Vikan - 30.05.1957, Blaðsíða 8
GARMURINN
HANN GISSUR
Rasmína: Gissur, nýja eldabuskan okkar, hún Bina
Bras, hótar að segja upp, ef hún fái ekki launa-
hœkkun.
Gissur: Haf Og hún kom í gœr!
Gissur: Hvað mér viðvíkur, er mér hjartanlega
sama þó að hún hœtti. Hún gœti ekki soðið egg
skammlaust, þó að llf hennar lœgi við.
Rasmína: Jœja, hún er Kunninginn: Svo að hún Bina Bras er strax lilaupin úr
rokin. Þú verður víst að vistinni?
borða úti i kvöld. Gissur: Já, hún heimtaði kauphækkun fáeinum klukkutím-
Gissur: Með ánaegju. um eftir að hún kom.
Gissur: Hún hafði lieldur ekki mikið fyrir þvi að ráða sig
aftur. Sagðist vera búin að fá sœg af tilboöum.
Gissur: Guð hjálpi fólkinu, sem Gissur: Þessi staönr lítur bara vel út. Ætli ég borði
þessi kerling kokkar i! ekki hérna.
Þjónninn: Er nokkuð að?
Gissur: MaUirinn er óœtnr, það er aTlt og sumt. Hvar
er forstöðumaðurinn ?
Forstöðumaðurinn: Hvað get ég gert
fyrir yður?
Gissur: Þetta er semsagt gjörsamlega
ócett. Stcilcin er þalcin brunasárum, lcartöfl-
urnar eins og vatnsgrautur, grænmetið hálf-
soðið og naumiega það.
Forstöðnmaðurinn: Farðu með þetta fram í eld-
hús og spurðu nýju eldabuskuna hvort hún vilji
eklci reyna aftur.
Þjónninn: Áttu við Bínu Bras, þessa sem þú
réðir í morgun ?
8
VIKAN
ÞEIR SÁU FRAM
\ VEGIIMIM
eftir
KURT BRADLEY
Þessir menn virtust vita, hvað
framtíöin bar í skauti sér.
'l
EG veit daginn og stundina sem ég
mun andast á,“ stóð í bréfi til
brezka sjónvarpsþáttarins: Eruð þér í
vanda? „Eg mun deyja í fangelsi. Get ég
ekki með einhverju móti umflúið þessi
dapurlegu örlög? Getið þið ef til vill
hjálpað mér?“
Eruð þér í vanda? er einn af vinsæl-
ustu sjónvarpsþáttum brezka ríkisút-
varpsins. Maðurinn, sem þetta bréf ritaði,
hefur sannað það fyrir stjómandi þáttar-
ins, að bókstaflega allt sem fyrir föður
hans kom og máli skiptir, hefur komið
fyrir hann — soninn — og á sama aldurs-
ári!
Stjórnandinn lét starfsmenn sína rann-
saka tólf atburði úr lífi bréfritarans. Ná-
kvæmlega samskonar atburðir höfðu átt
sér stað í lífi föðursins. Hann dó í fangelsi.
Á þetta að verða hlutskipti sonarins ?
Það er sjaldgæft, að mönnum takist að
spá fyrir um helstu atburðina í lífi sínu,
þótt margir hafi spáð rétt um dauðastund-
ina. Meðal þeirra má nefna rithöfundinn
Robert Burton, sem árið 1620 kom samtíð
sinni á óvart með því að tilkynna, að hann
mundi andast 25. janúar 1640.
Hvað hann síðan gerði!
Indverji að nafni Bimalendu Ghosal gat
ekki einasta sagt fyrir um það — upp á
dag — hvenær ýmsir ættingjar hans
mundu látast, heldur hvernig þeim mundi
vegna í lifanda lífi. Þetta gerði hann með
því að rekja sögu ættarinnar mörg hundr-
uð ár aftur í tímann. Hann byrjaði með því
að spá því, að faðir hans mundi deyja hinn
16. júní 1916. Fjölskyldan hló að honum.
En hann hafði rétt fyrir sér.
Þegar Bimalendu Ghosal kom til Eng-
lands árið 1936, fékk hann skeyti frá fjöl-
skyldu sinni, sem tjáði honum að móðir
hans væri hættulega veik og vonlaust um
líf hennar. Hann símaði um hæl, að hún
ætti eftir að lifa í mörg ár ennþá; hinsveg-
ar mundi yngri systir hans andast innan
níutíu daga!
Og það gerði hún.
„Sjálfur mun ég andast,“ spáði hann,
„17. júní 1945.“ Og enn hitti hann naglann
á höfuðið.
Það var samt ungverskur maður, sem
gæddur var furðulegustu spádómsgáfunni,
sem um getur. Það verður ekki betur séð
en hann hafi nákvæmlega vitað, hvað fyrir
hann mundi bera í lífinu, hversu skemmti-
legt sem það má vera. Hann hét Elak
Barna og var um skeið ráðherra.
I æsku var hann gjörólíkur jafnöldrum
sínum, líkari fullorðnum manni en barni.
