Vikan - 23.05.1957, Síða 12
Sönn
eftir
saga úr styrjöldinni
PETER CHURCHILL
Sögulok
JÆJA, þá vai- augnablikið runnið upp, þessí stund, sem ég
var búinn að bíða eftir í 26 mánuði og sem ég hafði
satt að segja sjaldnast haft mikla trú á, að ég ætti eftir
að lifa. Ég var kominn heim til Englands og Odette
var á lífi.
Hún var þarna beint fyrir framan mig, eitt skref ennþá,
óg ég hefði getað snert hana og fullvissað mig um, að ég væri
'ekki að sjá sýnir.
En langa stund eftir að dyrnar lokuðust fyrir aftan mig
hreyfði ég mig ekki. Ég treysti ekki á mér fótunum. Ég hall-
aði mér upp að hurðinni, horfði á Odette og sagði loks, dálítið
aulalega eflaust, þetta eina orð: ,,Odette!“
„Peter!“
Hún var í einkennisbúningi kvennadeildar hersins, brúnni
treyju og pilsi og skyrtu. Einkennishúfan lá á borðinu fyrir
framan hana. Ég hafði aldrei séð hana einkennisklædda áður,
og khakifötin fóru henni vel. Hún var falleg fannst mér,
harla falleg.
Hún brosti. Og nú stóð hún á fætur og nálgaðist mig með
framréttar hendur og endurtók þetta eina orð, sem hún hafði
sagt til þessa, endurtók nafn mitt.
„Peter! Peter!“
Og svo féllumst við í faðma.
Það var ekki fyrr en löngu, löngu seinna, mörgum klukku-
stundum seinna sem við byrjuðum að segja hvoru öðru frá
því, sem á daga okkar hafði drifið eftir að við skildum í fang-
elsinu í París. Mína sögu er ég búinn að segja héma og hún
hefur sagt sína í annarri bók: Sögunni um Odette.*
Þó vil ég segja nokkuð frá þessum stríðsfélaga mínum,
iýsa því í fáeinum orðum sem Odette mátti reyna, eftir að við
kvöddumst í Fresnes.
Hún var illa undir fangavistina búin. Tveimur dögum áður
en handtöku okkar bar að í apríl 1943, hafði hún hlotið slæma
byltu og laskast á hryggnum. I Fresnes var þessu ekki sinnt.
* Birtist í VIKUNNI fyrir þremur árum.
Hún hafði stöðugan bakverk, og þegar hún kom til Englands í
maí 1945, sýndu myndir, að einn hryggjarliðurinn var mikið
skemmdur.
Mér hafði verið haldið í Fresnes í tvo og hálfan mánuð,
henni í sex mánuði. Ég hef lýst vistinni þar, hvernig matar-
skammtur fanganna var svo naumur, að þeir sultu heilu hungri.
Það átti því fyrir henni að liggja að þjást af sulti í sex mánuði
samfleytt. Árangurinn var sífelldur verkur. 1 febrúar 1944
bólgnaði kirtill í hálsi hennar. Bólguhnúðurinn varð á stærð við
hnefa. Fangelsisstjórinn fór þess á leit við Gestapo að
fá að flytja hana í fangelsissjúkrahúsið, en fékk neitun. Hún
var með bólguna í 14 mánuði, en þá batnaði þetta einhvern-
veginn af sjálfu sér. En í fjórtán mánuði gat hún ekki hreyft
höfuðið.
Hún var flutt úr fangelsinu járnuð við annan fanga. Áfanga-
staðurinn var Ravensbriick, hinar alræmdu þýzku kvenfanga-
búðir. Hún var flutt með járnbraut og gisti á leiðinni fangelsin
í Karlsruhe, Frankfurt og Halle. Á öllum þessum stöðum var
hún meðhöndluð eins og hættulegasti morðingi.
I Ravensbriik, kvennavítinu, tók ekki betra við. 1 ellefu
vikur var hún höfð í neðanjarðarklefa, þar sem aldrei komst
ljósglæta inn til hennar. I klefanum var ekkert, alls ekkert.
