Vikan


Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 7

Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 7
inn hefur getað smurt eitri á borðbúnaðinn eða matreiðslu- -áhöldin. Hvernig í ósköpunum var því þá komið í yður?“ „Það er einmitt það sem við skiljum ekki,“ sagði Benedict læknir. „Við urðum sammála um að leita til yðar, áður en við sner- um okkur til lögreglunnar," sagði Strake. „Við viljum af skilj- anlegum ástæðum reyna að forðast það í lengstu lög, að þetta hneyksli verði kunnugt.“ „Jæja, við reynum þá enn,“ svaraði Ellery. „Frú Hood, ég þarf enn að spyrja yður ýmsra spurninga. Eða þreyti ég hana kannski of mikið, læknir?“ Dr, Benedict hélt, að það gerði ekkert til þó að frúin svaraði enn nokkrum spurningum. Ellery byrjaði aftur. Frú Hood leysti greiðlega úr spurningum hans. Hún hafði engu gleymt, þegar hún bjóst til varnar í vígi sínu. Hún hafði keypt nýjan tannbursta og nýtt tannkrem. Hún tók engin lyf. Hún drakk ekkert nema vatn. Hún reykti ekki, bragðaði ekki sælgæti, notaði hvorki púður né andlitsfarða . . . Svona hélt hún endalaust áfram að svara spurningum Ellerys. Uns hann var að lokum þurrausinn, stóð á fætur, þakkaði Hood fyrir hjálpina og gekk út úr herberginu. Drake og Benedict eltu. „Jæja?“ sögðu þeir óþolinmóðir. „Herrar mínir,“ sagði Ellery, „þegar ég athugaði vatnsrörin og kranana í herberginu hennar og sá, að eitrið gat ekki heldur hafa verið í drykkjarvatninu, þá var þetta búið. Með öðrum orð- um fæ ég alls ekki séð að nokkur mennskur maður hafi getað byrlað henni eitur.“ „Og þó hefur eitrið farið um munn hennar,“ sagði Bene- dict æknir. Ég gekk sjálfur úr skugga um það, og til vonar og vara fékk ég aðra lækna til að staðfesta það.“ „Sé það staðreynd, læknir,“ sagði Ellery, „þá er aðeins ein skýring til á þessu.“ „Og hver er hún?“ „Frú Hood er hér sjálf að verki. Væri ég í ykkar sporum, mundi ég snúa mér til geðveikralæknis. Verið þið sælir, herrar' mínir.“ Tíu dögum seinna var Ellery aftur kominn í svefnherbergi frú Hoods. Gamla konan var dáin. Þriðji eiturskammturinn hafði riðið henni að fullu. Þegar Ellery barst andlátsfregnin sagði hann við föður sinn, Queen lögregluforingja: „Þetta er sjálfsmorð.“ En það var ekki sjálfsmorð. Þrátt fyrir ítarlega leit tókst lögreglunni ekki að finna hin minnstu merki þess, að eitur hefði komist inn í herbergi hinnar látnu. Ellery leitaði sjálfur í herberginu. Árangurslaust. Þetta var morð, hvort sem honum líkaði betur eða verr. ÞETTA VAR gáta, sem hann varð að leysa. Hann hafði að vísu enga trú á því, að honum tækist að finna lausnina. En morð- málið, sem hann þegar var byrjaður að kalla: Eitrið og ekkj- urnar þrjár, gaf honum engan frið. I fjörutíu og sex klukkustundir samfleytt velti hann því fyrir sér. Þá tók Queen lögregluforingi af skarið og skipaði honum í rúmið. „Hvað gengur eiginlega að þér, sonur minn?“ spurði hann. „Allt,“ svaraði Ellery. „Öll framtíð mín er í veði.“ En hann tók við höfuðverkjarskammtinum, sem faðir hans fékk honum, og bjóst til að reyna að sofna. Og svo rak hann allt í einu upp öskur, hentist fram úr rúminu og þaut í símann. „Herra Strake? Þetta er Ellery Queen! Ég' þarf að tala við yður tafarlaust. Já, þér skulið koma með Benedict lækni. Við skulum hittast hjá systrunum. Já, nú veit ég, hvernig frú Hood var byrlað eitrið!“ ATHUGIÐ! Á þessu stigi málsins veit lesandinn nákvæm- lega jafn mikið og Ellery. Getur þú giskað á lausnina? Reyndu bað — og lestu síðan áfram._____________ Þegar þau voru öll komin saman í stofunni á heimili systr- anna, leit Ellery á Penelope og Lyru til skiptis og sþurði: „Hvor ykkar ætlar að giftast dr. Benedict?" Og svo sagði hann: „Já, það er eina lausnin. Bæði Penelope og Lyra hagnast á morði fóstru sinnar, og þó er Benedict lækn- ir eini maðuiinn, sem hafði aðstöðu til að fremja morðið . . . Spurðuð þér hvernig, læknir,“ sagði Ellery kurteislega. „Jú, það er ósköp einfalt. Frú Hood veiktist fyrst af eitrinu daginn eftir að hún hafði gengið undir hina árlegu læknis- skoðun sína — hjá yður, læknir. Og eftir það tilkynntuð þér, að þér munduð skoða hana daglega. Eitt er það sem fylgir nálega hverri nákvæmri læknisskoðun. Læknirinn gáir upp í sjúklinginn. Við vitum öll, hvað hann notar, til þess að þrýsta tungunni frá: sakleysislega, næfurþunna spýtu. Ég leyfi mér að halda því fram, dr. Benedict,“ sagði Elíery brosandi, „að á spýtuna hafið þér roðið eitrinu, sem þrátt fyrir allar varúðar- i-áðstafanir hinnar látnu komst inn fyrir varir hennar og varð henni að bana.