Vikan


Vikan - 14.12.1956, Blaðsíða 29

Vikan - 14.12.1956, Blaðsíða 29
Heill hópur tiginna karla og kvenna hef- ur augsýnilega verið grafinn raeð hinni látnu drottningu sinni — og seinna leiddu rannsóknir Sir Leonards í ljós, að þetta var fastur siður í Ur. Furðulegast var það þó, að ekkert benti til þess, að fórnardýrin hefðu verið hið minnsta hrædd. Frá öllu var svo snyrtilega og friðsamlega gengið, að ekkert táknaði til annars en að allt hefði farið fram með kyrrð og spekt. Dá- lítil skál, sem stóð við hliðina á hverju líki, benti til þess, að þeir, sem hlut áttu að máli, hefðu drukkið einhverskonar svefn- eða deyfilyf, og þá ef til vill svo stóran skammt, að hann hafi leitt til dauða. Ekkert benti til þess, að valdi hefði verið beitt; fólkið hlaut að hafa látist í svefni. Maður veit ekki og fær sennilegast aldrei að vita, hvort það var einungis með- vitundarlaust, þegar grafhýsinu var rammlega lokað. En allt hirðfólkið hefur eflaust talið sér skylt að fylgja konungi sínum eða drottningu til þess staðar, sem nú var ætlað, að þau dveldust á eftir dauð- ann. I flýtinum hafði lítil og nett hirð- mær gleymt að setja upp ennisbandið sitt; það lá enn samanvafið þar sem vasi hennar hafði verið. Maður sér hana í anda, dálítið seinbúna að flýta sér að komast í viðhafn- arklæðin, sem hún átti að bera í dauðann. Skyldi hún ekki hafa verið pínulítið kvíð- in? Óneitanlega er þessi æfaforni útfarar- siður dálítið villimannslegur í augum nú- tímamannsins. Því furðulegra finnst manni, hve fornleifarnar, sem þarna fund- ust, bera vott um mikla menningu. Djásn- in, gullskálarnar og bikararnir — allt vitnar þetta um einstakt listfengi og hár- nákvæman smekk fólksins, sem það fylgdi í gröfina. Það leið heldur ekki á löngu, þar til byrjað var að búa til eftir- líkingar af þessum gripum. Og að dómi sérfræðinganna geta þeir naumast verið fullkomnari hvað fegurð snertir. Þeir full- nægja ströngustu kröfum nútímans, jafn- vel þeirra nýtízkulegustu. Látum það liggja milli hluta, þótt skartgripir kvenn- anna sýnist núna dálítið villimannslegir. Konurnar hafa ætíð fylgt dutlungum tízk- unnar, til þess að vera eins aðlaðandi og hægt er, og Shub-ad drottning og hirð- meyjar hennar hafa haft sína tízku og ef- laust komið mörgu karlmannshjartanu til að slá hraðar með hinum íburðarmiklu djásnum sínum. Þegar litið er á einstaka parta af skarti þeirra, eins og til dæmis gullnp laufblöðin, er þetta enda svo fag- urt, að engin nútímakona mundi hika við að bera það. Cripirnir, sem fundust hjá Ur, eru nú í brezka fornminjasafninu í London, í Bagdadsafninu og í Pensylvaniasafninu. Þessar stofnanir skiptu því, sem upp úr liaugnum kom, bróðurlega á milli sín. Önn- ur söfn verða að láta sér nægja nákvæmar eftirlíkingar. Hvað Ur viðvíkur, þá er þar nú allt á ný hulið sandi, því að svo fjarri mannabygð- um er hið forna konungdæmi, og svo mikl- ir eru sandbyljirnir á þessum slóðum, að ógerningur er að varðveita fornleifarnar. Um 400 kílómetra fyrir sunnan Bagdad er dálítil þúst í eyðimörkinni. Undir henni er borgin dauða, borgin sem útför Shub-ad drottningar var gerð frá fyrir um það bil 4600 árum. Það er erfitt ferðalag og ekki hættulaust að komast til lands drottning- ar. Á sandfjallinu er urmull brota úr forn- um búsáhöldum úr leir. Það er það eina, sem minnir mann á, að þama hafi eitt sinn menn lifað og starfað. En undir sandin- um eru leifarnar af höllunum og leirhús- unum, þar sem Shub-ad drottning og kóng- urinn maður hennar réðu ríkjum. HEILABRJÓTAR * Y v ’. ; ' 1. Séu eldspýtur Lagðar eins og myndin sýnir, eru ekki jafn- ar tölur báðu megin við jafn- aðarmerkið. JÞað má laga með því að færa eina eld- spýtu. 