Vikan - 30.05.1957, Page 4
ALAN L E MAV
3
Fyrirheitna
landið
HENRY EÐWARDS situr í myrkruðum I>æ
sínum með Mörtu konu sinni og' fjórum börn-
iutu I»au eru: Hunter, átján ára; Lucy, 17 ára;
Ben, fjórtán ára; Ðeborah, á tiunda ári. Henry
bíður. Hann velt, að bærinn hans er umkringd-
ur; indíánamir á sléttunni eru enn einu sinni
komnir á kreik. 1 þetta skipti virðast þeir stað-
ráðnir í að ganga milli bols og höfuðs á Ed-
wardsfólkinu. Þeir hafa veikt varnir bæjarins
með því að tæla burtu bróður Henrys, Amos,
og fósturson hans, Martin Pauley. Henry hefur
lánað þá nágranna sinum, Aron Mathison, sem
er að eltast við nautgripaþjófa. Leitarmenn eru
búnir að láta teyma sig áttatiu mílna leið, þeg-
ar þeir uppgötva, að þetta er herbragð. Indíán-
arnir, sem aldre.i hafa sætt sig við nærvem
hvitu frumbyggjanna, hafa stolið nautgripun-
um til þess að sem fæst karlmanna yrði heima
fyrir, þegar þeir legðu til atlögu. Jafnskjótt og
eftirfararmenn uppgötva þetta, snúa þeir við
og fara eins geist og þeir geta.
HENRY EDWARDS þrýsti andlitinu
að gluggahleranum i eldhúsinu og
starði út í myrkrið. Hleragatið, sem
hann horfði út um, var góðar fjórar
hlaupvíddir. Tunglið mundi koma
seint upp; hann vildi sjá það koma, þvi að hann
var þeirrar skoðunar núna, að þá mundi ekki til
setunnar boðið. Það var ekki ljósglæta í eldhús-
inu; hleragötin voru dökkir dílar í myrkrinu. Ef
þau yrðu að berjast, mundi púðurreykurinn
segja óþægilega til sin í ekki stærra herbergi,
þar sem hver rifa var vandlega birgð. Allt nema
götin á gluggahlerunum.
Þeir voru sterkir. Húsið gat ekki traustara
verið. Það gengi ekki venjuleg riffilkúla gegn-
um gluggahlerana og hurðirnar voru jafnvel
sterkari. Vísundakúlur næðu kannski að smjúga
gegnum hlerana, en naumast gegnum hurðirnar.
Það var staðreynd, að níu til tíu riflar gátu varið þetta hús til eilífðar
gegn öllu nema stórskotaliði. Sjö mundu hafa nóg að gera að verjast,
en ættu þó að geta haldið húsinu.
Þarna fólst hættan. Henry hafði ekki sjö. Hann hafði sjálfan sig og
syni sina tvo og Mörtu. Hunter var mikil skytta og Ben mundi standa
sig, þótt hann væri aðeins fjórtán ára. En Marta var mesti klaufi með
byssu. Sennilegast mundi hún draga að skjóta þar til á síðustu stundu i
þeirri von, að óvinirnir hypjuðu sig. Og Lucy . . . Lucy gæti verið á verði
einhverstaðar í húsinu, en svo hrædd var hún við skotvopn hverju nafni
sem nefndist, að það yrði ekki einu sinni hægt að láta hana hlaða. Henry
hafði látið hana spenna á sig skammbyssu, en hann efaðist um að nokk-
ur mannlegur máttur gæti knúið hana til að grípa tii hennar, jafnvel
til þess að stytta sér aldur, ef hún næðist lifandi.
Og svo var það Deborah. Piltarnír höfðu kunnað að handleika skot-
vopn á níunda árinu, en þótt Debbie væri bráðum tíu ára, var hún ennþá
svo lítil í augum Henrys, að hann hafði ekki leyft henni að snerta byssu.
Maður tekur ekki eftir því hvað börnin manns stækka, nema nýr angi
komi í heiminn til þess að minna mann á, hve börnin eru óumræðilega
lítil fyrst í stað. 1 augum Henrys hafði Debbie' eiginlega ekkert stækkað
síðan hún var spáný, síðan fæturnir á henni voru engu stærri en fingur-
gómar með tám.
Hann hafði með öðruni orðum fjóra riffla, eða kannski öllu heldur þrjá
og hálfan, til þess að verja tvæi’ dyr og átta gluggahlera. Og það var
hægt að mola þessa hlera, ef viljinn var fyrir hendi, og hurðirnar.
Henry þrýsti andlitinu að gluggahleranum. Hann vissi að óvinirnir
voru þarna úti í myrkrinu; sá þá ekki en vissi það; var búinn að vita
það meS öruggri vissu síðan í ljósaskiptunum. Þeir voru auk þess sífellt
að mjaka sér nær bænum. Hann hafði ekkert heyrt til hestanna þeirra.
Það gerði hann jafnvel órólegri en ella. Það þýddi, að þeir höfðu skilið
hestana eftir fjær bænum og hugðust taka hann með áhlaupi á fæti.
Þannig voru þeir jafnvel hættulegri en ríðandi.
