Vikan - 30.05.1957, Qupperneq 12
NDRBERT DAVIS
FYRSTI KAFLI
9
TyAD bregst ekki, að svo sem fjórum dögum eftir að
við byrjum á nýrri framhaldssögu, fáum við eitt
eða fleiri bréf, þar sem efnisvalinu er harðlega mótmælt.
Það skoplega er, að það er uákvæmlegta sama um hvað
nýja framhaldssagan fjallar. Sé hún fyrst og fremst
leynilögreglusaga, þá heimtar bréfritarinn (eða bréf-
ritararair) ástasögu, og sé hún fyrst og fremst ásta-
saga, þá heimta þessir pennavinir okkar jafn eindregið
leynilögreglusögu.
Af þessu má ráða, að það er ekki alltaf eintómt grín
að gefa út blöð. Og ennfremur, að það er víst talsvert
satt í því, sem almenningur segir, að það sé erfitt að
gera öllum til hæfis.
Jæja, þessi saga, sem nú hefur göngu sína, er sam-
bland af ást og ofbeldi. Auðvitað reiknum við samt
með því á VIKUNNI, að fá þessi blessuðu bréf. En hér
er sumsé gerð tilraun til þms að sigla byr beggja —
og í kaupbæti (og til þess að gera málið ennþá flókn-
ara) er ein af söguhetjunum hundur!
ÞEGAR Doan og Vaskur birtust í anddyri Hótels Aztece, ætl-
uðu augun út úr gestunum, sem þar voru fyrir. Doan var
að vísu hvorki til né frá. Það var Vaskur, sem menn voru að
glápa á. Hann var á stærð við kálf og framkoman eftir því
virðuleg. Hann gekk á undan húsbónda sínum að dyrunum og
beið eftir því með þóttasvip, að honum yrði hleypt út. Og svo
strunsaði hann á undan Doan út í sólskinið.
Doan nam staðar á gangstéttinni og teygaði að sér þetta
hreina, ferska loft. Hann horfði ánægður í kringum sig. Hann
var stuttur og fremur feitlaginn, og andlitið minnti töluvert á
nýrkaðan jólasvein: rautt og vingjarnlegt og einstaklega sak-
leysislegt.
„Andaðu djúpt að þér, Vaskur,“ skipaði hann. „Þetta er dá-
samlegt lóft. Þetta er mexikanskt veður upp á sitt bezta.“
Vaskur geyspaði þreytulega. Það var auðséð á honum, að
honum dauðleiddist. Það var líka auðséð á honum, að hann leit
• stórt á sig. Og síst að furða. Hann lék að vísu aldrei listir, því
að það var fyrir neðan virðingu hans, en hefði hann tekið upp á
því að leika þá list að rísa upp á afturlappimar og tylla fram-
fótunum á axlirnar á Doan húsbónda sínum, þá hefði hann
skagað langt upp fyrir hann. Vaskur var svo stór, að það var
satt að segja tæplega hægt að kalla hann hund. Hann var eigin-
lega nýtt afbrigði 1 dýraríkinu.
Stúlka skundaði út um dymar fyrir aftan Doan og sagði
„Ó!“ þegar hún kom auga á Vask beint fyrir framan sig.
Vaskur var ekkert að víkja til hliðar. Hann sneri höfðinu
. letilega og horfði á hana. Doan fór að dæmi hans.
Hún var í meðallagi há og hún hefði kannski mátt vera ofur-
. lítið feitari. Það var eins og hún hefði ekki fengið alveg nóg að
borða um dagana; hér um bil nóg en ekki alveg. Hún var með
stór augu — mjög skær, blá augu. Þau voru ansi falleg. Hárið
var skolleitt og sýndist vera silkimjúkt. Hún var með hvítan
hatt, einskonar vef jarhött. Og hún var í mjallahvítum sumarkjól
og mjallahvítum jakka og með mjallahvíta ilskó á fótunum.
„Afsakið,“ sagði hún og greip andann á lofti, „en — en
hann gerði mér svo óttalega bylt við.“
„Hann gerir mér líka stundum bylt við,“ sagði Don. „Hvað
heitirðu ?“
Stúlkan horfði dálítið hikandi á hann. „Hvað ég heiti? Jú, ég
heiti Janet Martin."
„Ég heiti Doan,“ sagði Doan. „Ég er leynilögreglumaður."
„Leyn . . . leynilögregiumaður ?“ endurtók Janet Martin og
stamaði svolítið. „Því hefði ég aldrei trúað eftir útlitinu."
„Auðvitað*ekki,“ sagði Doan hátíðlega. „Sjáðu til, ég er dul-
búinn þessa stundina. Ég læst vera réttur og sléttur túristi.“
„Nú,“ sagði Janet. „Svo já.“ Hún horfði á Vask. „Skelfing
er hann fallegur. Ég á við, ekki kannski beinlínis fallegur en —
glæsilegur. Bítur hann?“
„Endur og eins,“ játaði Doan.
