Vikan


Vikan - 23.05.1957, Page 13

Vikan - 23.05.1957, Page 13
Ævintýri Odette og mannsins sem hún elskaði! tromp á hendi þar sem Odette var. Svo mikið er víst, að þegar hann ók af stað til víglínu bandamanna til þess að gefa sig fram, hafði hann Odette með sér í bílnum. Það féll í hlut hennar að segja við bandaríska liðsforingjann, sem fyrstur varð á vegi þeirra: ,,Ég er hér með fanga. Hann heitir Fritz Suhren og var yfirmaður Ravensbriick fangabúðanna. Gætið hans vel.“ Þá nótt svaf Odette í bíl Suhrens og skammbyssa hans hvíldi í kjöltu hennar. Hún neitaði að yfirgefa bílinn, því að í honum voru mikilvæg skjöl, sem hún vildi að kæmust í hendur brezku leyniþjónustunnar. Hvað hugsaði hún þessa nótt í bílnum? Fátt, segir hún. Svo snögg voru umskiptin-, að hún var naumast með sjálfri sér. Hún skilaði skjalatösku fangabúðastjórans til leyniþjónust- unnar og að áuki tveimur ljósmyndabókum, sem hann hafði haft meðferðis. I annarri var fjöldi mynda, sem tekinn hafði verið í skóla fyrir væntanlega fangabúðastarfsmenn! Bandarískur blaða- maður bauð henni 2,000 dollara fyrir þær, en hún neitaði. Þær áttu eftir að koma að miklu gagni í sambandi við handtökurnar og málaferlin, sem til var stofnað vegna hinna alræmdu þýzku fangabúða. Hvað Suhren viðvíkur, þá átti hann eftir að sleppa úr haldi, þrátt fyrir aðvörun Odette. Hann náðist aftur en slapp á nýjan leik, og virðist enda hafa verið slælega gætt. Tveimur árum siðar tóku starfsmenn brezku leyniþjónustunnar hann fastan í verksmiðju einni. Hann var afhentur Frökkum, sem sögðust eiga tilkall til hans öðrum þjóðum fremur. Þar með voru örlög hans ráðin. Frakkar höfðu litla trú á því að taka á mönnum af hans tagi með silkihönskum. Þeir dæmdu Fritz Suhren til dauða. Fregnin um aftöku hans gladdi mig. Heilsu Odette var þannig háttað við heimkomuna, að her- málaráðuneytið úrskurðaði henni fullar örorkubætur til æviloka. Herlæknar gerðu líka allt sem þeir gátu fyrir hana og greiddi herinn að sjálfsögðu allan kostnað af þeirri læknishjálp og hjúkrun. Árið 1946 var Odette sæmd Georgskrossinum fyrir hetju- dáðir sínar. Hún var kvödd til konungshallarinnar til þess að taka við heiðursmerkinu. Það var hinn 17. nóvember 1946. Það kom líka orða í minn hlut, og þannig var frá hnútimum gengið, að ég átti að taka við henni við sama tækifæri og Odette. Þegar hinn stóri dagur rann upp, ók ég Odette til læknis hennar-, sem gaf henni styrkjandi sprautu, því að hvorttveggja var, að heilsu hennar var ekki enn þannig háttað, að hún þyldi langar stöður, og svo var stundin líkleg til þess að koma jafn- vel fullhraustum manni úr jafnvægi. , Þar sem ég vissi ekki að mér var heimilt að aka bíl mínum inn í garð Buckinghamhallar, lagði ég honum þar skammt frá. Þegar við gengum inn um aðalhliðið, heilsaði lífvörðurinn að hermannasið. Ég þóttist vita, að varðmennirnir þekktu stúlk- una við hlið mér, þessa keiku, hvatlegu stúlku í brúna khaki- búningnum. Og ég var ákaflega hreykinn og glaður. Þarna var saman kominn fjöldi karla og kvenna, sem kon- ungur ætlaði að sæma heiðursmerkjum fyrir afrek í stríðinu, og okkur var vísað inn í stóran ríkulega búinn sal. Odette var dálítið taugaóstyrk og fékk sér sæti meðan hún beið. Hvít- hærður og vingjarnlegur hershöfðingi gekk til hennar, heilsaði henni og tók hana tali. Hann mun hafa séð, hvernig henni var innanbrjósts. Skömmu seinna birtist hirðsiðameistari konungs, hneigði sig fyrir Odette og tjáði henni, að hans hátign óskaði eftir því, að hún gengi fyrst allra fyrir hann. ,,Ö, það get ég ekki!