Vikan


Vikan - 30.05.1957, Page 11

Vikan - 30.05.1957, Page 11
I’ jjíi r visiurstin n u n in — Þetta var fjarvistarsönnun sem sagöi sex. Og þó var hún ekki nógu góð. — CRANE kinkaði kolli þegar Bantock lögregluforingi sagði honum frá morði frú Southarms. „Southarm sjálfur er óneitanlega dálít- ið grunsamlegur,“ sagði hann og kveikti sér í sígarettu. „Mjög svo,“ sagði lögregluforinginn. „Ronald Southarm var fluttur að heiman og hann var ástfanginn af einkaritara sín- um. Ekki svo að skilja, að ég lái honum það. Stúlkan sú veit hvað hún syngur.“ „Ég kannast við hana,“ sagði Crane. „Hvað veistu meira?“ „Ja, frú Southarm vildi ekki veita hon- um skilnað, heimtaði víst af honum nokk- uð ríflegan lífeyri og . . „Og,“ greip Crane fram í, „ef ég þekki Southarm rétt, hefur hann ekki tekið þessu með þögn og þolinmæði. Hann er harður í horn að taka, segja þeir sem þekkja hann í viðskiptaheiminum.“ „Þetta er ágætt svo langt sem það nær,“ sagði Bantock, „en það er ekki hægt að handtaka mann, þegar fjarvistarsönnun Hann fer hraðar Bogaskyttur sjást sjaldan nú á dögtim. Því undarlegra er það, að þessi maður skuli vera með boga. Hann er nefnilega orustuflugmaður og farkosturinn hans flýgur marg- falt hraðar en örvarnar, sem hann or að skjóta. Á þeim órum, þegar hoglnn var notaður í hernaði, hefði slíkur hraði þótt saga til næsta bæjar. hans er í lagi — og þetta er fjarvistar- sönnun, sem segir sex.“ Crane rétti úr sér í stólnum og neri saman iófunum. „Skýrðu þetta fyrir mér.“ Sagan sem Bantock hafði að segja, var í rauninni einföld. Kvöldið áður hafði Ronald Southarm komið heim úr leikhús- inu með hinn fagra einkaritara sinn og sex kunningja. Bantock nefndi nöfn þeirra og Crane kannaðist við þá alla. Þekktir kaupsýslumenn. Enginn þeirra mundi bera ljúgvitni fyrir Southarm. Þeir drukku nokkur glös, hlustuðu á útvarpið og kvöddu þegar það hætti á miðnætti. Einkaritarinn varð þeim sam- ferða. „Frú Southarm," lauk Bantock máli sínu, „var skotin gegnum gluggann á íbúðinni sinni við Grosvenor torg þegar klukkuna vantaði nákvæmlega fimm mín- útur í tólf.“ „Er það nú alveg víst?“ spurði Crane. „Já. Húsvörðurinn heyrði skotið og neyðaróp hennar. Hann komst inn í íbúð- ina. Það var enn lífsmark með frú South- arm, en hún var að gefa upp öndina. 1 næstu íbúð bjó læknir, sem fáeinum sek- úndum seinna var kominn á staðinn. Hún dó í fanginu á honum. Útvarpið var opið í íbúðinni og það var enn að. Þá vantaði klukkuna aðeins fjórar mínútur í tólf.“ „Ef ég man rétt,“ sagði Crane, „býr Southarm á Grosvenor hæð.“ ,Rétt,“ sagði Bantock og gretti sig. „Það er svosem hálfrar mínútú gangur. Hann gæti ncestum pví hafa gert þetta. En ekki alveg. Og það skiptir öllu máli.“ Hann hristi höfuðið. „Þetta væri ekki sem verst,“ hélt hann áfram, „ef um klukk- ur væri að ræða. Það getur verið nokk- urra mínútna munur á klukkum. En út- varpið er allsstaðar eins.“ „Ég hleraði einhverstaðar,“ skaut Crane inn í, ,,að Southarm væri í fjárkröggum. Hinn dularfulli morðingi hefur því gert honum talsverðan greiða. Hann hefur ekki einasta losað hann við fjárhagslega byrði, heldur sennilegast orðið til þess, að Southarm fær borgaða út álitlega líf- tryggingarupphæð. “ „Þú hittir naglann á höfuðið," sagði Bantock, ,,en við getum ekki snert hann hvað þá meira. Það er sama hvað hann græðir á þessu það er jafn ómögulegt að hann hafi framið morðið.“ Crane brosti. „Nennirðu að í’eyna að fá Southarm til að koma hingað í kvöld?