Vikan


Vikan - 14.12.1956, Blaðsíða 42

Vikan - 14.12.1956, Blaðsíða 42
Hér lýkur raunum þeirra ,,Afturkreistingur var orðið, sem ég endaði ræðu mína á. Ef þig langai- að vita, hvað stendur raunveiulega i veginum fyrir, að þú getir náð ástum konu nú eða framvegis, Twistleton-Twistleton, þá er það sú staðreynd, að þig vantar geisamlega kynþokka, að þú ert svo ferlega ljótur, að mæður gætu notað þig sem grýlu á börn sín. Jafn yndisleg og viðkvæm stúlka og Angelica Brisco þarf ekki að sjá þig útataðan í súkkulaði til að hörfa frá þér full viðurstyggðar, hún gerir það ósjálfrátt, og það er skynsamlega gert af henni." „Er það svo?“ „Svo er nú það.“ „Jæja, en það skal ég láta þig vita, að þrátt fyrir það, sem skeð hef- ur, þrátt fyrir það að hún hefur séð mig, þegar verst gegndi fyrir mér, þá er einhver rödd innra með mér, sem segir mér, að Angelica Brisco elski mig og muni einn góðan veðurdag verða mín.“ „Mín áttu við. Eg get lesið það úr feimnislegu og niðurlútu augnaráði stúlkunnar, Twistleton-Twistleton, og ég er reiðubúinn að veðja ellefu á móti fjórum, að áður en árið er liðið, mun ég ganga út kirkjugólfið með Angelicu Brísco mér við hlið. Ég vil veðja meiru, þrjátíu og þremur á móti átta.“ , „Ég tek veðmálinu." Þáð var, þegar hér var komið sögu, að herbergisdyrnar voru opnaðar. „Afsakið, herrar minir,“ sagði veitingastúlkan. Keppinautarnir tveir störðu á þennan óboðna gest. Hún var þrifleg stúlka, góðleg á svip. Hún néri vinstri fóttlegginn, sem hana virtist kenna til í. Stigarnir eru brattir í veitingahúsinu „Gæsin og engisprettan." „Þið verðið að afsaka, herrar mínir, að ég ryðst svona inn á ykkur,“ sagði veitingastúlkan eða eitthvað í þá áttina, ,,en ég komst ekki hjá að heyra óvart á tal ykkar. Og ég tel það skyldu mína að láta ykkur í té upplýsingar um mikilvægt atriði. Herrar mínir! Öll veðmál eru tilgangs- laus. Ungfrú Angelica Bi'isco er þegar harðtrúlofuð." Þið getið auðveldlega ímyndað ykkur, hvaða áhrif þessi orð höfðu. Porigo lyppaðist niður á eina stólinn í herberginu, og Barmy skjögraði að þvottaskálinni. „Ha?“ sagði Pongo. „Ha?“ sagði Barmy. Veitingastúlkan sneri sér að Barmy. „Já, herra minn. Hún er trúlofuð manninum, sem þér töluðuð við í drykkjustofunni daginn, sem þér komuð hingað." Hin upprunalega yfirlýsing stúlkunnar hafði haft svipuð áhrif á Barmy eins og sextíu mæður hefðu rekið honum löðrung, en við síðari ummæl- in herti hann ofboð lítið upp hugann. „Engin fíflalæti, mín kæra, góða veitingastúlka," sagði hann. „Það var bróðir ungfrú Brisco." „Nei, herra minn." „En hann hét Brisco, og þér sögðuð mér, að hann ætti heima á prests- setrinu." „Já, herra minn. Hann heldur oft til á prestssetrinu, þar sem hann og ungfrú Brisco eru þremenningar. Og þau hafa verið trúlofuð síðan á jóíunum." Barmý horfði hvasst á hana. Honum var mikið niðri fyrir. „Hvers vegna sögðuð þér mér þetta ekki fyrr, vesæla veitingastúlka ? Með yðar hæfileikum til að standa á hleri, hljótið þér fyrir löngu að hafa komizt á snoðir um, að þessi herramaður og ég erum ákaflega ástfángnir af ungfrú Brisco. Og samt láguð þér á þessum upplýsingum og' létuð ökkur eyða tíma okkar til ónýtis og þola óttalegustu hörmungar. Er ýður ljóst, veitingastúlka, að vinur minn hérna myndi ekki hafa orðið að'þola fáheyrðustu móðganir og óheyrilegustu meðferð á skólaskemmt- uniririi . . .' .” " „Já, hei-ra minn. Það var einmitt skólaskemmtunin, sepn herra Brisco var svö urrihugað um að þurfa ekki að fara á, en þangað mundi ungfrú Arigelica hafa héimtað að hann kæmi. Hann fékk herfilega útreið þar í fýri'á. ög'' þáð vai’ þess vegna, sem hann bað mig að gera sér þann sér- staka greiða að minnast ekki á, að