Vikan


Vikan - 02.05.1957, Blaðsíða 5

Vikan - 02.05.1957, Blaðsíða 5
að sjá hann svona, eins og steinrunninn á svipinn. Hann gekk til hennar, án þess að segja nokk- urt orð, hallaði höfði hennar að brjósti sér, og fór aftur þegjandi út úr herberginu. 6. KAPLI. Svo löng lest, að síðasti vagninn sást ennþá frá einu þorpinu, þegar dráttarvagninn var að koma inn í næsta þorp, mjakaðist hægt eins og stætisvagn gegnum snjóskaflana. Hermenn stóðu og sátu allsstaðar, jafnvel á útipöllunum aftast á vögnunum. Þetta voru fang- ar, sem höfðu verið látnir lausir, menn af öllu tagi á heimleið, með'kassa sína, poka og pinkla. Ijrt úr hverjum glugga stóðu pinklar, höfuð og bök, og jafnvel í gripavagninum sem á stóð „Pyrir átta hesta" og stóra rennihurðin var dott- in af, lá grá breiöa af mönnum. Tíu þúsund mönn- um hafði verið troðið inn í lestina, sem hafði sæti fyrir þrjú þúsund. Þetta var tötraleg lest, sem rann þarna í gegnum tötralegt landslag. Lestin ók með einum tíunda af sínum venjulega hraða. Það voru ekki lengur til neinar áætlunar- skrár. Stundum þurfti ökumaðurinn að stöðva lestina á miðjum teinunum og bíða þangað til hann gat aftur náð upp gufu. Vélin var slitin, eldsneytið blandað sandi og steinum. Hjólreiðamaður nokkur gat fyrirhafnarlaust haldið i við lestina, þrátt fyrir snjóinn á vegin- um, og jafnvel spjallað við hermennina í glugg- unum. — Já, já, bylting! Þetta verður allt öðru- vísi núna. Þetta breytist allt. Og þegar lestin stanzaði næst, steig hann upp í hana. Það voru ekki lengur neinir farmiöar. Það var ekki leng- ur neitt af neinu tagi. 1 einum klefanum, sem var grár og drunga- legur eins og neðanjarðarklefi og lyktaði af reyk, fúlli gufu og svitaþef, dró hermaður nokkur, sem var að koma frá landi þar sem ennþá var til súkkulaði, upp úr vasa sínum litla stöng af þessu sælgæti í silkipappír. — Nei, hvar fékkstu þetta? Þetta er svei mér merkilegt, ákaflega merkilegt, sagði Bæjari nokk- ur og brosti við. — Leyfðu mér aðeins að lykta af því. Er þetta ekta súkkulaði? Hann fékk að lykta af þvi. Allir störðu á súkkulaðið og á silfurpappírinn, sem skein eins og stjarna i helviti. Það var dauðaþögn meðan eigandi súkkulað- isins skóf ofurlitla ögn af því með vasahnífnum sínum í útrétta lófa klefafélaga sinna og stajtk því sem eftir var í frakkavasa sinn. — Handa krökkunum mínum, skiljið þið. Svo tók hann upp mynd af börnunum sínum og konunni. Smám saman tóku þeir allir myndir af fjölskyldum sínum upp úr veskjunum sínum. Myndirnar gengu mann frá manni. Það heyrð- ist ógreinilegur kliður af frásögnum, lýsingum og upphrópunum. Raddirna voru brostnar af tilfinn- ingum og tárum, sem reynt var að halda aftur af. Þessir menn á heimleið áttu ekkert, ekkert annað en þrá sína. Ríkharður rétti eiganda súkkulaðsins aftur myndina sína. — Ég á ekki mynd af konunni minni. Mig hefur oft tekið það sárt í öll þessi ár, að geta ekki rótað betur til í minninu og munað hvernig hún lítur út. En það líður ekki á löngu áður en ég fæ að sjá hana. — Þá sérðu hana eins og hún er í raun og veru, sagði Bæjarinn. Þetta sama daufa bros lék alltaf um varirnar á honum. Hann var í dökk- um fötum, með linan hatt, og uppsnúið yfirskegg, og hann hafði staðið alla leiðina og haldið sér í farangursgrindina. Hann átti alltaf til vingjarn- leg orð handa öllum. Lestin hikstaði nokkrum sinnum. Svo stanzaði hún enn einu sinni. Mennirnir voru orðnir því van- ir. Þeir héldu áfram að tala saman. Ríkharður staulaðist yfir pinkla og fótleggi félaga sinna, sem sátu á gólfinu. Parangrinum var staflað fyr- ir dyrnar, svo hann klifraði út í gegnurn glugg- ann. Úr næstum hverjum vagni kom einhver. Þeir geispuðu, teygðu úr sér, hnepptu frá neðstu hnöppunum á frökkunum sínum. Snyrtiklefarnir í lestinni voru jafnvel notaðir sem íverustaður fyrir hermennina, eöa þá að ekki var hægt að komast inn í þá fyrir farangri. Ríkharður steig varlega nokkur skref. Hann var að athuga hve vel hann þyldi að ganga. Skömmu áður en hann lagði af stað, hafði hjólið á einum vagninum farið yfir fótinn á honum. Nú var hann búinn að vera á leiðinni í tvær vikur, dag og nótt. Þegar hann var búinn að fullvissa sig um, að lestin mundi stanza þarna nokkra stund, gekk hann svolítinn spöl frá, settist niður í snjóinn og lyfti upp buxnaskálminni. öll húðin á leggnum á honum, alveg frá ökla og upp að hné, var dökkgræn, eins og óþrozkuð