Vikan


Vikan - 30.05.1957, Qupperneq 13

Vikan - 30.05.1957, Qupperneq 13
W i Úboðnir gestir 1 Manni dettur það kann- [ ski sízt af öllu í hug, en | maðurinn á myndinni e starfar á bögglapóstinum [ í New York. Svo er mál 1 með vexti, að þeir þarna í í pósthúsinu urðu fyrir því l óhappi, að það brotnaði I hjá þeim kassi — og út | úr honum streymdu 200 I bálreiðar bíflugur. Hann I er að varpa að þeim I sprengju með skordýra- i eitri. En áður en póst- I mennirnir káluðu bíflug- i unum, voru þær búnar að i flæma nærri því hvern ein- | asta mann út úr bygging- i unni. ^iimimmmiimiiiimitmniiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimimiiimmmiiimiiiiiiimiimmiiiiiimiim'^ ,,Jú, væni.“ ,,Nei!“ ,,Jú, væni.“ „Nei og nei og nei og nei!“ hrópaði Bartolome. ,,Og nei! Andartak!“ Og hann þaut inn í hótelið. „Ég samhryggist þér,“ sagði Janet við Doan. „Hversvegna ?“ spurði hann undrandi. „Að þú skulir ekki fá að fara með Vask til Los Altos.“ „En auðvitað fer hann,“ sagði Doan. „Við lendum alltaf í svona erfiðleikum, þegar við erum að ferðast. Við erum hættir að kippa okkur upp við þetta.“ Feitur maður í snjóhvítum fötum kom út á gangstéttina. Bartolome var á hælunum á honum. Bartolome benti á Vask og sagði hásri röddu: „Þarna er það sem ekki fer hænufet, virðingarfyllst!“ Feiti maðurinn sagði: „Mér þykir það leitt, en hundum er aldrei hleypt upp í bílana okkar.“ Doan ypti öxlum. „Gott og vel. Þá bíður hann hérna. En ég ráðlegg ykkur að setja á hann sterka festi. Ég er hræddur um, að hann verði hálf gramur, þegar ég skil hann eftir.“ „Gramur?“ endurtók feiti maðurinn lágt og gaut augunum til Vasks. Vaskur opnaði kjaftinn hægt og virðulega og sýndi honum upp í sig. Vígtennurnar voru á stærð við litla fingur á manni. Um leið urraði hann lágt. Feiti maðurinn mjakaði sér varlega f jær honum. „Er hann . . . er hann hættulegur?“ „Mjög svo,“ ansaði Doan. „Og líka ákaflega vanafastur. Hann ræðst á hvern þann sem reynir að gefa honum — nema mig. Og ef hann borðar ekki, þá deyr hann. Ef hann deyr, þá fer ég að sjálfsögðu í skaðabótamál við ykkur.“ Feiti maðurinn lygndi aftur augunum og andvarpaði. „Hann fer með bílnum,“ sagði hann mæðulega við Bartolome. „Ha!“ hrópaði Bartolome hneykslaður. „Hann fer með!“ urraði sá feiti. „Heyrðirðu, hvað ég sagði, eða þarf ég að gefa þér sitt undir hvorn?“ „Ég heyri,“ sagði Bartolome fýlulega. Hann beið uns feiti maðurinn var horfinn inn í hótelið og bætti þá við: „Bandít og bófi.“ Hann sneri sér að Doan og benti inn í bílinn: „Virðingar- fyllst fáið yður sæti.“ Kvenmaður opnaði dyrnar á hótelinu, rak höfuðið út um þær og hrópaði: „Mortimer!“ Andartaki seinna hvarf höfuðið. Dyrnar opnuðust aftur og karlmaður rak höfuðið út og öskr- aði: „Mortimer!“ Hann beið á meðan bergmálið dó út og horfði gremjulega á fólkið á gangstéttinni. „Hafið þið séð hann?“ „Ekki svo ég muni,“ ansaði Doan. Maðurinn sagði: „Einhveni góðan veðurdag sný ég hann úr hálsliðnum. Mortimer! Komdu, bölvaður anginn þinn!“ Þetta bar engan árangur og hann dæsti þreytuiega og gekk út á gang- stéttina. Hann var stuttur, gildur og kraftalegur og blóðrauður í framan. Hann var í spánýjum fötum og það marraði í skónum hans. „Ég heiti Henshaw — Wilbur M. Henshaw.“ „Ég heiti Doan. Þetta er ungfrú Janet Martin.