Vikan


Vikan - 23.05.1957, Síða 11

Vikan - 23.05.1957, Síða 11
Skinnið var svo hvítt og mjúkt Hún þakkaði sínum sæla að samviskan skyldi vera hætt að flækjast fyrir henni ÞEGAR þeir komu með þýfið heim, sögðu þeir við hana: „Hvað viltu fá í þinn hlut, Tinka?“ Og hún ansaði: „Hvít- refinn.“ Þetta var tuttugu skinna slá, fislétt, mjallahvítt og satínfóðrað. „En þú getur hvergi sýnt þig með það, vina! Það er stolið. Og það er svo áber- andi.“ Það var Raif sem talaði, sá sem elskaði hana mest og bezt. „Ég kýs sláið.“ „Lögreglan verður komin á hælana á þér áður en þú kemst lengd þína á göt- unni. Hversvegna ekki minkinn? Líttu á, hér er platínuminkur. Eða oturinn?" „Nei,“ svaraði hún, „þann hvíta.“ Katinka var ljóshærð. Hún var há og grönn og kinnbeinin voru hærri en svo, að henni færi vel að bera sólgleraugu. Hún var af norsku bergi brotin. Hún var kjör- in til þess að bera þetta mjallahvíta slá. Hún hafði hæðina, limaburðinn, hreyfing- arnar. Hún var bókstaflega fædd til þess að bera svona slá með sóma. Margir stolnir hlutir höfðu farið um þetta herbergi, en aldrei hafði hún girnst neitt eins mikið og þetta slá. Það var svo undurmjúkt og svo tandurhreint. Það var unun að strjúka um það höndunum. Hún vissi hve vel hvítt fór henni, og hún sá sjálfa sig í anda í svörtum sam- kvæmiskjól og með sláið og demantana. Hún hugsaði: „Guði sé lof að ég er löngu hætt að gera greinarmun á réttu og röngu. Ef samviskan flæktist ennþá fyrir mér, eignaðist ég aldrei neitt af því sem ég þrái.“ Og hún glotti með sjálfri sér, þeg- ar hún minntist liðnu áranna, þegar sam- viskan hafði ekki látið hana í friði. Nú var þetta auðvelt. Hún var orðin 28 ára og hafði aðeins eitt markmið í líf- inu. Ekki karlmenn, ekki góðan mat, ekkert svall og sællífi. Það sem líf hennar snerist um, var fagur klæðnaður. Jafnvel þegar hún var í innbrotsleiðangrunum með félögum sínum, jafnaðist spenningurinn ekki á við þá dýrðlegu stund, þegar þessu var lokið og hún gat byrjað að rannsaka þýfið. Eins og núna. Loðskinn voru sérgrein þeirra. Herbergið var fullt af loðkápum. Félagar hennar voru þegar byrjaðir að spretta merkjunum af nýju kápunum og sláunum. Síðan yrðu önnur merki saumuð á þetta og síðan tóku kaupmennimir við, þessir sem spurðu ekki nærgöngulla spurn- inga um uppruna vörunnar, sem þeir seldu. Nú endurtók hún: „Hvítrefinn.“ „En ef þú getur hvergi sýnt þig í honum?“ Raif hélt á sláinu. Hann var stór og þrekinn og varaþykkur og með svart þvengmjótt yfirskegg. Henni var vel við hann. „Ég fel það þangað til mér er óhætt að bera það,“ sagði hún. „Svona slá eru alltaf í tízku.“ „Hvar felurðu það? Ekki hérna, svo mikið er víst. Um það bil eins meinlaust og atomsprengja.“ „Það kemur mér einni við, hvar ég fel það.“ „Þá verðurðu að láta breyta því. Annað snið. Annað fóður.“ „Auðvitað," laug hún. „Og ekki fara út með það í ár að minnsta kosti." „Sjálfsagt." Hann brosti. „Ég skal bjóða þér út með það, ástin. Á þessum degi næsta ár skal ég bjóða þér út.“ „Ég þigg boðið. Og ég á eftir að minna þig á það.“ Nú loksins fékk hann henni sláið og hún grúfði andlitið niður í það og fékk ákaf- an hjartslátt. Það var dúnmjúkt. Hún fann að hann horfði á hana og leit upp. Hún hvíslaði: „Ég skal vera í svört- um flauelskjól og svörtum skóm og með þetta slá.“ Hún vissi, að hann girntist hana, eins og hún hafði girnst þennan hvíta snjó. Hún vissi, að hann mundi eiga bágt með að bíða í heilt ár. Þó ætlaði hún að láta hann bíða. Daginn eftir setti hún sláið í bestu ferðatöskuna sína og fór með hana í þekktustu kæli-geymslu borgarinnar. Hún sagði Raif ekki frá þessu. Hún vissi, að hann mundi vera því andvígur. „Lög- reglan er að leita að þessu,“ mundi hann segja. „Hún er búin að senda út lýsingu á hverri flík.