Vikan - 23.05.1957, Síða 14
HÚN SPILAÐI.............
Framhald af bls. lý.
hann ráðlagði henni að sýna sig ekki
framar á skemmtistöðum bæjarins. Kvöld
eitt í ágúst sá hann hana inni á veitinga-
húsi. Hún var í fylgd með manninum sín-
um, föður sínum og fósturmóður.
Richard gekk að borðinu þeirra, sneri
sér að henni og spurði: „Ertu að storka
mér?“ Grace og fólk hennar stóð upp og
gekk út. Richard elti. Þegar út á götuna
kom, dró hann skammbyssu úr vasa sín-
um, gekk að Jack og skaut. Hann steypt-
ist til jarðar við fætur Grace og var þeg-
ar örendur.
Fyrir rétti reyndi Richard að skella allri
skuldinni á Grace. Vörn hans byggðist
fyrst og fremst á því, að hún hefði freystað
hans.
Grace mótmælti þessu úr vitnastólnum.
Hún fullyrti, að Richard hefði tælt hana
til þess að gerast manninum sínum ótrú.
Verjandi Richards taldi líklegt, að
skjólstæðingur hans væri vitskertur. Ást
hans á Grace hefði gjörbreytt lífi hans.
Kviðdómurinn velti framburði vitnanna
fyrir sér í fjórar klukkustundir. Að lok-
um komst hann að þeirri niðurstöðu, að
Richard hefði framið morðið af ráðnum
hug og allsgáður. Hann væri ekki vit-
skertur.
Richard var hengdur.
Grace Smith stóð eftir allslaus ekkja.
Hvort sem hún átti meginsök á ógæfu
sinni eða Richard, þá er þetta víst: Hún
hafði vissulega spilað djarft.
— HARRY J. GREENWALL.
859. krossgáta VIKUNNAR
Lárétt skýring:
1 flaustursvinna — 3 kvæðabók -— 9 kjör -—
12 forsetning — 13 í fjósi — 14 bragðefni — 16
mældist að þyngd — 17 ólagar — 20 svakaleg
— 22 vindur — 23 keyra — 25 fæða — 26 fram-
koma —■ 27 skemmdir — 29 gróða — 31 neyðar-
kall — 32 fugla — 33 skjól — 35 líkamshluti —
37 eins ■—■ 38 gamaldags — 40 tónn — 41 lóga —
42 vegurinn -— 44 vík — 45 drykkur — 46 okar
— 49 hraðara — 51 tónn — 53 nógu snemma —
54 stöðugt — 55 tölueining — 57 biblíunafn —
58 mjúk — 59 greinir — 60 verzlun — 62 skrán-
ing — 64 sævarkenning — 66 dýr — 68a tekja
— 69 hljóð — 71 lítill bátur — 74 band — 76
samstæðir — 77 álfa — 79 sár — 80 tré — 81
vond — 82 tilberi — 83 kyn.
Lóðrétt skýring:
1 óánægja — 2 ílát, þf. — 3 útungun — 4
stilltur - 5 húsdýr — 6 tónn — 7 dvelja — 8
borg við Eystrasalt — 10 latnesk bæn — 11
farga — 13 útsaumur — 15 verzlun — 18 gróð-
ur -- 19 henda — 21 glæni — 23 spendýrin —
24 til fulls — 26 blástur — 27 reiður — 28
ákvæði — 30 eldsneyti — 31 tossar — 32 fjöldi
34 biblíunafn — 36 bætiefni — 38 gengit
brott — 39 votra — 41 aur — 43 ask — 47 fé-
lagsskapur — 48 rottueitur — 49 með tölu — 50
beita — 52 fangamark sambands — 54 band —
56 hljóð — 59 gras — 61 hnattstaða — 63 sorg-
armerki — 64 sorg •*- 65 sorgarmerki — 68
svei —- 69 standur — 70 sorgarmerki — 72 hár —
73 stórfljót - 74 efni — 75 planta — 78 eins —
79 eins.
Lausn á krossgátu nr. 858.
Lárétt: 1 sumarfagnaður — 11 són — 12- sef
— 13 goð — 14 gæs — 16 kaun — 19 álka — 20
nám — 21 man —22 æsa — 23 mm — 27 en —
28 mór — 29 bananar — 30 eli — 31 tt — 34 ge
— 35 farartálmar -— 41 neita — 42 ómark — 48
sigurglaður — 47 fa — 49 ál — 50 ýsa — 51
óðfúsir — 52 ske — 53 kk — 56 ii — 57 ern —
58 sko — 59 SOS - 61 illt — 65 Kili — 67 nál
- 68 agn — 71 ess — 73 nón — 74 tanngarður.
Lóðrétt: 1 sóa — 2 unun — 3 as Rei — 5
ff — 6 gg — 7 not — 8 að — 9 ugla — 10 ræk
— 11 skemmtanafýkn — 15 sannleiksleitin — 17
nár — 18 hanaat — 19 ást — 24 mót — 25 Mata
— 26 fall — 27 elg — 32 latir — 33 samur —
35 fis — 36 rag — 37 rýr — 38 áll — 39 móð
— 40 rar — 44 urða — 45 grúska — 46 alin —
48 ask — 49 Áki — 54 urt — 55 lok — 57 ella —
60 sinn — 62 lát — 63 ugg — 64 Ásu — 66 lón
-— 68 an — 70 na — 71 eð — 72 sr.
Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 4:
1. Átta. — 2. Svosem 150 fet — og minnst
lielmingi lengra í hálku. — 3. Bretar. — 4.