plóma. Hinir höfðu allir stigið aftur upp í lestina. Hann stóð einn í þessum skínandi bjarta snjó, eins og svört vel afmörkuð skuggamynd. Hann var breiður um herðarnar, með ekkert merki í húfunni og hermannakápan náði niður á ökla. Augun í honum störðu út úr flókanum, sem augabrúnirnar og skeggið mynduðu, svo að varla sást nokkuð nema nefið, eins og augu í einmana- legu dýri, sem er að leita sér að félagsskap. Þarna sem þetta dökka, óhreina, lubbalega, ógreidda úrkast úr stríðinu nálgaðist farartæki 20. aldarinnar líktist það mest frummanni, rétt ný- komnum út úr heliisskútanum sínum. Hann hugsaði: Eftir tvær klukkustundir verð ég kominn í litla herbergið okkar, til Önnu. En á sömu stundu var hún að hlusta á yfirsetukon- una segja: — Það er allt eins og það á að vera. Þó henni liði ekkert illa, hafði hún látið það eftir Karli að láta skoða sig. Svartur, ógreiddur lubbinn á Ríkharði birtist við gluggann. Hann teygði langa handleggina inn í klefann og félagar hans drógu hann inn. Undir kvöldið rann lestin fram hjá fyrstu hús- unum í úthverfunum og fram hjá löngu, lág- reistu verksmiðjunni, þar sem Karl stóð við vinnu sína. Mennirnir i klefanum höfðu kynnzt vel á leið- inni. Þeir höfðu allir tekið með áhuga þátt í um- ræðunum, jafnvel þegar um mestu smámuni var að ræða. Og þeir spjölluðu reyndar ennþá saman. En nú voru þeir aðeins með hálfan hugann við samtalið. Þó þeir væru allir þarna saman, þá voru hugsanir hvers um sig nú þegar hjá fjölskyldu hans. Ríkharður var óvenjulega staðfastur maður, bæði andlega og líkamlega, hvorki ánægjuleg né gremjuleg atvik megnuðu að raska ró hans, með- an þau voru innan vissra ákaflega langsóttra tak- marka. Hin daglega, endalausa, oft harða og niðurlægj- andi refsing í fangabúðunum, sem hafði smám saman kramið marga af félögum hans og rænt þá síðustu leyfunum af sjálfsvirðingu sinni, hafði ekki haft nokkur áhrif á hann. Meðan ekki var farið út fyrir takmörk þess sem hann gat þolað, meðan enn var hægt að bæta einu strái á hlassið, þá hegðaði hann sér eins og ekkert væri. Aðeins einu sinni hafði þessi sterka stifla i honum brostið. Hann hafði komið glorhungraður heim i fangabúðirnar, eftir að hafa erfiðað allan daginn. Vörðurinn hafði komið inn í braggann og án nokkurar sýnilegrar ástæðu þrifið fatið úr höndum Ríkharðar, hvolft matnum ofan í svaðið á gólfinu og hrópað, um leið og hann benti á hann: — Éttu þetta . . . Éttu þetta, svínið þitt! .. Krjúptu niður og éttu það! Og um leið hafði hann slegið Rikharð i andlitið. Jafnvel þá flíkaði hann ekki tilfinningum sín- um. En allt í einu var hann eins og vél, sem tekin er úr gir með léttu taki á gírstönginni, svo að hún heldur áfram að renna eins og áður, en eng- inn hefur nú taumhald á henni. Hann hafði gengið út, hvorki harðar né hægar en venjulega, farið beint inn í verkfæraskúrinn og tekið hakann sinn. Hann gerði sér það alveg Ijóst, að hálftíma eftir að hann dræpi vörðinn, mundi hann sjálfur verða skotinn. En það hafði ekki lengur nein áhrif á hann. Þetta kom verðin- um einum við, hann hefði ekki átt að ganga svona langt. Nú hugsaði hann ekki um neitt annað. Það lá í augum uppi að hann yrði að drepa vörðinn, alveg eins og það hafði legið i augum uppi, að Frarriháld á bls. 1!/. --- ★ ---- ★ ---- ★ ---- ★ ---- ★ ---- ★ ____ ★ ★ - * I I * I * I + I ★ I * I * I * I ★ I * I ■¥ I I I ★ I ★ -- ★ -- ★ ★ ★ -- Stjörnuspá ársins 1957 (gerð fyrir áramót) MAÍMÁNUÐUR Almennar horfur: Horfurnar gerbreyttar frá því sem þær voru 29. apríl. Vegna stöðu sólarinnar í byrjun mánaðarins, einkennist þetta tímabil af sterkri andstöðu gegn stjórnunum, bæði i þingunum og utan þeirra. Samt sem áður styrkjast ýms vináttubönd. Það verður deilt um landamæri og landsréttindi. Kringum 8. og 19. maí verður ástandið í veröldinni nokkuð drungalegt. Umbrotasöm landsvæði: • Milli 50. og 60. gráða austlægrar lengdar (Arabia, Iran o.s. frv.) • Milli 150. og 180. vestlægrar lengdar (Kyrrahafseyjar). • 1 löndunum milli 0 og 20. gráðu vestlægrar lengdar (Stóra-Bret- land, Frakkiand, Spánn, Algier og Marokko) verður mikill hiti og ólga. Mlkilvæglr dagar: • Heilladagar: 1, 6, 12, 16, 20. • Óheilladagar: 8, 11, 19, 22, 28, 29. Persónuleg málefnl: • Hamingja á heimilunum. ★ I * I ★ I I ♦ I ★ I * I * I * I ★ I ★ I * I ★ I ★ ★ ★ - ★ -- ★ - ★ -- ★ - ★ ★ — Vr ★ — ★ — VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.