Vikan


Vikan - 23.05.1957, Qupperneq 7

Vikan - 23.05.1957, Qupperneq 7
„Hún sagði mér bókstaflega allt,“ sagði hann. „Nefndi hvem einasta sjúkdóm sem ég hafði fengið frá fjögra ára aldri, og sagði mér hvenær og hvernig ég hefði veikst. Hún vissi að ég var að smíða skáp fyrir Leon. Hún vissi allt. Ef nokkur er skygn, þá er hún það. En það er ekki aðalatriðið. Hún býr yfir ennþá merkilegri krafti.“ Sjónhverfingamennirnir sóttu sér stóla og settust andspænis Rosamundu. Hún þagði. Þau töluðu ekkert saman, Dilger og hún. Hún horfði beint á komumenn með þessum stóru koldimmu augum. „Herrar mínir,“ sagði Dilger, „ég er hér með reglustriku.“ Hann brá henni á loft; hún var hátt í meter. Hann lagði hana í kjöltu konunnar. „Við erum tilbúnir, madam,“ sagði hann lágt. Finguigómar hennar snertu báða enda reglustrikunnar. Hún byrjaði að lyfta handleggjunum, hærra og hærra. Og reglustrikan — hún hófst líka á loft, eins og hún væri límd við fingur konunnar. En enginn sjónhverfingamannanna gapti af undrun. Hvaða skrípalæti voru þetta? Það var lélegur sjónhverfingamaður, sem ekki kunni að leika þessa list á ótal vegu. „Herrar mínir,“ sagði Dilger og brosti, „ég sé, að þið eruð ennþá vantrúaðir. Má ég vekja athygli ykkar á þeirri stað- reynd, að konan ber engan hring. Né hef ég fundið upp nýtt púður eða lím bragðsins vegna. Satt að segja munið þið næst fá að sjá, að reglustrikan snertir ekki fingur hennar.“ „Ekki hægt!“ urraði Dunninger. „Nei, auðvitað ekki,“ svaraði Dilger sigri hrósandi. „Eruð þér tilbúnar, madam?“ Aftur leituðu fingur hennar út til enda reglustrikunnar og aftur sveif hún hægt á loft, eins og borin af ósýnilegum hönd- um. 1 þetta skipti lyfti svartklædda konan höndunum, uns þær Heilsufar og pólitik HEIMSFRÉTTIRNAR snúast stundum heilmikið um | heilsufar Eisenhowers forseta. Hér er hann með | Stassen, afvopnunarsérfræðingi sínum. Eftir myndinni að | dæma, er Eisenhower hinn hressasti. Engu að síður hafa | ýmsir Bandaríkjamenn áhyggjur af því, hvemig fara | mundi, ef hann félli frá á miðju kjörtímabili. *.......... ....... I Fór á laun til Kína S | TTENRY BUSH heitir I þessi maður. Hann er í 42 ára atvinnuflugmaður. | Fyrir skemmstu komst hann í fréttirnar. Það f upplýstist, að hann hafði | flogið á laun til kínverska | meginlandsins og sótt | þangað unglingspilt, sem í fullyrt er að verið hafi í f haldi hjá kommúnistum í sex ár. Pilturinn er son- ur kínversks kaupsýslu- manns. Það fylgir ekki fréttinni, hve mikið Bush hafi fengið fyrir ferðina. Myndin er tekin af honum skömmu eftir komuna til Tokyo. ................... voru í augnahæð. Hún stóð upp og gekk hring í herberginu. Það var að minnsta kosti tomma milli fingurgóma hennar og reglustrikunnar! Sjónhverfingamennirnir spruttu á fætur, þegar þeir sáu þetta. Þeir þyrptust í kringum hana. Dilger lét þá fara sínu fram. Þeir struku höndunum um loftið. Þeir voru að káfa eftir svörtum þráðum og leyndum vírum. Þetta hlaut að vera gert með brögðum. Dilger hlaut að hafa dottið niður á nýtt sjónhverfingabragð . . . En væru hér brögð í tafli — hvernig í ósköpunum fór hún að þessu? Rosamunda lét vinstri hendi falla. Nú hékk reglustrikan í lausu lofti og aðeins önnur hendin yfir henni. „Kann hún nokkud fleira „Nú munum við gera aðra tilraun, sem er nokkuð erfiðari," tilkynnti Dilger. „Ég er hér með ósköp venjuleg skæri. Kærið þið ykkur um að skoða þau?“ Skærin gengu á milli sjónhverfingamannanna, stór skæri, svipuð þeim sem notuð eru á saumastofum. Þeir skoðuðu þau gaumgæfilega. Þau voru mjög þung. „Við erum tilbúnir, madam,“ sagði Dilger. Hún lét skærin hvíla í lófum sínum. Svo teygði hún út hand- leggina, svo að hendur hennar hættu að snerta málminn. En enn héngu skærin þarna í lausu lofti, eins og öflugt segulstál héldi þeim þar. Hún gekk hægt framhjá sjónhverfingamönnunum. Skærin fóru á undan henni. Það var þýðingarlaust að leita að leyndum þráðum eða vírum. „Ég held _að við látum þetta nægja í kvöld,“ sagði Dilger allt í einu. „Ég vil ekki þreyta hana.“ „Kann hún nokkuð fleira?“ spurði Blaekstone varfæmislega. „Hún getur allt,“ sagði Dilger rólega. „Sem stendur emm við að æfa svif.“ „Hún getur — svifiQV‘ spurði Dunninger. „Sex tommur frá gólfi,“ sagði Dilger hreykinn. „Já, herrar mínir, ég hélt líka í fyrstu að þetta væru eintómar ýkjur. Nú er ég ekki sá auli. Ég er búinn að ráða hana í viku á smá skemmti- stað hér í grendinni. Þegar hún er búin að sýna hvað hún get- ur, kemur hitt af sjálfu sér. Það hlýtur að verða slegist um hana. Góða nótt, herrar mínir.“ Það var ekki laust við að sjónhverfingamennirnir, sem héldu heim til sín þetta kvöld, væm dálítið annars hugar. Dunninger var sifellt að tauta: „En þetta er ekki hægt!“ Tveimur vikum seinna lagði hann leið sína í lítið en þokka- legt fjölleikahús í New Jersey. Hann var fullur eftirvæntingar,; hver yrðu viðbrögð áhorfenda, þegar þeir sæju þessi undur? Á auglýsingaspjaldinu var nafnið hennar: Furðukonan Rosa- munda. Hljómsveitin lék stutt lag og tjaldið var dregið frá sviðinu. Framhald á bls. ík- VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.