Comanchar það voru þessir indíánar. Ósviknir stríðsmenn, harð-
skeyttir og skæðir. Þar að auki hlaut þetta að vera stór flokkur. Það var
enginn vafi á því, að þeir voru búnir að slá hring um bæinn. Hestar
Henrys höfðu orðið varir við þá fyrir alllöngu; það hafði verið auðheyrt
á því, hvernig þeir frísuðu. Rétt eins og þeir væru að heilsa bræðrum
-sínum, rcyðskjótum þeirra rauðu. Það hafði sagt Henry sína sögu. Ef
indíánarnir hefðu verið fáir saman, hefðu þeir vissulega ekki nálgast
bæinn úr þeirri átt þár sem heimahestarnir hlutu að verða þeirra varir.
Af þessu var aðeins hægt að draga þá einu ályktun, að þeir væru margir
og sterlcir og að áhlaupið, þegar það kæmi, yrði gert úr öllum áttum
samtímis. Verra gat útlitið með öðrum orðum ekki verið. Þetta yrði ör-
lagarík nótt og um framtíð Henrys og fjölskyldu hans yrði engu spáð.
Lucy hvíslaði utan úr myrkrinu: „Debbie?"
Síðan hærra og það var hræðsluhljómur í röddinni: „Debbie! Hvar
ertu ?“
Raddir þeirra voru draugalegar í þessu myrkri.
„Hér er ég!“ Þau heyrðu til hennar í horninu hjá eldavélinni.
„Komdu! Upp á beklcinn með þig, heyrirðu það, og hreyfðu þig ekki
þaðan!"
Fyrir langa löngu, þegar hann var átján ára, hafði Henry og félagar
hans tveir hrundið árás yfir tuttugu rauðskinna, sem komu að þeim á
veiðum og vildu drepa þá. Henry og félagar hans höfðu barist eins og
óðir menn og naumast búist við að komast lífs af úr þeirri viðureign. Þó
minntist hann þess ekki, að hafa nokkurntíma verið eins hræddur eins
og núna, bak við þessa sterku veggi. Telpuhnokkar í.húsinu það gerði
hvern mann meyran fyrir brjóstinu, ofsahræddan, rétt eins og Comanch-
arnir væru þegar búnir að ná þeim öllum lifandi. Þó var rödd hans
róleg, jafnvel undir það kæruleysisleg, þegar hann tók ákvörðun sína.
„Marta. Fáðu Debbie kápuna.“
Andtartaks þögn. Og síðan rödd Mörtu, dálitið hás, og þó aðeins þetta
eina orð: „Strax?“
„Strax. Tunglið fer að koma upp." Henry gekk inn í annað svefnher-
bergjanna og opnaði gluggahlera hljóðlega. Hann horfði út í myrkrið,
sneri síðan aftur inn í eldhúsið.
Marta og Debbie stóðu samar. í skotinu við dyrnar. Barnið var í skinn-
skóm og hélt á kápu úr vísundaskinni.
„Nú förum við í útileguleikinn okkar," sagði hann við Debbie. „Þú
veist, þú átt að fela þig' hjá ömmu. Manstu? Þú átt að fara óskaplega
hljóðlega, eins og agnarlítil mús.“
Hann var að senda telpuna út að gröf ömmu sinnar.
„Ég veit." Debbie var feimið barn, en furðulega sátt við sléttuna og
myrkrið. Hræddist hvorugt. Hún hafði aldrei þekkt ömmu sína og vissi
raunar ekki hvað dauðinn var, en það hafði verið partur af uppeldi henn-
ar að kenna henni að lita á leiðið ömmu sinnar uppi á hæðinni sem fallegan
og góðan stað. Stundum fór hún með gjafir til ömmu.
,,Þú mátt ekki láta á þér kræla," sagði Henry, ,,og þú verður að fylgja
skurðinum og það má ekki heyrast frá þér tíst hvað þá meira. Svo held-
urðu beint upp á hæðina til ömmu og vefur kápunni þinni vel utan um þig,
svo að þér verði hlýtt, og ferð að sofa.“
„Ég man." Þau höfðu æft þetta áður og meir að segja gripið til þess
einu sinni, þegar þau höfðu búist við árás.
Henry gat ekki heyrt á rödd telpunnar, hvort hún var hrædd eða ekki.
Hann gerði þó ráð fyrir, að eitthvað hlyti hún að vera hrædd, því að kvíði
fullorðna fólksins gat naumast hafa farið fram hjá henni. Hann tók hana
í fangið og bar hana að glugganum, sem hann hafði opnað. Þó hann gæti
ekki séð hana, þá fannst honum hann sjá hana. Hún var með hýrt og
hraustlegt andlit og stór græn augu, sem enn báru alla ásjónuna ofurliði.
Um leið og hann kyssti hana, fann hann að andlit hennar var tárvott, og
hún tók svo fast utan um hálsinn á honum, að hann óttaðist að hann yrði að
slíta hana af sér. En hún sleppti takinu, og hann lyfti henni út um glugg-
ann.
„Hljóðlega nú og beygðu þig," hvíslaði hann í eyrað á henni. Og
hann sleppti henni.
IV.
Amos stöðvaði hest sinn á hálsinum fyrir norðan bæinn, svosem tíu
mílur frá bænum, og þar beið hann eftir Martin Pauley og því sem eftir
var af hestinum hans; sem var harla lítið. 1 suðurátt sáust eldtungur í
myrkrinu. Þær stækkuðu og urðu að björtu báli; eldurinn var kominn í
•1
VIKAN