Vikan


Vikan - 23.05.1957, Page 8

Vikan - 23.05.1957, Page 8
GARMURINN HANN GISSUR Gissur: Hún er svei mér erfi-6 þessi Gissur: Rasmina, hvaöa nafn á vikublaði er meö fimm krossgáta. stöfum, byrjar á „v“ og endar á „n“f Rasmina: Drottinn minn, hvílíkur auli! VIKAN auövitaö! Rasmína: Ef þú heföir tek- iö þér fjölskylduna mína til fyrirmyndar og nennt aö læra eitthvaö, þá gengi þér betur iö leysa krossgátur. Þjónninn: Frú Masína spyr eftir yöur. Rasmina: Sú ólukkans kjaftakind. Bara aö snapa eftir sögum til þess að bera, út. En ég verö vist aö taka á móti henni. Masina: Ó, livaö það er gaman aö sjá þig elskan! Rasmína: En þú draumur aö lita inn! Gissur: Bíöum nú viö! B-e-t-r — Meiri lengdin á þessu oröi. Verö vlst aö biöja Rasmínu aö hjálpa mér. Gissur: Rasmina, hvemig stafarðu betrun- Rasmína: Hvernig í ósköpunum ætti ég aö vita, hvcrnig arhúsf jafn andstyggilegt og ódannaö orö er stafaöf Og í guöanna bænum hœttu aö trufla mig meö þessum eilifu krossgátum! Gissur: En ég er ekki aö leysa krossgátu, Rasmína. Ég er einfald- lega að reyna aö skrifa utan á bréf til hans Skugga-Svems bróöur þíns. Hann hlýtur aö vera einmana þama í tukthúsinu — Masína: Þetta er ansi merkilegt! Skugga-Sveinn: En, Gissur, þeir leyfa þér elcki aö gista hérna. Gissur: Jújú, Skuggi! Ég þekki tukthús- stjórann, og hann sagöi, aö mér vœri vel- lcomið aö fela mig hérna i tvær þrjár vilcur. 8 VIKAN lliíri spilaöi ot djarft Sönn irásögn um unga eiginkonu, manninn hennar — og elskhugann ETTA er sönn saga. Þetta er saga ungr- ar eiginkonu og móður, sem það átti fyrir að liggja, að elskhugi hennar drap manninn hennar. Það rann upp sú stund í lífi hennar, að hún varð að velja á milli elskhugans og sonar síns litla — og hún valdi barnið. En það var um seinan; val hennar var þýðingarlaust. Því að áður en yfir lauk, átti barnið engan föður, og kon- an átti hvorki eiginmann né elskhuga. Konan í máli þessu er ennþá á lífi og hlýtur að hafa þolað hræðilegar þján- ingar, svo að ég ætla að kalla hana Grace Smith, sem er að sjálfsögðu dulnefni. Við skulum svo kalla manninn hennar Jack Smith og elskhugann Richard. Þegar Grace var fimmtán ára, réði hún sig í vist. Að lokum hafnaði hún hjá mann- inum, sem hún giftist. Hann var þá skil- inn við konuna sína. Þegar Grace var átján ára, uppgötvaði hún að hún var með barni, sem húsbóndi hennar átti. Þá var henni orðið ljóst, að honum þótti vænt um hana og vildi ganga að eiga hana. Hún elskaði hann líka. Skömmu eftir að barnið fæddist — svein- barn — voru þau gefin saman. I þrjú ár bjuggu þau í hamingjuríki hjónabandi. þar til kvöld eitt, að Jack kom heim með kunningja sinn — Ric- hard. Þetta varð svosem ekki ást við fyrstu sýn. En um það leyti sem Grace og Ric- hard sáust í fyrsta skipti, fór að brydda á ósamlyndi með hjónunum. Grace sagði síðar, að rifrildin hefðu stafað af því, að Jack hefði verið farinn að vera úti öllum stundum með vinum sínum. Henni fannst hann forsóma hana og gerði Richard að trúnaðarmanni sínum. Hann byrjaði að heimsækja hana þegar Jack var ekki heima. Þau komu sér sam- an um merki. Þegar gluggatjöldin í stof- unni héngu á tiltekinn hátt, þýddi það að Jack var úti. Richard varð ástfanginn af Grace og hún trúði honum fyrir öllum leyndarmál- um sínum. Samband þeirra varð ákaflega náið. Þó kom þar að hún virtist verða hon- um fráhverf. Um svipað leyti veiktist hún og Varð að fara í sjúkrahús. Hún bann- aði Richard síður en svo að heimsækja sig, en hann sýndi sig á hinn bóginn aldrei. Graee komst að þeirri. niðurstöðu, að hann væri hættur að kæra sig um ást hennar. Hinsvegar heimsótti maðurinn hennar hana eins oft og hann gat og gerði • allt til þess