“ stundi hún. ,,Og víst getið þér það!“ sagði hirðsiðameistarinn brosandi. Svo sagði hann: „Mér er sagt, að tvær dætur yðar séu við- staddar.“* „Já,“ sagði Odette og hugsaði: Ætli þær séu nú búnar að gera einhvern óskunda? „Ef þér viljið benda mér á þær, skal ég sjá um, að þær sjái vel til.“ Odette benti á telpumar og þeim var fenginn staður rétt hjá hásætispallinum í móttökusalnum. Þannig orsakaðist það, að þegar athöfnin hófst með því að leikinn var þjóðsöngurinn, stóð Odette beint andspænis konungi. Fyrir aftan hana stóðu þeir 250 karlar og konur, sem líka átti að sæma heiðursmerkjum, og til hliðar ættingjar þessa fólks og ýmsir tignir gestir, um 500 manns. Konungurinn horfði beint í augu Odette á meðan þjóðsöngur- inn var leikinn. Svo hófst athöfnin með því að lesin var hin opin- bera greinargerð, sem fylgdi Georgskrossi Odette: „ . .. Hún hafðist við bak við víglínu óvinanna ... starfaði þar af mikilli hugprýði unz hún var handtekin í apríl 1943 . . . lét ekki bugast þrátt fyrir langar og strangar yfirheyrslur . .. var árang- * Tlr fyrra hjónabandi. Odette var fráskilin. urslaust pynduð með glóandi járni. . . var limlest... en allt kom fyrir ekki... Með staðfestu sinni og hugrekki bjargaði hún ekki einungis lífi yfirboðara síns og tveggja samherja, heldur tryggði áframhaldandi starfsemi skæruliðanna . . .“ Á meðan á lestrinum stóð, horfði konungur enn beint í augu henni, en að því loknu færði hirðmaður honum Georgskrossinn Odette hneigði sig og steig fram. Konungur festi heiðursmerkið á treyjuna hennar og tók í hendi hennar og sleppti henni ekki. „Ég vildi að þér yrðuð fyrstar hérna madame, því að það hef- ur engin kona fyrr verið síðan ég tók við ríki.“ Hann lét í ljós einlæga aðdáun á hugrekki hennar og fórnar lund og hélt stöðugt í hendina á henni. Svipurinn var næstum þv: föðurlegur. Það var því líkast sem honum þætti vænt um þessa stund og vildi hafa hana sem lengsta. En þótt Odette væri feim- in, var konungur ef til vill feimnari. Odette hneigði sig aftur og vék til hliðar. Röðin kom að mér miklu seinna. Konungur vissi um samband okkar Odette og ég mun aldrei gleyma hinum vingjamlegu orðum. sem hann lét falla í því tilefni. ENDIR. | TTÚN heitir Anna María Alberghetti. Hún er nýbúin | að fá fyrsta stóra hlutverkið sitt í kvikmynd. Svo | segir í fréttatilkynningu frá Metro-Goldwyn-Mayer, sem | spáir henni glæsilegri framtíð. Hún var valin til þess | að leika á móti söngvaranum og leikaranum Dean Martin | í músikmyndinni „Tíu þúsund svefnherbergi“. Önnu Maríu er hljómlistin í blóð borin. Faðir hennar | var söngvari og er nú celloleikari. Anna var komung, | þegar hann byrjaði að kenna henni söng, og sex ára | gömul byrjaði hún að syngja opinberlega víðsvegar í | Evrópu. Hún var þrettán ára þegar hún kom fyrst fram í Banda- | ríkjunum; það var í Carnegie Hall í New York. Móðir i hennar lék undir. Anna María á systur að nafni Carla, og virðist hún | efnileg sópransöngkona. Bróður á hún líka, Paolo að | nafni, og hann hyggst verða hljómsveitarstjóri. Hann er f níu ára. Anna María vill gjarnan gera kvikmyndaleik að ævi- | starfi sínu. Hún er líka staðráðin í að eignast hús áður I en langt um líður — með sundlaug í garðinum. Svo er mál með vexti, að fátt finnst henni skemmti- | legra en sund — nema ef vera skyldi söngur. ..Illlll.III.Illlllllllllllll.Illlllll.Illlllllllllllll.......... VIKAN 13 m|MMI1MM»MMMMIMMMMM«MI4WMMMMMUMM*MM«

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.