Vikan


Vikan - 30.05.1957, Qupperneq 5

Vikan - 30.05.1957, Qupperneq 5
lönina hjá hlöðunni. 1 austri sást ennþá ekkert. Þeir rauðu höfðu valið og látið Mathisonbœinn í friði. Andartak sátu þeir þegjandi. Svo lyfti Amos kaðalspottanum í hendi sér og lét hann ganga af alefli á hestinum. Og þessi hestur hans komst einhvernveginn af stað aftur. Martin steig af baki og skalf svo og nötraði, að hann var nærri kom- inn á hnén. Hann lagfærði hnakkinn og steig aftur á bak og skepnan riðaði undir honum. Amos var horfinn. Mart kom hestinum af stað, en skepnan hljóp ekki, heldur slangraði og rykktist áfram í tunglskininu. Það blæddi úr vitum hennar. Þó bar hesturinn Martin næstum því alla leið heim að bænum. Hann steyptist ekki fyrr en svosem hálf míla var eftir. Og Martin lagði hendina andartak á höfuð hans, eins og i kveðjuskyni, og dró upp skammbyssuna og skaut hann í höfuðið. Svo tók hann riffilinn úr hnakkhulstrinu og hélt áfram og hljóp. Heyið var orðið að sindrandi glóð og eldurinn í hlöðunni var að deyja út, en húsið stóð ennþá. Andartak vaknaði barnaleg von í brjósti Martins, blossaði svo heiftarlega upp að hann sveið í brjóstið. Svo sá hann, að kveikt var á lampa í eldhúsinu. Og þótt hann ætti ennþá góðan spöl eftir, þá sá hann við þessa ljóstýru, að eldhúsdyrnar voru af lömunum, skakkar og brotnar. Martin hætti að hlaupa, og þótt hann stefndi á dyrnar þá gerði hann það nauðugur. Á veröndinni lá dauður hestur og sneri taglinu að dyi-unum. Fyrir framan veröndina lá hestur Amos afvelta. Hann mundi aldrei rísa á fætur framar. Martin steig milli fótanna á indíánahestinum og gekk inn í eldhúsið. Hann gekk eins og hann kynni ekki að ganga, eins og á stultum. Skammt frá dyrunum hafði ábreiða verið lögð yfir lík. Martin lyfti henni þar sem andlitið átti að vera, og hann horfði í andlit Mörtu. Augun voru opin, and- litsdrættirnir hreinir og sléttir; það var engu líkara en hún væri á lífi. Flestir gluggahleranna voru brotnir. Hunter Edwards lá í hnipri hjá forstofudyrunum, fingur hans krepptir, eins og þeir héldu ennþá utan um riffillinn, sem var horfinn. Ben hafði fallið við stofugluggann; hann var ósköp lítill og grannur drengur núna. Martin fann líkið af Henry Edwards í svefnherbergisglugga hjónanna; það sneri upp í loft og hékk hálft út um gluggann og þar höfðu hnífar Comanchanna mjög látið til sín taka. Höfuðleðrið var af Henry, eins og það var af Mörtu og bræðrunum. Martin lyfti likinu niður á gólfið og breiddi yfir það eins og Amos hafði breitt yfir Mörtu. Hendur Martins skulfu, en augu hans voru þurr þegar Amos kom aftur inn í húsið. Þegar Martin var búinn að sjá almennilega framan í fósturfrænda sinn, varð liann hræddur við hann. Andlitið á Amos var eins og steinn, en glóðin í augunum var svo hræðileg, að Martin hélt að Amos væri búinn að missa vitið. Amos hélt á einhverju, þrýsti því að brjósti sér, og þegar ljósið frá lampanum féll á það, þá reyndist þetta vera önnur hendin af Mörtu. Hann hafði ekki dregið ábreiðuna nógu langt niðm’ til þess að sjá, að hendina vantaði á líkið. Þeir voru svona Comancharnir. Sennilegast höfðu þeir kastað hendinni á milli sín, æpandi og öskrandi, þar til þeir týndu henni í myrkrinu. ,,Eg finn ekki Lucy. Né Deboruh,“ sagði Amos. „En maður sér líka lítið.“ Röddin var lág og hikandi. Martin sagði: „Við vorum búin að kenna Debbie að fara upp að leiðinu hennar ömmu —“ „Ég er að koma þaðan. Hún var þar. Ég fann slitur úr skinnkápu. En Debbie er þar ekki. Nei, ekki núna.“ „Heldurðu að Lucy —“ „Veit ekki enn hvort hún fór upp að leiðinu með Debbie. Verðum að bíða morguns.“ Amos var kominn með lak og byrjaður að rífa það í ræmur. Martin vissi að hann var að búa sig undir að gera að sárum líkanna. Amos leit upp: „Ég þarf að biðja þig að ganga til Mathisonfólksins. Láttu það koma með kerru, og svo vantar okkur kvenmann. Marta þarf að fá hrein föt.“ Martin sneri sér orðalaust að dyrunum. „Bíddu. Farðu úr þessum stígvélum og farðu i skinnskóna þína. Þú ’verður lengi að ganga þetta.“ Martin gegndi þessu lika þegjandi. Hann var kominn rösklega hálfa leið, búinn að ganga góðar átta mílur, þegar fyrstu reiðmennirnir mættu honum. Þetta voru sömu mennirnir sem þeir höfðu verið með daginn áður. Þeir voru búnir að hafa hestaskipti hjá Mathison og teymdu óþreytta hesta. Á hælana á þeim kom kerran og frú Mathison og Laurie í henni. Það var ekki þorandi að skilja þær eftir einar heima eins og komið var. Þeir, sem fyrstir fóru, höfðu riðið allt hvað þeir gátu, vonað, þótt vonlitið væri, að einhver væri á lífi hjá Henry. Þegar Martin sagði þeim tíðindin, stigu þeir af baki og biðu með honum eftir kerrunni. Enginn spurði hann náið út í þetta. Laurie lét hann fá pláss við hliðina á sér á ekils- bekknum og þau héldu þegjandi áfram. Nokkrum mínútum siðar sagði Laurie lágt: „Ó, Martie . . . Ó, Martie . ..“ Hún Iagði höfuðið að brjósti hans og grét góða stund. Martin sat eins og steingerfingur, gjörsamlega tilfinningalaus, ónæmur fyrir öllu, sem gerð- ist í kringum hann. Brátt rétti hún úr sér og hætti að gráta, og þannig héldu þau áfram í myrkrinu. Framháld í nœsta blaði. STÚLKAN á efri myndinni sver við allt sem heilagt er, að hún I sé saklaus — það er að segja, að hún hafi verið dæmd saklaus | fyrir njósnir. Hin er auðvitað nunna, eins og búningurinn ber með | sér, svo að það er ekki blöðum um það að fletta, að saklaus er | hún! En gamanlaust: Sú fyrrnefnda heitir Mary Hagan og er 29 | ára, og er myndin tekin af henni þegar hún kemur til Bandaríkj- j anna eftir að hafa afplánað átta mánaða fangelsisdóm í Israel fyrir | að njósna fyrir Sýrlendinga. „Ég hef aldrei fengist við njósnir!" | tilkynnti hún við heimkomuna. Iíin heitir Ingrid, og er fyrsta | sænska stúlkan, sem gengur í klaustur dominisku reglunnar í Sví- | þjóð. Hún er þarna vinnuklædd að ryðja land. Til að byrja með | voru henni settar fyrir tíu dagsláttur. EG ER SAKLAUS!" ÞAÐ ER ÉG EÍKA!“ VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.