“ „Mín er ánægjan," sagði Henshaw. „Eruð þið viss um, að þið hafið ekki séð Mortimer? Það er strákurinn minn. Hann er líkastur apa í framan." „Þessi þama?“ spurði Doan og benti á fjaðrakúst, sem var á hreyfingu uppi á svölunum fyrir ofan dyrnar. „Mortimer, óþekktaranginn þinn!“ hrópaði Henshaw. Komdu hingað niður á augabragði!" Fjaðrakústurinn hvarf og í stað hans birtist freknótt og al- veg ótrúlega fúlmennskulegt andlit. „Hvað ertu að öskra, vindbelgur ?“ spurði Mortimer föður sinn. „Fari það í logandi, ég veit ekki hvað ég geri við þig, ef þú hverfur aftur,“ ískraði Henshaw milli saman bitinna tannanna. „Mér er alvara. Við erum að fara til Los Altos, og ég ætla mér sko ekki að vera í feluleik við þig í allan dag.“ „Farðu í feluleik við sjálfan þig,“ ansaði Mortimer, ,,og gerðu mér þann greiða að týnast.“ Hann hvarf, en kom að vörmu spori þjótandi út um hótel- dyrnar, út á gangstéttina. Hann hafði búið sér til einskonar fjaðraskúf úr kústinum, fest hann á hausinn á sér með breiðu bandi. Hann var í brúnum skátabuxum og brúnni khakiskyrtu. „Nei, hundur!“ æpti hann, þegar hann sá Vask. „Nú skal ég sýna ykkur dálítið skemmtilegt. Ég tek eldspýtu, sting henni undir löppina á honum og — Gaman, gaman!“ Hann tók eldspýtnastokk úr vasa sínum og læddist hljóðlega í áttina til Vasks, sem þegar hér var komið var lagstur á gang- stéttina og ætlaði að fá sér blund. Janet gerði sig líklega til að mótmæla, en Doan blikkaði hana og hristi hofuðið. Þegar Mortimer var svosem meter frá honum, settist Vaskur upp og horfði á hann. Hann var jafnhár Mortimer þegar hann sat. Hann glennti upp ginið, hægt og rólega og virðulega. Höfuð- ið á Mortimer hefði auðveldlega komist fyrir í þessu gini. Mortim- er stirðnaði og augun ætluðu út úr honum. Vaskur laut áfram og smellti saman skoltunum svosem þuml- ung frá nefinu á Mortimer. „Hjálp!“ emjaði Mortimer. „Hjálp! Mamma!“ Hann tók til fótanna og bókstaflega flaug inn um hóteldyrnar. „Doan,“ sagði Henshaw ákafur. „Þennan himd vil ég kaupaí Mér er sama hvað þú setur upp!“ „Ég get því miður ekki selt hann,“ sagði Doan. „Hann mundi ekki leyfa mér það. Og auk þess vinnur hann fyrir mér, þegar ég hef lítið að gera.“ Framhald á bls. íl/. ★ — 'k — ★ — ★ — ★ — — ★ ★ — ¥ Stjörnuspá ársins 1957 ★ i (gerð fyrir áramót) JUNIMANUÐUR | Almennar horfnr: -K • Stjórnmálalegai' aðgerðir létta andrúmslöftið í heiminum. Mikið um viðskiptasamninga. ^ • Fram að 26. júní (einkum 12.) verður æði órólegt og tvísýnt tímabil. ^ • Barátta um völdin og sumir æðstu stjórnmálamenn verða valtir í sessi. • Hætta á slysum á landi og sjó. ★ I -Ss I * I ¥ I * I ¥ I ★ ★ Umbrotasöm landsvæði: • Milli 0 og 10. gráðu austlægrar lengdar (Frakkland, Alsýr og Túnis). • Meðfram endilöngum 45.° austlæga lengdarbaugnum (i Sovét- ríkjunum, Arabíu og Madagaskar) og milli 70. og 90. austlægu lengdarbauganna (á Indlandi, Kina og Burma) eru hættu- svæði. • Indland, Kina, Mongólía, Indókína og Suð-austur Asía verða líka viðkvæm svæði um þetta leyti. • Heilladagar: 27., 28. • Óheilladagar: 1, 6, 13, 18, 21, 30, en einkum þó 14. • Mánuður ferðalaga og farsælla endurfunda. — ★ ★ — ★ — ★ — ★ — ★ ★ — ★ — ★ ★ I * l * I ★ í ★ s * I * I * i ★ í * ! ★ i ★ | * ! * I ★ 1 * I' ★ VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.