Fidelio. — 5. Hægar. — 6. Búlgaríu. — 7. Nei,
Rosaline. — 8. Bretlandseyjar, Svíþjóð, Island. —
9. Nfl. — 10. Fæddur að Fagraskógi í Eyjafirði
1895.
Þegar Hrímfaxi fór fyrstu áætlunarferðina
Framliald af bls. 3.
flugi sínu, að kampavínsglösin sem stóðu á borðunum hrærðust
ekki og við gerðum það að gamni okkar að láta þau standa í
sætunum og tókum myndir af þeim þar. Við vorum rétt að enda
við hinn ljúffenga miðdegisverð er Hrímfaxi tók að lækka flugið
að nýju og innan skamms sáust turnar Kaupmannahafnar.
Fánar íslands og Danmerkur blöktu hlið við hlið á Kastrup-
flugvelli er Hrímfaxi renndi upp að flugstöðinni og þar var
hópur fólks samankominn til þess að fagna komu vélarinnar.
Eftir stutta viðdvöl var gestum boðið í flugferð. Margir blaða-
menn voru meðal gestanna og sumir þeirra skrifa eingöngu
um flugvélar og flugmál.
AFLMEIRI HREYFLAR — LANGFLEYGARI FLUGVÉLAR.
Meðal blaðamannanna var einn þekktasti flugfregnritari í
Evrópu, Povl Westphall, sem í yfir tuttugu ár hefur flogið víða
um heim í erindum blaðs síns Berlinske .Tidende. Hann hafði
orð á hve glæsilegur farkosturinn væri og sérstaklega því sem
hann tók strax eftir, að hreyflarnir á þessari flugvél eru stærri
en á öðrum samskonar flugvélum sem hann hafði séð áður.
FYRSÍU VISCOUNT FLUGVÉLAR Á NORÐURLÖNDUM.
Daginn eftir ræddu flest Kaupmannahafnarblöðin komu
Hrímfaxa. Umsagnir voru mjög vinsamlegar og framtak Flug-
félagsins lofað og þess getið að enn einum áfanga í því að stytta
bilið milli landanna væri náð.
En því sem merkur maður sagði rétt áður en að Hrímfaxi
hóf sig til flugs heimleiðis daginn eftir hefur ekki verið haldið
á lofti en er samt gaman að: „Islendingar standá nú fremstir
Norðurlandaþjóða hvað farþegaflug snertir því að þeir eru þeir
einu sem hafa tekið þrýstiloftsknúnar farþegaflugvélar í
notkun.“
Geríst áskrífendur að VIKUNNI!
I»AÐ VAR (iALDUR!
Framhald af bls'. 7.
Þarna stóð hún, tignarleg í sínum ófríðleika, í mjallahvítum
kjql. Dilger gekk kjólklæddur fram á sviðið. Hljómsveitin hætti
að spila. Hann hneigði sig fyrir áhorfendum. Hann tók upp
langa reglustriku. Rosamunda lyfti höndunum. Hann hagræddi
reglustrikunni vandlega undir lófum hennar.
Reglustrikan datt eins og steinn.
Dilger fölnaði. Hann reyndi aftur. Svitinn spratt fram á
enni konunnar. En aftur féll reglustrikan eins og steinn.
Dilger þreif skæri. Hann lagði þau milli lófa hennar. En
skærin féllu líka á gólfið.
Hann gaf hljómsveitinni merki um, að hann ætlaði að reyna
svifsatriðið. Hann leiddi hina skjálfandi konu að legubekk, sem
stóð fremst á sviðinu. Hún lagðist á bakið. Hún tók á öllum
kröftum — en hún lyftist ekki brot úr tommu hvað þá meira.
Hún baðaði út höndunum eins og særður fugl, en gjörsamlega
árangurslaust.
Áheyrendur byrjuðu að hlægja og hrópa. Tjaldið var dregið
fyrir í ofboði.
Dunninger flýtti sér til búningsklefa konunnar. Dilger húkti
náfölur á stól. Konan var hágrátandi.
„Krafturinn,“ grét hún. „Hann verður að engu, ef ég beiti
honum í gróðaskyni . . . Maður verður að nota hann til góðs.
En ég ætlaði einmitt að nota hann til góðs, því að ég vil að
hann Walter minn geti gengið menntaveginn."
„Við reynum aftur,“ tautaði Dilger. ,,Nei,“ ansaði hún, „það
væri mér um megn. Það er þýðingarlaust . . . fyrir peninga.
Það veit ég núna.“
Um níu árum seinna var Dunninger á sýningaferð um vest-
urfylki Bandaríkjanna. Hann var staddur í bæ einum, þegar
hann varð fybir því óhappi að skera sig illa á hendi. Hann
símaði eftir lækni upp á hótelherbergið sitt. Læknirinn saum-
aði saman skurðinn.
„Ég vildi þér hefðuð þekkt hana frænku mína,“ sagði hann
þegar hann var búinn. „Hún dó í fyrra. Hún gat leikið listir,
sem jafnvel þér hefðuð furðað yður á. Og þó lærði hún aldrei
sjónhverfingar. Ég held helst hún hafi verið gædd einhverjum
dularfullum krafti. Það skrýtna var, að hún vildi helst aldrei
um þetta tala. En furðuleg var hún allt um það.“
Þegar Dunninger leit upp og horfði í hin hyldjúpu, svörtu
augu læknisins, varð honum ljóst, að Rosamundu hafði ein-
hvemveginn tekist að kosta hann Walter sinn til náms.
— MAURICE ZOLOTOW
14
VIKAN