Vikan


Vikan - 14.12.1956, Blaðsíða 8

Vikan - 14.12.1956, Blaðsíða 8
FIMM AR Russ og Nita Rosene urðu ásátt um að láta ekki áhyggjur fyrir morgundeg- inum spilla fyrir sér líðandi stund í Eftir Russ Rosene ETTA kom yfir mig fáeinum mánuðum eftir lok heimsstyrj- aldarinnar. Ég var loftskeytamaður á flutningaskipinu American Victory. Nú var styrjöldin búin og ég var frjáls ferða minna. Og eitt kvöld sem ég stóð við borðstokkinn og horfði út í myrkrið, gerði ég þá uppgötvun, að mig langaði að sjá þessa makalausu veröld, sem við búum í. Mig langaði að ferðast, kynn- ast nýju fólki, sjá ný lönd. Og ég hét því á sjálfan mig að láta þennan draum minn rætast. Þegar ég hætti sjómennskunni og hélt heim til Kalifomíu, hafði sannarlega ekki hvarflað að mér að giftast. Hvernig átti ég þá að láta drauminn minn rætast ? Mér fannst, að það sem ég ætlaði að gera, það yrði ég að gera einsamall. Svo kynntist ég Nitu — stúlku, sen. hafði nákvæmlega samskonar viðhorf til lífsins og ég. Þetta !:om mér á óvart og ég komst í hálfgerða klípu. En Nita átti efíir þrjú ár af háskólanámi sínu og ég von- aði, að hún mundi iallast á að bíða eftir mér þessi þrjú ár á meðan ég skoðaði mig um í veröldinni. Þó átti ég bágt með að biðja nana um þetta. Þetta var óneitanlega dálítið eigingjarnt sjónarmið. Svo urðum við ósátt kvöla eitt, þegar við vorum úti saman, og næstu dagá leið mér hörmulega. Svo stóðst ég ekki mátið leng- ur. Ég fór rakleitt heim tii Nitu — þetta var um kvöld — og blístraði lágt undir glugganum hennar, því að allir voru háttaðir í húsinu. Fáeinum mínútum seinna opnuðust bakdyrnar og Nita hljóp í fangið á mér. Og þarna rann það allt í einu upp fyrir mér, að ef ég reyndi að fara í ferðalag án Nitu, þá yrði ég áreiðan- lega óskaplega einmana. ,,Heyrðu,“ hvíslaði ég, ,,þú veizt hvað mig langar að gera. En ég get þetta ekki án þín. Við skulum fara saman út í heim. Kannski getum við seinna lokið námi.“ Afkomuöryggi er ágætt, en að okkar dómi var nógur tími til þess að lifa saman ógleymanleg ævintýri. Við vissum, að við vildum ekki slá ævintýrinu okkar á frest af áhyggjum út af morgundeginum. Kannski fengjum við aldrei aftur tækifæri til þess að lifa saman ógleymanleg ævintýri. Við vissum, að við mundum þarfnast einhverra peninga, en við gerðum líka snemma þá uppgötvun, að það er hægt að njóta lífsins á furðulitlum pen- ingum. Við Nita giftumst skömmu eftir kossana okkar þarna í myrkrinu. Við áttum 2.000 dollara (32.000 krónur) samanlagt. Hversu lengi gætum við „slæpst“ fyrir þessa upphæð? Tvö ár? Þrjú? Við ákváðum að láta reynsluna skera úr því. Jú, eitt áttum við enn. 1 stríðinu hafði ég keypt dálitla eyju í Wisconsin, og á henni átti að vera dálítill kofi. Ég hafði keypt hana eftir auglýsingu. Líka átti ég stórt frímerkjasafn, sem ég hafði komið mér upp þau þrjú ár, sem ég var á sjónum. Við ákváðum að setjast fyrs't að á þessari eyju. Við höfðum engar áhyggjur af húsnæðisskortinum, sem allir töluðu um. Við byrjuðum með því að stofna heimili í sendiferðabílnum mínum. Við tókum baksætin úr honum og settum upp tvo legu- bekki, gluggatjöld og hillur. Svo ókum við af stað út í buskann. Það þarf ekki að taka þáð fram, að aðstandendur okkar höfðu feiknmiklar áhyggjur af okkur. Þeir höfðu megnustu ótrú á þessu ,,flani“. Þegar við giftumst, höfðu þeir víst verið að vona, að nú mundum við stofna heimili eins og annað fólk. Og þegar við tilkynntum, að við ætluðum að hafa vetursetu á eyðieyju í Wisconsin, héldu þeir að við værum gengin af göflunum. „Þið verðið gersamlega einangruð,“ sögðu aðstandendur okk- ar. „Hvað skeður, ef þið verðið matarlaus eða slasist eða eitt- hvað þessháttar? Það sem fólki getur dottið í hug! Öll þessi óþægindi fyrir ekki neitt!“ Það stoðaði ekkert þó við reyndum að útskýra, að við lit- um á þetta sem skemmtun, ævintýri. Menn voru sammála um, að við mundum áreiðanlega frjósa í hel. Og svo var varla þur þráður á okkur. Það vildi svo til að fyrsta daginn á eyjunni í Bjarnarvatni, gerði óskaplegt fárviðri með þrumum og eldingum. Við vonim þessvegna naumast fyrr komin inn í kofann okkar en við upp- götvuðura, að hann hriplak. Við vorum á þönum með potta og fötur fram á nótt, en götin á þakinu voru fleiri en pottarnir og föturnar. Að lokum var naumast þurr blettur á kofagólfinu — og varla þurr þráður á okkur. Síst að furða þótt Nita segði að lokum: „Ja, fjölskyldan ætti bara að sjá til okkar núna!“ En storminn lægði og það stytti upp og undir morgun gátum við gengið út saman og séð sólina rísa. Við héldumst í hendur og nutum fegurðarinnar. Nei, svo sannarlega sáum við ekki eftir þessu. Haustið var dásamlega fagurt og við syntum og fórum í rann- sóknarferðir á kænunni okkar eða í bílnum, sem ég hafði lagt á vatnsbakkanum næst eyjunni. Svo gekk vetur í garð og jörðin varð alhvít og það kom ís á vatnið. Þá höfðuin við nóg að gera — fram að hádegi. Við sóttum vatn og viðuðum að okkur brenni og negldum nýja einangrun inn á kofann; hann reyndist sumsé ansi kaldur í fyrstu. Svo fórum við í langar gönguferðir um skógana, sem eitt sinn höfðu verið heimkynni indíána. Við þræddum gömlu einstigin þeirra, uppgötvuðum staðina þar sem þeir höfðu haft tjaldbúðir sínar, lifðum að ýmsu leyti eins og þeir. Það er ódýrt að lifa fjarri menningvmni. Það er alveg furðu- legt hvað maður kemst af með lítið. Við þurftum í rauninni

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.