Hún svaf á steingólfinu. Matarskammturinn var við það mið-
aður að hún dæi ekki úr sulti — og yrði þó aldrei mett. 1
ágúst, þegar innrás bandamanna hófst í Evrópu, þóttist fanga-
búðastjórinn þurfa að koma fram persónulegum hefndum á henni.
Hitinn í hinum loftlausa neðanjarðarklefa var spenntur upp,
uns hann varð eins og í ofni. Þannig var klefinn kyntur í viku,
og allan þann tíma fékk klefabúinn hvorki vott né þurrt. Á
áttunda degi var dýflissunni lokið upp. Þá lá Odette meðvit-
undarlaus á gólfinu. Hún var borin út úr steinofninum og upp
á yfirborð jarðar, þar sem hún rankaði við sér. Síðan var hún
flutt í sjúkrahús fangabúðanna, og var tilgangurinn sá, að
hún gæti að minnsta kosti staðið á fótunum þegar aftakan
færi fram, en til dauða hafði hún verið dæmd í París.
Þegar hér var komið var hárið farið að falla af henni,
tennurnar að losna og sár dottin á líkamann af vanhirðu og
næringarskorti. Þar að auki hafði hún stöðuga verki í fótim-
um, en eins og ég hef sagt frá áður, höfðu böðlar nazista í París
dregið af henni allar táneglurnar 1 þeirri von að þvinga hana
til að ljóstra upp um felustaði skæruliðanna félaga sinna. Þær
misþyrmingar höfðu engan árangur borið, og ,,hefnd“ fanga-
búðastjórans var engu áhrifaríkari. Þau skipti sem hann heim-
sótti hana í dýflissuna til þess að hlakka yfir eymd hennar,
hafði hann reynt að leika sér að henni eins og köttur að mús
og spurt, hvort hún vildi setja fram einhverjar kvartanir! Og
hún hafði undantekningarlaust svarað: „Nei, þökk fyrir, ég
hef yfir engu að kvarta."
Hann hafði þann sið, þegar hann heiðraði hana með heim-
sóknum sínum, að opna gægjugatið á klefahurðinni og virða
hana fyrir sér. Andartaki áður hafði hann kveikt ljósið í klef-
anum, með þeim árangri, að hún var fyrst í stað blinduð af birt-
unni. Stúlkan, sem hann þá sá, mun ekki hafa verið falleg. Jafnvel
fegursta stúlka veraldar hættir að_ vera falleg, þegar hún er
lokuð inni í myrkraklefa og svelt. Á klefagólfinu sá hann tötr-
um klædda stúlku, sem pírði augum í ljósið. Andlitið var mak-
að í feiti; þrátt fyrir hungrið notaði hún smjörlíkisklínuna, sem
hún fékk, sem smyrsl á sárin á andliti sínu. Um höfuð hennar var
skítugur og gauðrifinn klútur.
Einu sinni hreifst þessi maður af hugrekki fangans, sem
hann var að kvelja. Þessi maður, sem átti þátt í morði 100,000
varnarlausra kvenna í Ravensbriick, opnaði klefadyrnar og gekk
inn með framrétta hendi. Það var nærri því eins og hann vildi
segja: Fyrirgefðu mér, og eigum við nú ekki að vera sátt; ég
er reiðubúinn að láta flytja þig upp úr þessari dýflissu.
Og fanginn, stúlkan, sem húkti þama í myrkrinu, setti hend-
urnar aftur fyrir bak og lést ekki sjá framrétta hendi böðuls-
ins. Hann roðnaði. Andartak bjóst hún við, að hann mundi slá
hana. Svo sneri hann sér orðalaust við og gekk út úr klefánum.
Og hurðin skall í lás og Ijósið slokknaði.
Þegar sú stund rann upp, að Þjóðverjar urðu að yfirgefa
Ravensbriick, datt þessum manni í hug, að kannski ætti hann
12
VIKAN