“ ÉG ELSKA ÞIG skrifaði skrifstofumaðurinn — steinsofandi! HUN var lagleg og smekklega klædd, og þegar hlé- drægi, ungi skrifstofumaðurinn sá hana birtast í skrifstofunni í London þar sem hann vann, vissi hann strax, að þetta var stúlkan, sem hann vildi giftast. En honum féll allur ketill í eld, þegar hann sá hana ganga inn á einkaskrifstofu forstjórans og samstarfs- menn hans tjáðu honum, að hún væri engin önnur en dóttir eiganda fyrirtækisins. Hvaða líkur voru þá til þess, að hann, bláfátækur skrifstofuþjónn, fengi nokkurntíma að kynnast henni? Hún kom oftar þarna í skrifstofuna, og því fleiri sem heimsóknir hennar urðu, því magnaðri varð ást aumingja skrifstofumannsins. Hann gat ekki haft af henni augun, og einu sinni stóð hún hann að því að horfa á hana eins og í draumi. Og í hálfgerðri leiðslu var hann reyndar. En ekki nóg með það; hann byrjaði að dreyma hana á nóttinni. Maðurinn, sem hann leigði hjá, kom tvisvar að honum þar sem hann var að ganga í svefni. Og hann tautaði nafn daumastúlkunnar sinnar fyrir munni sér. Henni til mikillar furðu, fékk hún dag nokkurn bréf frá þessum ókunna unga manni — einstaklega fallegt ástarbréf. Það snerti hana djúpt á sína vísu, en þó reif hún það. Þrjú bréf komu til viðbótar. I þeim lýsti hann að- dáun sinni á stúlkunni og lét í ljós þá von, að hann fengi einhverntíma að hitta hana og tala við hana. Hún var ólofuð og bréfin vöktu forvitni hennar. Hún afréð að svara því fjórða. Og í svarbréfi sínu mælti hún sér mót við bréfritarann í anddyri vinsæls veitingahúss í London. Skrifstofumaðurinn varð forviða, þegar hann fékk bréfið. Ennþá meira undrandi varð hann þó, þegar hann kom til stefnumótsins og stúlkan vék brosandi að bréf- unum hans. Hann starði á hana. „Hvaða bréf eruð þér að tala um?“ spurði hann að lokum. Og þá kom í ljós, aö hann haföi skrifaö bréfin í svefni, þó að hann tryði reyndar ekki, að slíkt væri mögulegt, fyrr en stúlkan sýndi honum bréfin og hann kannaðist við sína eigin rithönd. Hún trúði honum, þegar hann sagði henni frá því, að honum hætti stundum til að ganga í svefni. Þau mæltu sér mót aftur — og aftur og aftur. Og ástarbréfunum, sem ástfanginn maður hafði skrifað sofandi, lyktaði með hjónabandi! Læknar segja, að heit þrá eða djúpur ótti geti leitt til þess, að menn gangi í svefni, og ennfremur, að konur og karlar hafi stundum ekki hugmynd um þessa tilhneig- ingu sína. Kunnur brezkur klerkur átti það til að rísa upp úr rúmi sínu um miðjar nætur og flytja langar og snjall- ar „stólræður"! I Kanada gekk maður tíu mílna leið í snjó og ófærð — í fastasvefni. Þótt hann hefði sýnilega ekkert fundið fyrir kuldanum meðan á ferðalaginu stóð, fékk hann slæmt kvef upp úr öllu saman. Fyrir nokkrum árum skýrðu blöðin í Sydney í Ástra- líu frá fjölskyldu, sem var óvenjuleg að því leyti, að allir meðlimir hennar voru svefngöngur. Svo er að sjá sem móðirin og dætur hennar hafi á stundum farið á fætur um miðja nótt og unnið húsverkin — án þess að vakna! Það er furðulegt hve athafnasamar svefngöngur geta stundum verið. Kaupmaður einn í Hampshire vaknaði við það einn góðan veðurdag, að hann hafði í svefni rifið allt veggfóðrið af svefnherberginu sínu. Ástæðan var ein- föld: Hann hafði ætlað að gera þetta og veggfóðra upp á nýtt undanfarna daga, en ekki komið því í verk. Staðreynd mun það vera, þó að engin skýring sé til á því, að ljóshærðum mönnum hætti frekar til að ganga í svefni en dökkhærðum. Börn ganga stundum í svefni, en venjast tíðast fljótlega af því. — ASHLEY BROWN. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.