“ spurði hann. „Og einkaritarann. Ég skal reyna að taka vel á móti ykkur; sjáðu hvað þú getur.“ Ronald Southarm þáði boðið. Hann var svartklæddur, eins og nýslegnum ekkjumanni ber að vera. Dálítið þreytu- legur líka. Með honum kom hinn annálaði einkaritari, ilmandi af ilmvatni og klædd eins og drottning. Hún reyndist heita Gloria, og það var augljóst á allri framkomu hennar, að hún bar mikla virðingu fyrir húsbónda sínum. Bantock lögregluforingi var dálítið lura- legur við hliðina á hinu glæsilega pari. „Þú ert heimsmaður, So.itharm,“ sagði Crane um leið og hann bar honum viský- glas. „Þessvegna veit ég, að það kemur þér varla á óvart, þó að ég segi þér, að hann Bantock vinur minn varð fyrir dá- litlum vonbrigðum, þegar hann uppgötv- aði, að fjarvistarsönnunin þín var alveg pottþétt." „Fjarvistarsönnun ? 1 þessu felst að- dróttun,“ sagði Southarm kuldalega. „Ja, þeir taka nú svona til orða þessir lögreglumenn. Afskaplega hreinskilnir." „Mér fellur heldur ekki við tóninn í þér,“ sagði Southarm og það kom hræðslu- glampi í hin fögru augu Gloriu. „Ég segi þér þetta þó að ég eigi að heita að vera gestur þinn. Sex ágætir menn eru reiðu- búnir að sverja hvenær sem er, að ég sat í sama herbergi og þeir þegar vesalings Alice var myrt. Við bjuggum að vísu ekki saman. En þetta er viðkvæmt mál allt um það. Við skulum tala um eitthvað annað.“ Það varð óþægileg þögn, unz Southarm leit á úrið sitt og sagði: „Klukkan er orð- in nærri ellefu. Ætli við förum ekki að kveðja, Crane. Þakka þér fyrir okkur.“ Það var ekki laust við, að hann væri dá- lítið undrandi á svipinn. Eins og hann skildi ekki almennilega, hvað til stæði með þessu boði. „Nærri ellefu?“ sagði Crane. „Úrið þitt er vitlaust. Það er ekki orðið nærri svo framorðið." Áður en Southarm gæti svarað honum, teygði Crane sig í útvarpstækið og opn- aði fyrir það. Andartaki seinna heyrðist Big Ben slá, síðan kom tímamerkið og loks rödd þularins: „Nú verða Iesnar níu- fréttirnar. ..“ Gloria hjóðaði. Bantock gapti í stól sín- um. Southarm tók undir sig stökk og reif upp stofudyrnar, þar sem tveir lögreglu- þjónar gripu hann fyrirhafnarlítið, ____ . J Tpdmund Crane lyfti upp borðdúknum. Undir borðinu kom í ljós stálþráðstæki, sem var í sambandi við útvarpstækið. Það var enn í gangi og þulurinn var enn að þylja níufréttirnar. „Það er semsagt hægt að setja það í samband við útvarpið, og ef það er falið, hefur enginn maður hugmynd um annað en hann sé að hlusta á ósvikna útvarps- sendingu. Southarm átti á stálþræði síð- ustu mínútur annarrar kvölddagskrár. Svo setti hann stálþráðinn í samband við tækið sitt og opnaði fyrir það — og gestir hans héldu að þeir væru að hlusta á venjulega útvarpssendingu. Nema hvað Southarm hagaði sinni prívat útsendingu þannig, að henni lauk tíu mínútum fyrr en sú ósvikna. Þegar gestir hans heyrðu þjóðsönginn, héldu þeir auðvitað, að kom- ið væri miðnætti. En sannleikurinn var sá, að klukkuna vantaði tíu mínútur í tólf. Strax og þeir voru famir, hljóp hann út og niður á Grosvenor tory og skaut konuna sína. Og hann hafði — - ja, svona hér um bil — fullkomna f jarvistarsönnun.'* „Það mátti engu muna,“ tautaði Bantock. ,,0g það var nóg.“ „Ef gestirnir hefðu nú ekki farið strax. . .?“ „Þá hefði hann ekkert gert það kvöld- ið. Þctta fcragð cr sumsé alltaf jafn gott. Sjáðu til: Fjarvistarsönnunin er á stál- þræðinum og stálþráð má geyma von úr viti.“ — ROBERT HERVEY VIKAN n

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.