Vikan


Vikan - 23.05.1957, Blaðsíða 6

Vikan - 23.05.1957, Blaðsíða 6
 Ovenjuleg frásögn um óvenjulega konu ÞAÐ VAR GALDUR! Sjónhverfingamennirnir hjuggust ekki við miklu. . Það sem þeir sáu gerði þá forviða. t'R galdur til — ósvikinn galdur? Ég á ekki við sjónhverf- ingar. Ég á við galdur í ströngustu merkingu þess orðs — eitthvað, sem ekki er hægt að gera nema með því að brjóta náttúrulögmálin. Einu sinni spurði ég Joseph Dunninger þessar spurningar, en hugsanaflutningur hans í sjónvarpsþáttum hefur á undan- fömum árum vakið furðu milljóna manna. Dunninger hefur í nærri því fimmtíu ár fengist við sjónhverfingar. Hann þekkti ýmsa af annáluðustu sjónhverfingamönnum veraldar; var til dæmis góður kunningi hins óviðjafnanlega Houdinis. Sjónhverfingamenn hafa yfirleitt litla trú á „galdramönn- um.“ Þessvegna gerði svar Dunningers mig forviða. „Jú,“ svaraði hann, „einu sinni sá ég ósvikinn galdur. Það gerðist fyrir mörgum árum, 1918 eða 1919 held ég helst.“ Dunninger var nýkominn til New York úr sýningaferð um Nýja-England. Hann hélt rakleitt til Martinka, en svo nefndist fyrirtæki eitt, sem eingöngu seldi sjónhverfingatæki. Það var stærst sinnar tegundar í Bandaríkjunum og auk þess einskonar r E c c Cj I c c I = s = t ÞAÐ fylgir þessari mynd, að flóðhesturinn sé alls ekki | að hlægja. Hann sé bara að fagna sumri, að i | gapa á móti góða veðrinu. Hann á heima í dýragarðinum | i í London. samkomustaður þeirra sjónhverfingamanna, sem áttu leið um New York. Hann gekk inn. í einu herberginu var Harry Blackstone að skemmta nokkrum stafrsbræðra sinna með nýjum töfrabrögð- um. Blackstone er nú orðinn 72 ára, en er enn þann dag í dag einn slingasti og frægasti sjónhverfingamaður veraldar. Black- stone var að dunda við að láta spil hverfa milli fingra sér, heilan stokk. Leon, annar frægur sjónhverfingamaður klappaði honum óspart lof í lófa. Leon var sífellt að líta á úrið sitt. Loks tautaði hann: „Þessi Dilger, hann er að gera mig vitlausan. Hann mælti sér mót við mig héma klukkan átta. Og nú er hún orðin níu.“ Dilger var afburða tækjasmiður. Hann smíðaði sjónhverf- ingatæki eftir pöntun. „Er Dilger að smíða eitthvað fyrir þig?“ spurði Blackstone. „Svo á að heita,“ sagði Leon fýlulega. „Ég pantaði hjá hon- um skáp, sem hestur á að hverfa í. En hingað til hef ég ekkert fengið nema loforð, loforð og aftur loforð." I sömu svifum birtist Dilger. Hár hans var úfið og augun tindruðu. Hann var sýnilega allur í uppnámi. „Með leyfi, hvenær fæ ég skápinn minn?“ hrópaði Leon. „Herrar mínir,“ sagði Dilger hátíðlega, „ég er búinn að leggja smíðatólin á hilluna. Ég er búinn að uppgötva sýningar- þátt, sem engin sjónhverfingabrögð jafnast á við. Ég hef hugsað mér að verða milljónamæringur.“ „En þú ert enginn sjónhverfingamaður." „Blessaðir verið þið, ég ætla ekki að koma fram sjálfur. Ég ætla að stjórna þættinum. Þetta er kvenmaður, góðir hálsar. Rosamunda. Eg uppgötvaði konuna. Hún heitir Rose réttu nafni. Ég breytti því í Rosamundu.“ „Fæst hún við sjónhverfingar ?“ „Nei.“ „Spilagaldra.“ „Ónei, ekki aldeilis." Sjónhverfingamennimir hlógu hæðnislega. „Bíðið bara við!“ sagði Dilger. „Reyndar ætlaði ég mér ekki að sýna Rosamundu strax. 1 kvöld er æfing hjá okkur. Hún er stödd heima hjá mér.“ Hann hneppti allt í einu að sér fraltk- anum. „Komið þið,“ sagði hann ákveðinn. „Já, þið skulið bara koma allir. Þá getið þið sannfærst um þetta sjálfir." Sex þaulvanir sjónhverfingamenn eltu Dilger út í leigubíl. Hann átti heima í kjallaranum í gömlu og hrörlegu steinhúsi við 39. stræti. Sjónhverfingamennirnir voru hlægjandi og mas- andi þegar þeir gengu inn í anddyrið. En allt í einu þögnuðu þeir. Þeir höfðu komið auga á konuna í stofunni. „Hún líktist galdranorn" sagði Dunninger, þegar hann sagði mér sögima. „Þetta var ófrýnilegasti kvenmaðurinn sem ég hef nokkumtíma augum litið.“ Vildi hjálpa frœnda sínum. Hún var há og gild og vöðvamikil og með alveg ótrúlega stórar hendur og fætur. Andlitið var hörkulegt og karlmanns- legt. Það mátti engu muna, að hún væri með skegg. Hún var í látlausum, svörtum kjól. Og augun í henni voru eins djúp og svört og stór og stjörnulaus næturhiminn. Á leiðinni hafði Dilger tjáð félögum sínum, að konan væri armensk. Hún var ógift. Hún hafði tekið ungan frænda sinn í fóstur, strákhnokka að nafni Walter. Dilger hafði rekist á hana í matvörubúð. Hún hafði sagt honum, að hún vildi koma fram opinberlega, til þess að geta kostað Walter litla til náms. Hún sannaði hæfileika sína með því að lesa úr lófa Dilgers. 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.