Vikan - 23.05.1957, Síða 5
Towson. í>eir hefðu lltið forskot. Sennilegast mundi sjást til þeirra einhvem-
tíma á morgun. Það var því um að gera að halda áfram, og þá mundi gátan
leysast af sjálfu sér.
„Ég heimtaði strax í morgun að við gæfum okkur tima til að líta í kring-
um okkur,“ andmælti Amos. „Mér er spurn, hvar er aðalflokkurinn indíán-
anna, sem þessir náungar hérna tóku sig út úr? Sé hann á undan okkur,
þá er það út af fyrir sig. En sé hann á bak við okkur, þar sem fólkið okk-
ar er, þá —“
Aron hneigði höfuðið andartak eins og hann væri að biðjast fyrir; en þeg-
ar hann leit upp, voru augun I honum þvengmjóar rifur. Hann horfði á
Amos Edwards. Og Martin Pauley, sem hafði séð í þessar rifur áður, vissi,
að Aron yrði ekki haggað.
„Snúðu við, Mose, ef þér sýnist," sagði Aron. „Ef þú óttast það, sem
er framundan, eða það sem er á bak við okkur, þá þarfnast ég þín ekki
lengur."
Hann sneri hesti sínum og reið af stað. Tveir eða þrir hikuðu, en enduðu
með því að fylgja honum eins og hinir.
Amos var aftur kominn með hendurnar I buxnavasana og lét hestinn
fýl&ja hinum eins og honum sýndist; og Martin sá að Amos var rétt einu
sinni kominn I sjálfheldu. Þetta var slfellt að koma fyrir hann, og það
virtist á stundum hafa gagnger áhrif á líf mannsins. Hann hafði margt
gert um'dagana. Hann hafði verið I hernum i sex ár samfleytt og átt
mýmarga húsbændur og allsstaðar komið sér vel. Hann var harðduglegur
maður og hafði enda þráfaldlega verið settur yfir aðra menn. Enginn
skildi almennilega hvernig á því stóð, að alltaf endaði hann aftur
hjá yngra bróður sínum án þess að þeir gerðu með sér nokkra samninga
um kaupið.
Nú var augljóst, að honum var efst 1 huga að hætta við eftirförina og
snúa heim. Þótt hann gerði það, yrði hann naumast kallaður heigull.
En meðal sléttubúanna kynni það samt sem áður að hafa það I för með
sér, að hann fengi á sig orð sem hvikull maður og eigingjarn; jafnvel
ekki að vita nema Edwardsfólkið fengi á sig slíkt orð.
Svo að Amos húkti á hestinum eins og hveitipoki, og hreyfðist aðeins
vegna þess að hann sat semsagt á hesti og þessum hesti þóknaðist að
•elta hina hestana.
Og svo var hann allt í einu laus úr sjálfheldunni.
Brad Mathison, sá elsti Aronbræðranna, var langt á undan hópnum.
Þeir sáu hann hverfa yfir hæð í góðri tveggja mílna fjarlægð. Andartaki
seinna birtist hann aftur, stöðvaði hest sinn þar sem hann bar við himin
og hélt riffli sínum yfir höfði sér með báðum höndum. Þetta þýddi „fundn-
ir“. Svo hvarf hann aftur sjónum þeirra bak við hæðina.
Hinir slógu i hestana og riðu allt hvað af tók. Þeir geystust yfir
hæðina og við þeim blasti breiður dalur. 1 dalnum var hjörðin. Einhverra
hluta vegna höfðu þjófarnir skilið við hana þarna.
Brad var kominn niður í dalinn og stefndi á hæðardrögin hinumegin
og fór mikinn.
„Bölvaður grasasninn," sagði Amos. „Hvert læst hann vera að íara!"
Hann skaut upp í loftið, svo að Brad leit aftur fyrir sig á sprettinum.
Aron gaf honum merki um að koma. Brad lét sér segjast, en ólundar-
iega. Nú sá Aron einhverja þúst svosem fimmtíu metra út frá sér. Hann
fór að aðgæta þetta. Það var ein kýrin og hafði verið höggvin með öxl.
Lifrin var úr henni, en skrokkurinn var að öðru leyti ósnertur. Þegar eftir-
reiðarmenn sáu þetta, litu þeir þegjandi hver á annan. Það voru för eftir
skinnskó hjá hræinu. Amos renndi sér af baki og Martin Pauley. Amos
rak fótinn i skepnuna og sagði: „Naumast meir en níu til tíu tímar."
Svo sneri hann sér að Lije Powers: „Kannastu við förin?"
Lije klóraði sér í hárlubbanum. „Indíánar," sagði hann með prakkara-
svip. Hann var að vera fyndinn, en enginn hló.
Þeir riðii á móti Brad.
„Það liggja fimm dauðar hérna niðri í dalnum," sagði hann. „Þær
hafa verið stungnar. Sé ekki betur en þeir hafi notað spjót. Og spjótin
hafa gengið á milli rifjanna, beint í hjartað. Aldrei séð svona aðfarir áður.“
„En það hef ég,“ sagði Lije Powers. „Þetta er handbragð Comanchanna.
Þeir eru þeir einu, sem kunna að handleika spjót nú á dögum."
„Þeir eru ekki að þessi að gamni sínu,“ sagði Amos. Hann var brúna-
þungur, þegar hann sneri sér að Aron. „Það er morðhugur I þeim sann-
aðu til. Þeir eru komnir á stjá fyrir alvöru og þeir ætla sér annaðhvort
bæinn þinn eða Henrys. Trúirðu mér núna?“
Aron hneigði höfuðið. Hann sagði lágt: „Get ég annað?“
„Þetta var herbragð," sagði Amos. „Þeir þurftu að losna við okkur.