hann væri trúlofaður ungfrú Brisco. Hánn sagóí, að héldi hann rétt á spilunum, og gætt væri lítils háttar leýndár og þagnar á í'éttum stöðum, þá væri einhver aulabárður, sem héídi tii í veitingahúsinu, sem hann héldi hann gæti gabbað til að fara i sinn stað. Þér hefðuð átt að sjá, herra, hvernig andlitið á honum ljóm- aði, þegar hanri sagði þetta. Herra Brisco er indælismaður, og okkur þýkir öilum vænt um hann. Jæja, ég má ekki standa hér og masa. Eg verð'að''fara og halda áfram að vinna." Hún fór, og í nokkrar minútur varð þögn í herberginu. Það var Bármy, sem rauf hana fyrstur. „Þegár' öllu er á botninn livolft, höfum við ennþá listina til að lifa fyrir," sagði Barmy. Hann gekk til Pongo og lagði liöndina á öxlina á honum. „Auðvitað ei' þetta hastarlegt áfall, vinur minn . . .“ Pongo hafði tekið hendurnar frá andlitinu og fálmaði eftir vindlinga- veskinu. Augnaráðið var eins og hann væri að vakna af draumi. „Er það nú svo alveg víst," sagði hann. ,,Þú verður að líta á málið frá öllum hiiðum. Er manneskja, sem með köldu blóði lætur mann gang- ast' undir 'aJiar skelfingai' barnaskólaskemmtunar, þess virði að gera sér rellu út af henni?" Baimy tók viðbragð. „Aldrei datt mér það í hug. Eða stúlka, skulum við segja, sem miskunnarlaust varpar saklausum manni fyrir þorpsmæðurnar ?“ „Minntu mig á að segja þér einhvern tíma frá leik, sem heitir „Er herra Hákon heima?" og er fólginn í því, að dreginn er poki yfir haus- inn á þér, og yngri kynslóðin lumbrar síðan á þér með prikum." „Og láttu mig ekki gleyma að segja þér frá móðurinni í rauðbrúnu, viðu kápunni. Þessai'i sem setti allt á annan endann í draugahúsinu í skemmtigarðinum." „Það var strákormur, sem hét Hóras . . . .“ „Það var móðurmynd með karlmannshatt . . . .“ „Ef satt skal segja," sagði Pongo, „þá höfum við misst okkar heil- brigðu dómgreind vegna stúlku, sem vill að mannsefnið sitt sé sauður og rola, sem hún geti snúið í kringum sig eins og skopparakringlu, stúlku, sem sigar æskulýðnum í fæðingarþorpi sinu á fórnardýrið án nokkurs snefils af meðaumkun — í einu orði sagt: prestsdóttur. Ef þig langar að vita, hvernig þú ferð að lifa hamingjusömu og ánægjulegu lífi, Barmy gamli vinur, þá mundu þetta: forðastu prestsdætur." „Samþykkt í einu hljóði," sagði Barmy. „Hvað segirðu annars um, að við fengjum okkur bil og brygðum okkur til höfuðborgarinnar í snatri?" „Það væri sterkur leikur. Og ef við eigum að geta sýnt okkar bezta leik að kvöldi þess ellefta næsta mánaðar, þá verðum við að byrja að æfa aftur á stundinni." „Já, á stundinni." * „Við megum engan tíma missa." „Nei, engan tíma. Ég á frænku, sem kvartar um gigt." „Auðvitað. Hélztu hún mundi hoppa af kæti. Faðir minn getur ekki greitt skuldunautum sínum." „Þeir eru auðvitað löngu orðnir sköllóttir af að bíða eftir borgun frá karlinum. Það er allt í grænum sjó hjá Jóa frænda núna.“ „Það var afleitt.. Hvað hefur hann fyrir stafni?“ „Kennir að synda i Bullhill Creek. Heyrðu, Pongo," sagði Barmy. „Mér dettur dálítið í hug. Þú mátt hafa græna alskeggið í ár." „Nei, nei.“ „Jú, jú, mér er alvara. Ég hef sagt við sjálfan mig einu sinni, ég hef sagt það hundrað sinnum — gamli, góði Pongo verður blátt áfram að fá að hafa græna alskeggið í ár.“ „Barmy!" „Pongo!" Þeir þrýstu höndina hvor á öðrum. Vinátta þeirra hafði komið sterk og sönn úr deiglunni. Eldskírninni var lokið. Cyril Fotheringay-Phipps og Reginald Twistleton-Twistleton voru aftur með sjálfum sér. HÚSGÖGN sem uppfylla kröfur nútímans. GÓLFTEPPI LJÓSA TÆKI allskonar. FINNSKUR kristall KRISTJAN SIGGEIRSSON H.F. fýf;; Jf ■ Laugaveg 13 — Símar 3879 & 7172 Reykjavík 42

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.