“ En Katinka þóttist vera búin að læra það af reynslunni, að það borgaði sig oftast að spila djarft. Hún gaf falskt nafn og heimilisfang, og þegar hún kvaddi, hvarflaði ekki að henni að vera kvíðin. Það var lán að hún sýndi þetta fram- tak. Þennan sama morgun birtist lög- reglan heima hjá Raif og leitaði í dyrum og dyngjum. Ef hún hefði fundið hvíta sláið, hefði heill her af lögfræðingum ekki getað bjargað þeim. Ekkert skeði. Á meðan árið var að líða, lét Katinka það aldrei eftir sér að fara að skoða sláið. En hún hugsaði oft til þess í kælihólfinu. Hún var tilbúin, þegar stundin rann upp. Allt var klappað og klárt: svarti kjóllinn, sláið, demantarnir, stefnumótið. Raif var ötull og kænn þjófur. Honum varð ekki skotaskuld úr því að útvega henni þetta. Þegar hann sá hana, greip hann and- ann á lofti. Hann stóð lengi grafkyrr og naut þess af heilum hug að horfa á þessa dýrðlegu sjón. Hann var búinn að bíða lengi eftir þessu kvöldi. Hann lét það meir að segja liggja á milli hluta, þótt hún hefði svikist um að breyta sláinu. En þegar þau komu í veitingahúsið, vildi hún ekki skilja sláið eftir í fata- geymslunni, heldur hafði það með sér inn í gylta salinn. Þau höfðu borð út við vegg, þar sem áklæðið á stólunum var blóðrautt og vegg- fóðrið leiftraði eins og skírasta gull. Maðurinn, sem sat við næsta borð, var sífellt að gjóta til hennar augunum. Hún lét sér fátt um finnast þar til hún tók eftir því, hve nauðalíkur hann var leynilög- reglumanninum, sem hún hafði einu sinni séð í brúðkaupsveizlu. Samkvæmisfötin fóru honum illa. Hann var rauðhærður með frekjulegt andlit. Hann var ókurteis við þjónana. Og borðsiðir hans voru væg- ast sagt herfilegir. Hann hélt áfram að gjóta til hennar augunum. En nú var liðið heilt ár síð- an þetta hafði skeð, og jafnvel þótt hann myndi eftir þessu innbroti, þá var næsta ósennilegt að lýsingin á sláinu sæti ennþá í honum. Og þó. Það var sagt að lögreglu- menn væru ótrúlega minnisgóðir. Nú laut maðurinn nær henni. „Afsakið, en gætuð þér sagt mér, hvar þér fenguð þetta slá?“ Hún fann hvernig roðinn hljóp fram í kinnarnar á henni. Raif stirðnaði við hlið hennar, en hún svaraði rólega og nefndi nafnið á fyrirtæki, sem hún vissi að ekki var til. „Viltu dansa?“ greip Raif fram í. „Uppáhalds lagið mitt.“ Þegar þau voru komin hinumegin í sal- inn sáust þau ekki frá borði rauðhærða mannsins. „Komdu! Nú hypjum við okkur!“ taut- aði Raif. Og þau létu sl.áið liggja, þar sem hún hafði skilið það eftir á stól- bakinu, þegar þau fóru út á dansgólfið. Rauðhærði maðurinn sat sem fastast. Klukkan var komin langt yfir miðnætti, þegar hann kallaði á þjón. Yfirþjóninn í þokkabót. Hann tilheyrði þeirri mann- gerð, sem kalla fyrir sig yfirþjónana í veitingahúsum. „Heyrið mig,“ sagði hann. „Það er að sjá sem nágrannar mínir hérna séu farn- ir, og konan hefur skilið eftir sláið sitt. Nei, ég veit ekki hver þau eru. Ég talaði ekkert við þau, nema hvað ég spurði kon- una, hvar hún hefði fengið þetta slá. Sjáið þér til, mér er sama hvað það kostar, en svona slá verð ég einhvernveginn að ná i handa konunni minni.“ — NORAH BURKE. Auglýsendur athugi Það borgar sig að auglýsa í VIKUNNI. Hún er mikið lesin, því að ... Hun er mikið lesm, þvi að ... Það gerist eitthvað nýtt í hverri VIKU! VIICAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.