Vikan


Vikan - 02.05.1957, Blaðsíða 7

Vikan - 02.05.1957, Blaðsíða 7
ÆVINTÝRIÐ UM RÍKASTA PIPARSVEIN VERALDAR AJÐ var dag einn áriö 1941 sem ungur kanadiskur jarðfræðingur var að ganga að bílnum sínum í Tanganyika og var í heldur þungu skapi. „Hér eiga þeir að vera,“ tautaði hann við sjálfan sig og tók um leið eftir því sér til mikillar skapraimar, að vinstri hjól- barðinn á bílnum var sprunginn. John Williamson gretti sig þreytulega, þurrkaði framan úr sér svitann, saup á vatnsflöskimni, sem hékk við belti hans, og kraup að svo búnu hjá hjólinu. Hann var að skipta um hjólbarða, þegar hann sá glampa á eitthvað imdir bílnum. Hann fleygði frá sér verkfærunum, skreið imdir bílinn og tók upp þennan gljá- andi stein. Þetta var merkilegt augnablik. Því að um leið og dr. Williamson snerti steininn fagra, hafði hann ekki einungis fundið auðugustu demantanámu veraldar, ... MARGARET fékk annan heldur gjörbreytt lífi meir en milljón blökkumanna í Tanganyika. Þótt Williamson ætti naumast fyrir málungi matar, seldi hann ekki þennan fyrsta demant, sem hann fann. Hann geymdi hann i ákveðnu augnamiði. Það var ekki fyrr en Elizabeth prinsessa gifti sig sem hann lét það uppi, hverjum hann hafði ætlað steininn. Hann gaf prinsess- unni hann í brúðargjöf og lét hana þar með njóta þess, hve vingjarnlega hún hafði heilsað honum í það eina skipti sem hann hafði komið í Buckinghamhöll. Það var fyrir styrjöldina, þegar prinsessan, sem átti eftir að ríkja yfir öllu Bretaveldi, var barn að aldri. Árið 1947 fannst alveg óvenjufagiu" gimsteinn á sömu slóðum. Dr. Williamson var sýndur steinninn og tók hann þegar í stað í sína vörslu. Þegar Margaret prinsessa heimsótti Tanganyika fyrir skemmstu, gaf hann henni hann. John Williamson er í dag auðugasti pip- arsveinn veraldar. Hann fluttist uppruna- lega til Suður-Rhodesiu til þess að starfa þar við jarðfræðirannsóknir. Sumarfríum sínum eyddi hann mestmegnis í ferðalög um Mið-Afríku, og árið 1934 ferðaðist hann mikið um hinar gróðurlausu sléttur Tanganyiku. Hann hafði mánuð til umráða, og þenn- an tíma notaði hann til þess að klóra í sandinn þarna og grjótið. Næsta ár kom hann aftur. Honum sagði svo hugur, að einhverstaðar þarna kynni hann að finna demanta. En áður en hann hélt leit sinni áfram, sneri hann sér til yfirvaldanna á staðnum. „Ég er að leita að gimsteinum í Mwadui héraði,“ sagði hann, „og ég óska eftir því að fá námuréttindin þarna.“ Nokknmi vikum seinna voru þrír jarð- fræðingar gerðir út af örkinni til þess að ganga úr skugga um, að nýlendustjórnin væri ekki að hlaupa á sig, ef hún afsalaði sér námuréttindunum. Þeir komu aftur með þær upplýsingar, að þarna í brenn- heitri auðninni leyndust vissulega engir verðmætir steinar. Afleiðingin var sú, að umsókn dr. Williamsons var samþykkt og hann fékk til yfirráða landsvæði, sem var margfalt stærra en hann hafði beðið um! Árið 1939 voru peningar hans gjörsam- lega þrotnir. Þá bauðst indverskur lög- fræðingur í Nairobi til þess að styrkja hann f járhagslega. „Það er bókstaflega smitandi, hve sterka trú þú hefur á þessu fyrirtæki,“ tjáði lögfræðingurinn Williamson. Árið 1940 fann hann jarðlög, sem mjög bentu til þess, að þarna væru demantar. Öll skilyrði virtust fyrir hendi. Aðeins eitt vantaði — nefnilega sjálfa demant- ana. „Samt hafði ég það á tilfinningunni, að demantarnir væru alltaf undir fótum mín- um,“ sagði dr. Williamson mér, þegar ég bað hann að segja mér sögu sína. „En það stoðaði lítið. Maður finnur ekki fjársjóð á mörg þúsund fermílna svæði með því að klóra í jörðina með skóflu og haka. Jú, ég fann þess ótal merki, að þarna ættu dem- antar að vera. En þegar ég reyndi að rekja slóðina, hvarf hún í sandinn og klappirn- ar.“ I desember 1940 lá við borð að hann gæf- ist upp. Hann veiktist, en blökkumennimir V ELIZABETH fékk einn... á staðnum skutu yfir hann skjólshúsi og hjúkruðu honum. Hann hafði hvað eftir annað teflt á tæpasta vaðið. Einu sinni fannst hann nær dauða en lífi af þorsta sextíu mílur frá næsta vatnsbóli. Það varð honum til lífs, að ungur svertingi rakst á hann og gat gefið honum vatn. Seinna beit grænn mamba snákur hann í • fótinn en fáar nöðrutegundir í veröld- inni eru eitraðri. Enn var það svartur mað- ur, sem bjargaði lífi hans. Hann risti á fótinn, saug eitrið úr sárinu og bar á það smyrsl, sem hann bjó til úr trjálaufum. Williamson gat ekki stigið í fótinn í viku, en hin skjóta hjálp bjargaði honum frá bráðum bana. Þrátt fyrir þetta mótlæti, hélt William- son áfram leit sinni fram á sumarið 1941. Það var þá sem hann komst nauðugur viljugur að þeirri niðurstöðu, að draumur hans væri — aðeins draumur. Hann var búinn að leita í sjö ár að demöntum, án þess að finna einn einasta. Saga Williamson demantanámanna hófst daginn sem hann fann steininn und- ir bílnum. Hann hélt rakleitt til lögfræð- ingsins vinar síns í Nairobi. Þeir komu sér saman um að halda fundimun leyndiun. Það var ekki fyrr en Williamson hafði náð saman nógu miklu fé til þess að hefja vinnslu fyrir alvöru að fregnin barst út. Hann reisti heila borg yfir starfsfólk sitt. Hann sá því fyrir skólum, sjúkrahúsi, kvikmyndahúsi, sundlaugmn og ýmsvun öðrum þægindum. Síðan gerði hann samn- ing við De Beers, voldugasta gimsteinafyr- irtæki veraldar, um dreifingu demantanna. Svo fór þó, að hann varð óánægður með starfsaðferðir fyrirtækisins og neitaði að láta það fá steina til sölu. Forstjórar De Beers minntu hann sam- stundis á, að samkvæmt samningnum, mátti hann ekki láta nein önnur fyrirtæki annast sölu steinanna. Dr. Williamson ypti öxlum og keypti sér einhver fim af niðursuðuglösum, og í þessi glös fór hver einasti steinn, sem kom upp úr námunimi Framhald á bls. V). VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.