Vikan - 27.06.1957, Page 2
o
Við gömlu hjónin fórum á gömlu
dansana 17. júní og þar var sungið
og spilað lag, sem okkur minnir að
hafi heitað Á réttardansleik. Af þvi
við erum nú sveitafólk, langar okkur
að fá textann. Getur þú hjálpað okk-
ur, Vika góð? — Karl og kerling.
SVAR: „Á réttardansleik" er eftir
Loft Guðmundsson blaðamann. Hér
er textinn hans:
Á grundinni við réttarvegginn
ganga þau í dans,
og Gunna stígur jitterbugg
en Jónki óla-skans;
Jónki bóndi í hjáleigunni
og kaupakonan hans.
Brosljúf, ástfús borgarmœr,
sem bregður ei við neitt,
ilmvatnsþvegin, uppmáluð
og augnabrúnareitt,
og Jónki hefur rakað sig
og rauðan lubbann greitt . . .
Hæ-hæ og hó-hó,
tónar töfra og kalla.
Hæ-hæ og hó-hó,
hljóma klettar fjalla.
Og fullur máninn gægist yfir
grettið tindaskarð;
geislasindri fölvu stráir
laut og döggvott barð.
Er það bara blær, sem pískrar
bak við réttargarð?
Heitt að Jóni hallast Gunna,
hvíslar: Ég er þreytt . .
Hvaða fjas og vitleysa, —
og Jónki brosir gleitt.
Ó, hann Jón, það erkiflón,
sem aldrei skilur neitt.
Hæ-hæ og hó-hó,
grund við dansinn dynur.
Hæ-hæ og hó-hó,
harmonikan stynur.
Á grundinni við réttarvegginn
gengið var I dans,
og þegar Jónki þreyttist á
að þramma Óla-skans,
vegavinnustrákur stökk
af stað með Gunnu hans.
Og fullur máninn gægist yfir
grettið tindaskarð,
glottir kalt að Jónka, er skimar
út um laut og barð.
Já, — hamingjan má vita hvað
af henni Gunnu varð . . .
Hæ-hæ og hó-hó,
hrópar Jónki og stynur.
Hæ-hæ og hó-hó,
dimmt í klettum dynur.
Fyrir nokkrum dögum sá ég hér í
verzlun einkar fallega garðstóla, sem
FORSÍÐUMYNDIN
Hér er hún aftor komin, fegurðardrottning ársins —
Bryndís Schram. Okkur fannst viðkunnanlegra að birta
myndir af henni einni og nýkrýndri. — Þessi fegurðar-
samkeppni er annars buin að valda okkur á VIKUNNI
nokkrum erfiðleikum. Svo er mál með vexti, að á sumrin
að minnsta kosti verða síðustu síðurnar að vera tilbúnar
til prentunar á föstudagskvöldi, eða fjórum dögum áður
en byrjað er að dreifa blaðinu. Nú vildi svo til, að feg-
urðardrottningin var að þessu sinni valin á föstudags-
kvöldi, eða með öðrum orðmn eftir að frágangi blaðsins átti
að vera lokið. Þennan vanda var aðeins hægt að leysa
með því að prenta mynd af DKOTTNINGAKEFNUNUM,
fresta prentun bls. 2 fram á laugardagsmorgun og setja
þá — eldsnemma — inn á síðuna nafn og númer þeirrar
stúlku, sem hreppt hafði titilinn. Hinsvegar var ógerlegt
að birta strax mynd af henni „sóló“, nema þá að leggja
í þann kostnað að hafa tilbúin myndamót af ÖLLUM
keppendunum. — Þetta er með öðrum orðum ákaflega
flóMð. En okkur á VIKIJNNI fannst skemmtilegra að
útskýra það fyrir kaupendum okkar, hvaða atvik ollu því,
að ógerlegt var fyrr en nú að sýna nýju fegurðardrottn-
ingunni þá sjálfsögðu kurteisi að bjóða henni einni á
forsíðuna okkar.
LJÓSM.: SIGM. M. ANDKESSON.
kostuðu á fimmta hundrað króna. JGg
œtlaði að láta eftir mér að kaupa
einn, en tók fyrst vinkonu mina með
mér í verzlunina og sýndi henni grip-
inn.
Hún gat frœtt mig á því, að í Sví-
þjóð kostuðu samskonar stólar
tuttugn til þrjátiu krónur sænskar.
Ég verð að játa, að þessar upplýs-
ingar komu svo ónotalega við mig,
að ég hœtti við kaupin. En eftir á að
hyggja: getur þetta annars verið rétt
hjá konunni ? — Hanna.
SVAR: Já, og VIKAN þykist meir
að seg-ja vita hvaða stólategund sé
hér á dagskrá. En samanburðurinn
verður reyndar ekki alveg eins sorg-
Framhald á bls. 15
Fjöldinn leggur leið sína til nkkar
vegna þess að hjá okkur er ávaUt
bezta úrval heimilis-raftækja. —
Höfum nú fyrirliggjandi:
ELDAVÉLAR, þýzkar
STRATJVÉLAR, þýzkar
TJPPÞVOTTAVÉLAR, amerískar
HRÆRIVÉLAR, amerískar
ELDAVÉLAR, INNBYGGÐAR
í eldhúsborð og bakarofn í vegg,
sænskt. — Hagkvæmt verð.
RAFMAGNSOFNAR og ARINAR
(kamínur)
vöfflujarn
STRAUJARN og GUFUSTRAU-
JARN.
HRADSUÐUKATLAR og
KÖNNUR
LAMPAR alls konar, innan og
utanhúss.
Véla- og raftækjaverzlunin h.f.
Bankastræti 10. — Sími 2852.
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 495.