Og þeir eru búnir að vera lausir við okkur síðustu sextán tímana!"
„Efast um þeir hefjist handa fyrr en tunglið er komið upp. Ekki
Comancharnir." Það var Lije, sem talaði. Og hann talaði af langri reynslu.
„Með tunglinu! Hér er ekki hestur sem kemst þetta fyrir miðnætti!"
Brad Mathison sagði milli samanbitinna tannanna: „Það skal reynt
að minnsta kosti." Hann snarsneri hesti sínum og hleypti af stað.
Aron öskraði: „Stöðvaðu hestinn!" og Brad svaraði með því að keyra
hann áfram.
Flestir hinna fóru að dæmi hans, bölvandi hestunum og sjálfum sér.
Charlie MacCorry hafði vit á að hrópa: „Hvorn bæinn tökum við fyrst!"
Mose Harper hrópaði: „Bær Mathisons er nær. Við tökum hann.“ Og
síðan yfir öxlina á sér til Amos: „Ef allt er í lagi þar, komum við beint
yfir til ykkar!"
Martin Pauley sveið i hjartað þegar hann hugsaði til þess, hvernig
aðkoman kynni að verða heima, og Lauiie var líka ofarlega I huga hans,
svo að þeir, sem honum þótti vænt um, voru á báðum bæjunum. Hann ið-
aði af óþreyju, en þvingaði sjálfan sig til þess að fara að dæmi Amos,
Til minningar um..
Ibænum Newport á Rhode Island í Bandaríkjunuin
stendur minnismerki, sem hugrökkum manni var reist.
Hann borðaði tómat.
Enginn Bandaríkjamaður hafði lagt sér tómat til
munns fyrr en þennan sólbjarta sumardag árið 1883, þeg-
ar ofurhuginn Michele Felice Corne beit í þann fyrsta.
Hann hafði verið varaður við hættunni, því að það var
trú manna, að „ástareplið," eins og tómatinn var þá kall-
aður, væri baneitraður.
I dag leggja margir lykkju á leið sína til þess að skoða
minnisvarðann. Meirihluti þessa fólks fæst við tómata-
rækt eða niðursuðu tómata, og á þannig velgengni sína
að Jiakka hugrekki Cornes.
Á Rhode Island stendur líka einkar fagur minnisvarði,
sem helgaður er minningu Rhode Island hænunnar, en það
kyn er frægt um gjörvöll Bandaríkin. Og fyrir skemmstu
var í sama landi reistur minnisvarði Josephs nokkurs
Priestly, sem fyrstur manna varð til þess að framleiða
sódavatn.
En þar með eru síður en svo upp talin öll óvenjuleg
minnismerki veraldar.
Það er ekki ýkjalangt síðan afhjúpaður var við Keio
háskólann i Tokyo minnisvarði yfir þá 100,000 froska,
sem stúdentar við skólann höfðu þá krufið í vísindaleg-
um tilgangi.
Fyrir rúmlega hundrað árum, gerðu engisprettur inn-
rás í Utah dal í Randaríkjunum, en þar stóðu miklir korn-
akrar. Þetta kom sér einkar illa, þar sem Mormónarnir,
sem dalinn byggðu, voru rétt að koma fótunum undir sig
og þetta átti að verða fyrsta stóruppskeran þeirra.
Þegar engispretturnar birtust, virtist allt glatað. En
þegar kvikindin voru um það bil að byrja að háma í sig
kornið, birtist urmull máfa frá Saltvatni hinu mikla.
Þeir réðust að engisprettunum og uppskerunni var borgið.
Mörgum árum seinna, eða nánar tiltekið árið 1913, var
máfunum reist minnismerki á Temple torgi í Salt Uake
City.
Hundum hafa líka verið reist minnismerki. Eitt stend-
ur á járnbrautastöð einni í Tokyo. Það var sett upp til
minningar um hund sem prófessor við Konunglega há-
skólann átti.
Hundurinn fylgdi prófessornum daglega á jámbrauta-
stöðina, þegar hann fór til vinnu sinnar. Prófessorinn
steig upp í lest sína og hundurinn vinur hans hélt heim-
leiðis. Svo mætti hann á hverju kvöldi aftur á járnbrauta-
stöðinni til þess að fagna húsbónda sínum.
En dag nokkurn kom prófessorinn ekki. Hann hafði
orðið bráðkvaddur í skólanum.
í átta ár samfleytt fór hundurinn daglega til járnbrauta-
stöðvarinnar, beið þar fram í myrkur, hélt síðan heim.
Þegar hann dó líka, sögðu japönsku blöðin frá trygð hans.
Árangurinn var sá, að efnt var til almennra samskota og
minnisvarðinn reistur fyrir peningana, sem inn komu.
Það er líka í frásögur færandi, að reistur hefur verið
minnisvarði yfir einn einasta fót. Fótinn átti brezki lá-
varðurinn Anglesey, sem var landstjóri á Irlandi.
Lávarðurinn var feiknhreykinn af fótunum á sér. Og
þegar annar var skotinn undan honum í orustunni við
Waterloo, lét hann taka honum sérstaka gröf á vígvell-
inum og merkja gröfina með fallegum steini.
— W. C. MURPHY
sem tók hnakk og beisli af hestinum sinum, eins og ekkert lægi á. Þeir
leyfðu hestunum að bíta. Hvildin og grasið mundi flýta ferð þeirra, þótt.
biðin væri óskemmtileg.
Svo voru þeii' lagðir af stað og Amos fór fyrir. Hann var búinn að
gera það upp við sig, að á þessari ferð yrði hann að drepa blessaðan
hestinn undir sér. Því að milli þeirra og ástvina þeirra voru fullar átta-
tíu mílur.
Framhald i nœsta blaði.
VIKAN
5