Vikan


Vikan - 14.12.1956, Blaðsíða 26

Vikan - 14.12.1956, Blaðsíða 26
GISSUR ER ALLS STAÐAR VELKOMINN, NEMA Gissur: Æ, nú er ég búinn að gleyma númerinu Gissur: Ég býst við að ég verði að reyna fyrir Húsráðandinn: Þú átt elcki hér heima, góði mað- á nýja húsinu okkar, og húsin hérna eru öll eins mér állsstaðar, áður en ég kemst heim. ur, en viltu ekki koma inn og horfa á boxkeppni í rökkrinu. í sjónvarpinu? { Gissur: Það verður annað box, ef ég kem ekki heim. Húsráðandinn: Nei, þetta hús á ég. En komdu inn! Það er veizla hjá okkur. Gissur: Það vildi ég gjarnan, en ég er orðinn of seinn nú þegar. Erúin: Er liann ekki sœtur ? Húsráðandinn: Nei, ekki hérna! Við er- um rétt að setjast að borðinu. Viltu ekki borða með okkur ? Frúin: Það er að segja, ef þú getur borð- að baunir og saltkjöt. Gissur: Eg verð að fara heim i matinn, en ég vildi óska að ég þyrfti þess ekki. 1. bridgespilari: Hvað gerir það til þó þú eigir ekki hér heima? 2. bridgespilari: Okkur vantar fjórða mann i bridge. 3. bridgespilari: Látið hann ekki sleppa, stúlkurl Gissur: Æ, einhvern tíma seinna, kceru frúr. Húsráðandinn: Kannski það sé nœsta hús. En Rasmína: Hvað á það að þýða að lcoma svona Gissur: Æ, mig auman! Ég er velkominn á hvert komdu inn .— við erum að sýna kvikmyndir af seint? Hvar hefirðu verið? einasta lieimili við götuna nema mitt eigið. börnunum okkar. Gissur: Því miður....... BLESSAÐ BARNIÐ Pabbinn: Sjáðu hvað ég keypti lianda þér, Lilli. Það er kominn tími til að þú lærir á sjóskíði. Lilli: Ji-i, má ég byrja strax í dag? Lilli: Ég get varla beðið eftir að fá að byrja. Mammanr Pabbi þinn verður að kenna þér, áður en þú getur farið að reyna sjálfur. J 26 Blöðin héma gera mikið af því að birta upp úr erlendum blöðum umsagnir um ísland og íslendinga. Þetta virðist vera vinsælt fréttaefni, og er þess skemmst að minnast, að eitt Reykjavíkurblað- anna hafði það eftir öðru blaði (út- lendu), að við hefðum verið sú þjóðin, sem flest verðlaunin hreppti á Olympíu- leikunum — að tiltölu við mannf jölda. í þessu greinarkomi segir frá því, hvemig vikið var að okkur á erlendum vettvangi fyrir nærri einni öld. Myndir og frásögn era úr hinni nýútkomnu bók: C • Desember, 1872. Isumar var hér á ferð hinn nafnkunni enski ferðamað- ur Ricliard F. Burton. Ferðað- ist hann landveg austur til Heklu og fór síðan sjóveg kringum land og kom á ýmsar hafnir. Burton hefur nú í haust ritað greinar nokkrar í ensk blöð um ferð sína hingað, og eru dómar hans um land og þjóð miður góðgjarnir. Yfirleitt eru greinar þessar óáreiðanlegar og glannalega ritaðar, þótt ekki skuli fortekið að höfundi rat- ist stundum satt á munn. Fáfróðir, drykkfelldir og bláfátækir Teikningar fylgdu frásögn Burtons hins brezka af landi og þjóð. Þetta er íslenzkt eldhús af fornri gerð. Konan uppi í vinstra horni er í spariklæðum. Sú i neðra horninu er hversdagsltlædd. En mynd- in undir þessum línum sýnir reykvískan lögregluþjón, anno 1872. Um menntunarstig íslendinga fer Burton þessum orðum: ,,Að jafnaði kunna Islendingar að lesa, skrifa og reikna, en þegar undanskildar eru þær bók- menntagreinir, sem hníga helzt að ímyndunarafli andans, svo sem fornsögur, guðfræði og skáldskapur, þá eru þeir fram úr lagi fáfróðir, og svo sem vænta má, eru þeir eftirbátar annarra þjóða í öllu því, er lýt- ur að þekkingu náttúrukraft- anna og notkun þeirra, sem og í flestu því er einkennir menn- ingu Norðurálfuþjóða á 19. öld.“ Höfundur segir að alþingi sé gagnslaust og jafnvel verra en ekki, sakir tómlætis og van- þekkingar þingihanna. Öhóf Is- lendinga og óþarfa-eyðsla á að keyra fram úr öllu hófi, og að drykkjuskapnum eru svo mikil brögð, að höfundur kveðst í Reykjavík hafa séð meiri hneyksli af blygðunarlausri of- drykkju á einum degi heldur en á heilum mánuði í Englandi. íslenzkum fylgdarmönnum, er höf. nafngreinir suma, ber hann misjafnt orð. Kveður hann það bábilju eina, að Islendingar séu gestrisnir, þeir séu bláfátækir og féfíknir. Náttúra landsins lítilfengleg Stóri-Geysir er að dómi Bur- tons útlifaður, örvasa aumingi, Hekla hégómi og frægð hennar lygaskrum, Hrafnagjá svolítil hraunsprunga, árnar smálækir, svo að varla getur maður drukknað í þeim — enda kemur íslenzkum manni aldrei til hug- ar að leggja þar út í, sem nokk- ur veruleg hætta er á ferðum. Náttúra Islands er svo f jarri því að mega heita stórbrotin og sér- stæð, að hún má öllu fremur kallast lítilfengleg. Allt, nema ef til vill hraunin, er þar ris- lítið og í smáum stíl. — Á hinn bóginn lofar Burton loftslagið á Islandi um hásumartímann, íslenzka vatnið sé frábærilega hreint og gott, „mjólkin og rjóminn sem maður fær á Is- landi er svo, að ekki fæst slíkt á Englandi“. Yfir höfuð má segja, að all- mikils önuglyndis gæti í skrif- um Burtons, og margt er hann ber á bcrð fyrir brezka lesend- ur, er beinlínis rangt. — Hefur landi vor, Eiríkur Magnússon í Cambridge, rekið helztu firr- urnar ofan í Burton og leiðrétt ýmsar missagnir hans. Hafa greinar þessar birzt í brezka blaðinu „The Standard". íþrótt. Af stað nú! Mamman: Nokkuð sem við höfum mikia þörf fyrir núna — sjúkralcassa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.