Hann grét aldrei, því að hann virtist gera
sér ljóst hve tilgangslaus tárin eru. Ef
móðir hann gleymdi að gefa honum á pel-
ann, leit hann ásakandi á hana!
Hann var ákaflega hlýðinn og námsfús.
Hann var satt að segja fullkomið undra-
barn. Þegar drengir töluðu um að verða
eitthvað spennandi, þá kom hann öllum á
óvart með því að lýsa yfir: „Ég ætla að
verða aðstoðarutanríkisráðherra!“
Hann virtist ávallt vita, hvað fyrir hon-
um lá. Þótt hann kvæntist, varð hann
aldrei ástfanginn, því að hann virtist ein-
faldlega ekki geta hrifist af neinu né nein-
um. Þegar hann var kvaddur til herþjón-
ustu, vissi hann það fyrirfram, að hann
mundi losna við þá kvöð vegna hjartaveilu.
Barna sást aldrei brosa, enda brosir
maður að hinu óvænta. Enginn heyrði
hann kvarta, því að það er bamalegt að
kvarta yfir því, sem ekki er hægt að um-
flýja.
Að lokum var hann skipaður aðstoðar
innanríkisráðherra, en hann vissi, að
hærra muridi hann ekki komast' í met-
orðastiganum.
Hjartasjúkdómur hans ágerðist, svo að
hann hækkaði líftrygginguna sína og
keypti sér legstað í fallegum kirkjugarði.
Hann óttaðist ekki dauðann.
Mánudaginn 5. febrúar 1933 hringdi
hann á lækni sinn og bað hann að vitja
sín klukkan níu árdegis á föstudag. Klukk-
an hálf níu fékk hann tak fyrir hjartað.
Hálftíma seinna kom læknirinn. Því sem
hér hefur verið lýst, hafði Barna skrifað
í dagbók sína áður en það gerðist. Rétt
áður en hann gaf upp öndina, fékk hann
konunni sinni dagbókina og sagði: „Ég
hef skrifað í hana framtíðaráætlun þína.“
Barna hafði haldið dagbækur árum sam-
an, og þeir sem fengu að glugga í þær á
meðan hann lifði, segja, að á því sé eng-
inn vafi, að hann hafi hvað eftir annað
vitað upp á hár hvað í vændum var.
Það er vissulega sjaldgæft, að menn
geti á þennan hátt séð fyrir óorðna hluti í
lífi sínu. En margir hafa lýst sínu eigin
andláti. Árið 1953 var tíu ára gömlum
dreng í Miinchen, Horst að nafni, sagt að
semja dálitla ritgerð um einhvert eftirfar-
andi fimm viðfangsefna: 1) Fæðing. mín;
2) Móðir mín; 3) Slysahættan á vfegun-
um; 4) Ferðalög; 5) Hvaða starf hentar
kvenfólki bezt?
Hann kaus þriðja viðfangsefnið. 1. rit-
gerðinni lýsti hann því, hvemig ungur
piltur á reiðhjóli var að flýta sér heim
til sín, reyndi að fara fram úr vörubíl,
sem var með múrsteinahlass, varð fyrir
bílnum og lést samstundis.
Klukkustundu síðar var Horst lagður
af stað heim á leið á hjólinu sínu og lá
mikið á. Eins og hann lýsti því í ritgerð-
inni, reyndi hann að skjótast fram hjá
vörubíl hlöðnum múrsteinum, varð fyrir
honum og lét lífið.
Franz Meyer, prófessor við háskólann í
Jena, var í júní árið 1937 kvaddur að dán-
arbeði eins nemanda síns, sem fékk honum
lykil að öskju og bað hann að opna hana að
sér látnum. Stúdentinn andaðist 13. dag
mánaðarins og Meyer fór að ósk hans. I
öskjunni var bréf til hans, þar sem hinn
látni lýsti óhugnanlegum draumi, sem
hann hafði dreymt.
Honum hafði verið gengið inn í kirkju-
garð, þar sem hann sá sér til mikillar
skelfingar mosagróinn legstein með nafni
sínu á. Á steinum var dánardagurinn: 13.
júní 1937.
ÁST VIÐ FYRSTU SÝN
Hér eru þau, banda-
riski íþróttamaðurinn
Harold Connolly og
tékkneska íþróttamærin
Olga Fikotova, sem mest
var talað um fyrir
skemmstu, þegar óvissa
ríkti um það hvort ást-
arævintýri þeirra fengi
góðan endir. Það varð
ást við fyrstu sýn, þeg-
ar þau birtust á Olym-
píuleikunum í Ástralíu,
en þar varð Conolly
hlutskarpastur í sleggju-
kasti og Olga sigraði í
kringlukasti. Um skeið
virtist henni ganga eitt-
hvað treglega að fá far-
arleyfi frá Tékkóslóvak-
íu, eftir að luin og Con-
nolly opinbernðu. En
fór allt vel og
er móðir Con-
að bjóða þau
þetta
þarna
nollys
velkomin til Bandaríkj-
anna.
VIICAN
!»