„Má ég klappa honum?“
Doan horfði spurnaraugum á Vask. „Má hún það?“
Vaskur virti Janet fyrir sér og færði sig að svo búnu nær
henni og bauð henni höfuðið. Hún klappaði honum á ennið.
Brúnn langferðabíll brunaði upp götuna og nam staðar and-
spænis hóteldyrunum. Stuttur maður í forkunnarfínum brúnum
einkennisbúningi stökk út úr bílnum, sló saman hælunum og
sagði:
„Góðan dag. Ég leyfi mér virðingarfyllst að spyrja, ætlið þið
í hina makalausu skemmtiferð, sem nú skal hefjast?"
„Einmitt sá sem ég var að leita að,“ sagði Janet. „Jú, ég
ætla til Los Altos. Þetta er bíllinn, sem ég á að taka, er það ekki ?“
Litli maðurinn smellti aftur saman hælunum og hneigði sig.
„Veskú! Þetta er sá hinn sami bíllur! Þvílíkt makalaust farar-
tæki munið þér alls ekki finna út og suður.“ Enskan hans var
vægast sagt dálítið óvenjuleg.
„Ég var hrædd um ég væri orðin of sein. Hvenær leggjum
við af stað?“
„Á tímaákvörðun,“ sagði litli maðurinn. „Við leggjum allt-
af á stað nákvæmlega á tímaákvörðun. Ég heiti Bartolome —
áherzlan á seinasta atkvæðinu, gjörið svo vel! Ég, Bartolome,
er lögskráður bílstjóri og fylgdarmaður. Tala ensku eins og
þamba vatn. Virðingarfyllst að gera mér þann heiður að af-
henda farmiða.“
Janet fékk honum farmiðann sinn, og hann skoðaði hann
svo vandlega, að engu var líkara en hann gengi út frá því, að
seðillinn væri falsaður. Hann las jafnvel smáletrið á bakhliðinni.
„I lagi hinu ágætasta,“ játaði hann að lokum. „Virðingarfyllst
fáið yður sæti. Við leggjum af stað strax eða þegar hinir far-
þegarnir finnast."
„Hér eru tvö til viðbótar,“ sagði Doan og fékk honum tvo
farseðla.
„Með þakklæti," sagði Bartolome og rannsakaði þá eins
vandlega og hann hafði miða Janets. „I lagi hinu ágætasta. En
þér hafið tvo miða og eruð ekki tveir. Hvar er hinn?“
„Þarna,“ sagði Doan og benti.
Bartolome horfði á Vask, lokáði augunum andartak, reyndi
svo aftur. „Líkist hundi,“ sagði hann loks hægt og gætilega.
„Dálítið,“ sagði Doan.
,,Er hundur, sem ég er í lifandi!“ hrópaði Bartolome. „Sví-
virðilega og ótrúlega risastór hundur! Sannkölluð martröð í
hundslíki!"
„Hægan,“ sagði Doan í aðvörunarróm. „Hann er ákaflega
hörundsár."
Bartolome leit á farseðlana og síðan á Vask. „Annar þess-
ara hans seðill?“
„Já.“
Bartolome kipraði saman augun. „Virðingarfyllst, fyrirhuguð
makalaus skemmtiferð er ekki fyrir hunda!“
.....................................Hllliili ii ...... 1111111 iiiiiiiiiiiiiiunmt/.
Í £
i . |
3
:
:
E
5
3
:
E
l
S
E
:
V
E
I
Z
T
IJ
1. Hvaða skepna fékk einu sinni opinbert em-
bætti suður í löndum?
2. Við Iivaða háskóla stundaði Hamlet nám?
Var það Oxford, Hafnarháskóli, háskólinn í
Wittenberg- eða Lundur í Svíþjóð?
3. Hvaða sambandsríki í Sovétríkjunum hafa
fulltrúa hjá S.I>. ?
4. I>að var ekki glerskór, sem Öskubuska setti
upp. Skórinn var úr öðru efni. Geturðu nefnt
það og veiztu, hversvegna talað er um gler-
skó i ævintýrinu?
5. Hvaða fugl sendl Nói fyrst út úr örkinni?
6. Hvenær leiddi Móses Gyðinga út úr Egypta-
landi ?
7. Er orðið ölmusa íslenzkt?
8. 1 livaða heimsálfu er fjallið Aconcagua?
9. Hvaðan er þetta:
Hijóðs biðk allar
helgar kinilir.
10. Hver var Spinoza og á hvaða öld var hann
uppi?
Sjá svör á bls. II,.
iii
:
:
llllllllllll■■llll■■llllll|||||||llllllllllllllll|||||||||||||||||||||||||l|||||||||||||||||||n||,l,||,,,l,,,||,,||,||||||,||||||,||||,k<^'
12
VTKAN