að gera henni lífið léttara þá sextán mánuði, sem hún varð að dveljast í sjúkrahúsinu. Þegar heim kom, beið hennar óvænt vandamál. Það kom á daginn, að maðurinn hennar var orðinn tortrygginn og lét í það skína, að hún og Richard hefðu átt vin- gott saman. Rifrildið hófst á nýjan leik, þótt Grace væri hætt að hitta Richard. Satt að segja hafði hún ekki hugmynd um, hvar hann var niður kominn, en kvöld nokkurt, þegar hún skrapp út í bjórkrá í nágrenninu, skaut honum allt í einu upp. Þegar enginn sá til, laumaði hann bréf- miða í hendi hennar og hvíslaði: „Parðu út og lestu þetta.“ Hún hlýddi. Á miðanum bað hann hana um stefnu- mót bak við kirkjuna daginn eftir. Hún mætti. Þau óku út úr bænum og Grace tjáði honum, að maðurinn hennar virtist vita um samband þeirra. Hún sagði að hjónaband hennar væri farið út um þúfur og bað Richard að skjóta yfir sig skjóls- húsi. Hann kvaðst fús að taka við henni, en ekki litla drengnum. Samtalinu iauk þó með því, að Richard hét henni fulltingi sínu, en hún ákvað fyrir sitt leyti að gera eina tilraun enn til þess að koma hjóna- bandi sínu á réttan kjöl. En áfram hélt hún að hitta Richard á laun. HVAÐ ER IMYTT? DAGBLAÐIÐ Welt Am Sonntag skýrir svo frá, að á vegum hermálaráðuneytis Vestur- Þýzkalands sé nú verið að prófa, hvort hægt sé að nota sérstaklega herta plasttegund 1 skriðdreka í stað stáls. Á BREZICRI vörusýningu var fyrir skemmstu sýnd klukka, sem breytir Ijósi í raforku og gengur á f jögra klukkustunda venjulegri dags- birtu. Það er aðeins einn galli á gjöf Njarðar. Klukkan kostar á þriðja þúsund. Frá Bandaríkjunum koma fréttir af fyrsta rafknúða armbandsúrinu. 1 því er 1% volta rafgéymir, með árstryggingu. FORSTÖÐUMENN hjá þýzku fyrirtæki full- yrða, að þeim hafi tekist að finna leið til þess að taka litmyndir á venjulegar „litlaus- ar‘‘ filmur. Er þetta gert með nýrri tegund sjónglerja. BANDARlSK efnarannsóknastofa tilkynnir, að sérfræðingar hennar séu búnir að finna upp svo sterkan pappir, að hægt sé að sauma úr honum fatnað. Pappírinn (segja talsmenn fyrirtækisins) verður nógu fallegur í einfaldan barnafatnað, og ætlunin er að hafa fataplögg- in svo ódýr, að það taki því ekki að þvo þau. Ennfremur er í ráði að framleiða pappirs- læknisloppa, hjúkrunarkvennabúninga og þar fram eftir götunum. LITLAUST duft var notað fyrir skemmstu til þess að handsama þjóf í skóla einum í Eng- landi. Duftinu var sáldrað á tösku og inni- hald hennar og hún síðan skilin eftir i fata- geymslu. Tveim vikum síðar hvarf hún. Dag- inn eftir voru skólabörnin beðin um að stinga höndunum undir lampa með sérstöku ljósi. Þá kom fram grænleitur gljái á höndum söku- dólgsins. Vináttu Jacks og Richards var að sjálf- sögðu lokið. Svo tók Richard sig til, heim- sótti Jack og tjáði honum, að hann mundi ekki framar skipta sér af Grace, ef hann Jack — heti því að meðhöndla hana betur. Richard efndi þetta í nokkra mán- uði. En vornótt eina vöknuðu þau Grace og Jack við brothljóð. Jack flýtti sér nið- ur og kom að Richard í eldhúsinu, Grace fór á náttfötunum til nágranna sinna og dvaldist hjá þeim uns Richard var farinn. Þessi atburður virtist gjörbreyta Jack. Hann hætti nöldri sínu og sýndi Grace ekkert nema ástúð og blíðu. Þau urðu svo hamingjusöm á nýjan leik, að Grace ját- aði allt. Jack fyrirgaf henni, eftir að hún hafði heitið honum að svíkja hann aldrei framar. Hún skrifaði Richard og lýsti yfir, að vinátta þeirra væri úr sögunni fyrir fullt og allt. En þetta reyndist aðeins inn- gangur harmleiksins, þess harmleiks, sem ekki var langt undan. Grace fékk bréf frá Richard, þar sem Framháld á bls. 1/,. VIKAN !)

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.