2. Búið til níu ferhyrninga úr 24 eldspýtum. Takið síðan burt 8 eldspýt- uí*V þa.nnig að aðeins verði eftir tveir fer- hyrningar. Eldspýtna- þrautir Búið til 4 fer- hyrninga með 12 eldspýtum og færið fjórar eldspýtur úr stað, þannig að aðeins verði 3 ferhyrningar. G A T U R ISLENZKAR Hvað hétu uxar kóngs í höllu? Þeir hétu á öllu og af öllu. • Hvað höggur allan daginn, og sjást þó engin spor eftir? • Fjórir ganga, fimm hanga, einn dinglar aftan við, aldrei kemst hann fram fyrir. • Ýmist geng ég eða stend, þótt enga fætur hafi, ég væri ei til Islands send, ef enga hefði stafi. • Vissi ég af hjónum, var sá munur beggja; mér er það fyrir sjónum, mætti ég til þess leggja, hvernig þau voru í rekkjunni röng, hann var of stuttur, en hún of löng. Upp hann sneri, undan hún leit, ylgdi sig siðan og faldinum sleit, sú ber dökkvan sjónarreit, svo fer hún um í minni sveit, oftast freðin en aldrei heit. FÆREYSKAR Skjýtur frá sær allan dagin, breiðir á seg um náttina. Hús fult innan af mati, og ongar dyr á? Etur við eyganum, spýr við liðini. SKILDU JAfNIR MAÐUR nokkur sagði við annan mann: ,,Ég skal gefa þér 64 krón- ur fyrir hvei'ja spurningu þína, sem ég get ekki svar- að, ef þú gefur mér 48 krón- ur fyrir hverja spurningu rnína, sem þú getur ekki svarað.“ Hinn maðurinn samþykkti þetta, og sá fyrrnefndi lagði fyrir hann spurningu. Þegar hvor um sig hafði spurt þriggja spurninga, gerðu þeir upp reikningana og komust að raun um, að þeir skildu nákvæmlega jafnir. Hvernig stendur á því? KETILSPRENGING iryggingarfélag nokkurt fékk eftirfarandi skýrslu frá farþega á skipi, sem hafði sokkið: „Þegar skipið fór að sökkva, hugsaði ég aðeins um að bjarga lífi mínu. Ég stökk í sjóinn og synti í áttina til lítillar eyjar í nokkurra kílómetra fjar- lægð. Eg synti ýmist bak- sund eða bringusund tii að hvíla mig. Um 45 minútum siðar heyrði ég ógurlegan hvell, sem gaf til kynna, að ketillinn hefði sprungið. En eitt gat ég ekki skilið, nokkrum sekúndum seinna heyrði ég hveiiinn aftur." Skipshöfnin, sem vai i björgunarbát skammt frá hinu sökkvandi skipi, heyrði þó aöeins eina sprengingu. Hvort heldurðu nú, að frá- sögn farþegans hafi verið rétt eða röng? Ef þú álítur, að hann hafi sagt rétt frá, hvaða skýringu geturðu þá gefið á seinni sprenging- unni, sem hann kvaðst hafa heyrt ? Að brenna skrift og láta hana koma fram aftur. Eitthvað er skrifað með eggjahvítu í iófann. Síðan er það sama skrifað með venju- legu bleki á blað. Nú er blaðinu brennt, öslutnni safnað saman og henni nuddað á lófann. Þá kemur skriftin fram. Að láta egg sjóða í köldu vatni. í þennan galdur þarf blikk- dós með tvcföldum botni. Á efri botninum eru göt og það þarf að vera hægt að ná hon- um úr, þó hann falli vel í dós- ina. Milli botnanna er nú sett óiesk’að ltalk. Þegar þessum undirbúningi er lokið, eru óh.rfendum sýnd tvö eða þrjú cgg. Vilji þeir ganga úr skugga um aö þau séu hrá, geta þeir tekið eitt af handahófi og brot- ió það. Áhorfendur fá líka að sjá dósina, án þess að þeir fái þó að meðhöndla hana. Þeg- ar þeir eru orðnir fullvissir um að dósin sé tóm, eru þeir látn- ir sannfæra sig um að vatn í skál eða könnu, sé kalt. Nú er vatninu hellt í dósina, svo það fylli % af rúmmáli heimar, eggin látin ofan í og dósinni lokað. Kalkið lætur vatnið sjóða og að fimm minútum liðnum eru eggin soðin. Að hafa bjór og va.t«n éi>la.n(lað í sama glasi. Sníðið pappaskifu þamúg að hún falli nákvæmlega ofan í ölglas. Nú er glasið hálffyllt af bjór, pappaskífan lögð ofan á bjórinn. Vatni er helt ákaf- lega varlega í glasið. Fappír- inn er tekinn í bui'tu og öllum til undrunar blandast bjórinn og vatnið ekki saman. Nú er óhætt að veðja um það að maður geti drukkið bjórinn, án þess að hella fyrst vatninu ofan af honum. Við það er notað strá, sem er látið síga varlega ofan í glásið. TJr þvi er enginn vandi að sjúga upp bjórinn, og láta vatnið vera eftir. ELDSPÝTUR IM 1. Búðu til úr eldspýtum tvær tolur, sem verða sjö, þeg- ar þær eru margfaldaðai sam- an. Þú mátt nota eins margar eldspýtur og þú vilt, en ekki máttu brjóta neina þeirra. 2. Fáðu þér sex eldspýí^n' og búðu til úr þeim 26, án þess að brjóta neina þeirra. 3. Búðu til sex jaínstóra ferhyrninga úr 17 eldspýtum, þannig að á borðinu liggi tvö- föld röð af ferhyrningum, þrír i hvorri röð. Taktu nú í burtu fimm eldspýtui', «vo að aðeins verði eftir þrír ferhyrningar á borðinu. Ekki má snerta aðrnr en þessar fimm. 4. Búðu aftur ti! sex jafn- stóra ferhyrninga með 17 eld- spýtum, á sama hátt og lýst er hér fyrir ofan. En nú máttu taka sex eldspýtur í burtu, en þá verða aðeins eftii' tveir fer- hyrningar á borðinu. Lausnir (í M.v. J7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.