 óra — 69
sig — 71 rok 72 laf — 74 tn. — 75 um —
76 en — 77 ko.
„Enginn spörfugi fellur til jarðar...“
Eftir MARK TWAIN
Þegai við William Swinton vorum fátækir
blaðamerui, vorum við einu sinni i hræðilegum
peningakröggum. Við þurftum að ná okkur í
þrjá dali áður en dagur væri að kvöldi kominn.
Swinton endurtók hvað eftir annað með barns-
legu tránáðartrausti: ,,Guð gefur okkur áreiðan-
lega þessa aura“. Sjálfur tók ég mér sæti í and-
dyrinu í hóteli noklcru og braut heilann um
þetta.
Allt í einu kom til min hundur, sem lagði höf-
uðið i kjöituna á mér. 1 sömu andrá gekk Miles
hershöfðingi framhjá og stanzaði til að klappa
hundinum
Þetta er fallegur hundur, sem þér eigið
þarna, sagði hann. Viljið þér selja hann?
Ég varð frá mér numinn — því Swinton ætl-
aði að reynast sannspár. Já, sagði ég. Hann
kostar þrjá dali.
Hershöfðinginn varð alveg undrandi: Að-
eins þrjá dali? 1 yðar sporum mundi ég krefjast
100 dala fyrir hann. Hugsið yður vel um . . .
—- Nei, hann kostar aðeins þrjá dali, sagði ég
ákveðinn.
Hershöfðinginn borgaði og fór með hundinn.
Nokkrum minútum siðar kom inn maður, sem
skimaði áhyggjufullur í allar áttir.
—- Eruð þér að leita að hundi? spurði ég.
Hann ijómaði af ánægju. — Já, hafið þér séð
hann ?
—- Já, ég hugsa að ég geti fundið hann fyrir
yður. Sjaldan hef ég séð þakklátari mann. Ég
ympraði á því, að hann hefði sennilega ekkert á
móti því að borga mér þrjá dali fyrir vikið.
— Nei, það getið þér reitt yður á, ungi mað-
ur, ég borga yður fúslega tíu dali.
— Nei, sagði ég. Ég tek aðeins þrjá dali fyrir
það.
Swinton hafði sagt, að guð mundi áreiðanlega
gefa okkur þrjá dali, og það hefði verið guð-
last að krefjast meira.
Ég fór upp í herbergi hershöfðingjans og
sagði honum að ég yrði því miður að fá hund-
inn aftur . . . að ég hefði selt hann í stundar
veiklyndi og sæi nú eftir því. Ég borgaði honum
þrjá dalina til baka og skilaði hundinum til eig-
anda síns.
Með þessu móti þurfti ég ekki að hafa neitt
samvizkubit. Ég hefði aldrei getað notað dal-
ina þrjá, sem ég fékk fyrir hundinn, því þá
hafði ég eignast með óheiðarlegu móti. En dal-
ina þijá, sem ég fékk fyrir að finna hundinn
aftur, þá hafði ég eignast með heiðarlegum hætti.
Maðurinn hefði kannski aldrei fengið hunduui
sinn aftur, ef ég hefði ekki komið til skjalanna.
BRÉFASAMBÖND
Framhald af bls. 2.
eyri. — Hanna Þórarinsdóttir (við pilta eða stúlk-
ur 14—16 ára), Suðurgötu 106, Akranesi. Inga
Jóhannsdóttir, Edda Guðmundsdóttir og Stella
Halldórsdóttir (við pilta og stúlkur 16—20 áral,
allar í Kaupfélaginu í Kópavogi, Álfhólsveg 32.
Þórunn A. Gísladóttir (við pilt eða stúlku 22 23
ára), 52 blð. d’Angleterre, Le Vesinet (S et O)
Prance — Jóhanna Jónsdóttir (við pilt eða stúlku
22 -23 ára), 24 Avenue d’Eylau, Paris 16. France
API VIÐ STVRIÐ
var einn í rúminu og að búið var að kveikja ljósið. Þá heyrði
hann að skolað var niður úr salerninu, Jackie birtist 1 bað-
klefadyrunum, slökkti ljósið, smeygði sér undir sængina, breiddi
vandlega ofan á sig og var skömmu síðar farinn að hrjóta
eins og ekkert hefði í skorist!
Vierheiler kaupir sjimpansana sína til reynslu. Það tekur
hann nokkrar vikur að komast að því, hvort þeir standist
þær kröfur, sem hann gerir til þeirra. Þeir verða að vera
greindir, jafnlyndir, blíðir, geta gengið uppréttir og hæfilega
miklir ærslabelgir, Það er eins með sjimpansana og mennina,
segir dýragarðsstjórinn: sumir eru heimskir og leiðinlegir.
Sjimpansamir eru alltaf í fötum, þegar þeir sýna á leikvang-
inum. Vierheller hefur séð til þess, að þeir setja fatnaðinn í
samband við skemmtanir og frelsi. Þegar hann fer í sjimpansa-
14
húsið og segir: „Komdu, Roy, við skulum fara í bíltúr,“ flýtir
Roy sér feikn hrifinn að klæða sig og þýtur út í bíl.
Þótt sjimpansarnir virðist geta lært nálega allt, sem þjálf-
ara þeirra dettur í hug, eru þeirra eigin uppátæki áhrifaríkust.
Nero hafði til dæmis verið kénnt að ganga á streng. Dag nokk-
um þegar hann var kominn út á hann miðjan, nam hann stað-
ar, klóraði sér í höfðinu, horfði stundarkorn á áhorfendur og
steypti sér síðan kollhnís. Upp frá þeirri stundu gerði hann
þetta daglega, án þess að skrika í eitt einasta skipti fótur á
strengnum.
Sálfræðingar koma stundum í dýragarðinn og láta sjimp-
ansana ganga undir hæfnispróf. Þá rekur oft í rogastans yfir
greind þeirra og getu. Til dæmis var Cookie, 4% árs gamall
sjimpansi, eitt sinn látinn reyna sig við jafngamalt barn. Cookie
og bamið áttu að sjá, hvort yrði fljótara að raða allavega
löguðum kubbum í göt á trébretti.
Og sjimpansinn varð sjö sekúndum á imdan.
— VANCE PACKARD