Vikan


Vikan - 18.06.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 18.06.1959, Blaðsíða 9
•um sem hann væri að brjótast upp brekku mikla. Morguninn eftir vökn- uöu tjaldbúar við vondan draum, þvi þeir lágu allir í kös í miðju tjald- inu, því blessaður ylurinn frá ofn- inum hafði brœtt snjóinn og gler- hál brekka myndazt í því miðju og hafði valdið hinum sofandi eðlilegum þrautum og þeir eðlilega streitzt við að halda jafnvœginu í svefninum. 1 Finnagáldri þessum jók Snorri miklu við reynslu sína á skömmum tíma. Þuríður, eiginkona Snorra, starfaði áfram í sendiráðinu í Stokkhólmi, eftir giftinguna, en hann fullgjörði doktorsritið. Síðan hurfu þau heim- leiðis og settust að í Reykjavík og hefur Snorri verið starfandi lœknir þar frá 17. maí 19Jf3. Fyrst i stað var hann lœknir við sjúkrahús Hvlta- bandsins og fór upp og ofan um bœ- inn á reiðhjóli, til að vitja sjúklinga sinna. Heldur fór þó illa með farkost þann, því einhver blesi stal hjólinu og þótti Snorra það afleitt ■—- einmitt af því hann hafði það að láni. Nóttiu fer forgörðum. NOKKRUM árum síðar varö hann yfirlœlcnir handlœknisdeildar Lands- spítalans. Hefur hann gegnt þeirri vandasömu stöðu síðan, auk próf- essorsembœttis og hefur ennfremur viðtálstíma á lœkningastofu tvisvar í viku, tvcer og hálfa klukkustund, en gott þykir, ef liann sleppur eftir 6—7 klukkustundir. Sennttega er ekki erfiðara að ná táli af nokkrum manni en doktornum Snorra Hállgrimssyni. Sjúklingar, sem œtla að leita til hans, verða oft að bíða mánuðum saman, áður en þeir fá einfalt viðtál við yfir- lœkninn. Önn hans og erill myndi hafa leikið margan meðálmanninn grátt, en alltaf skilar liann dags- verkinu fullkomnuðu, þótt nóttin fari lcannske forgörðum fyrir bragðið. Sjúkrahússtörf hans eru umfangs- mikil og erfið. Samt hefur hann oft gamanyrði á vörum og sjáldan sést þreyta á honurri, þótt venjulegum mönnum virðist hann rjúfa hin eðli- legu lögmál náttúrunnar. Sjúkl- ingarnir tigna hann sem mest- megandi liknara sinn og kven- fólkið virðir hann tákmarkálaust. Sjúklíngur nolckur vildi endi- lega komast heim af sjúkrahúsinu. Snorri kom til hans og sagði: „Jœja, J. minn, þú varst niðri á kvenna- gangi i gœr, svo að þú mátt vist fara heim á morgunV‘ Þá kom sjúlclingur að norðan undir handarjaðar hans á Landsspítálann. Var það kona, þrek- vaxin mjög og breið. Snorra varð að orði, er hann heyrði um hana: „Já, það ku vera góðir hagar í Þing- eyjarsýslunni.“ Flestum segir hann afdráttarlaust, hverjar ráðstafanir þurfi að gera til að vinna bug á hin- um hœttulegustu ' sjúkdómum, jafnt sem um hina veigaminni. Þá krydd- ar liann mál sitt gjarna einskonar „hómöpatiskum tœknihugtökum“. Sjúklingur innti Snorra eftir mein- semd sinni. „Hefurðu nokkurntima gert við bíl?“ spurði Snorri að bragði. „Já,“ kvað sá við; „þú veizt," sagði Snorri þá, „að þegar legurnar í bílnum slitna, þarf bara að skipta um.“ Og svo var skipt um legur í manninum — annar fót- ur hans hafði verið styttri — og Snorri lét stál l liðamótin og þá gekk sá sjúki, rétt eins og bíll með kappa í dekki! Hreinasti ógemingur yrði að reyna að gera grein fyrir lœkningum Snorra Hallgrímssonar. Alkunna er hæfni lians sem skurðlœknis. Auk þess er svo önnur sérgrein hans, ortopedi, sem orðheppinn kunningi Snorra kallar „fótafrœði“ og er að visu nokkuð fjarri lagi, en þó ekki, þegar þess er gœtt, að Snorri hefur lœknað ó- trúlegustu fótamein og vaxtarlýti. Menntun mannsins verður einnig að liafa í huga: Hann hefur ferðazt mikið og kynnt sér nýjungar í grein- inni; hann liefur ennfremur kynnt sér svokállaða plastiska kirurgi, rit- að í erlend frœðirit og sjálfsagt ís- lenzk líka. Ötrúlega margir hinna „stritandi strlðsmanna tilverunnar“ hafa hlotið undraverða lœkningu fyr- ir hjálp lians. Stórt úrtak úr flestum stéttum þjóðfélagsins hefur leitað til hans og ávallt hefur hann lagt sig állan fram og reynt að hlífa öllum — nema sjálfum sér. Þá má ekki gleyma lotningu kvenþjóðarinnar, sem lítur eiginlega ekki á Snorra Hallgrímsson sem venjulegan mann, heldur yfirnáttúrlegt fyrirbœri, Enda er það á fjölmargra vitorði, að hann hefur framið slík kraftaverk, að ein- stakt má teljast — og er þá ekki miðað við fólksfjölda. Kemur niður á jörðina. SNORRI HALLGRIMSSON hefur átt sœti í fjölmörgum nefndum og ráðum, sem fjállað liafa um allskyns vísendi, svo sem Háskólaráði og Vís- indasjóði. Þar kemur glöggt fram, hvilíkur merkisgripur maðurinn er, því hann virðist hafa nœgan tíma til flestra hluta og áldrei virðist þó neitt gert á annars kostnað. Þegar settlegir nefndarlimir vilja afgreiða mál á sem formlegastan hátt, en öll- um raunhœfum undirbúningi er lok- ið, er Snorri vís til að segja: „áð þeir skuli bara láta þetta róa svona Hann er blessunarlega hreinn og beinn og skemmtilega laus ujð form og ónauðsynlegar tiktúrur. Mikið starf liefur Snorri einnig unnið fyrir lamaða og fatlaða. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur notið góðs af þekkingu hans og snilli og hjá því mœta félagi eru orð Snorra lög þess. En blessaður 7naðurinn gœti ekki haldið allt þetta út, ef hann gæfi sér áldrei tima til afþreyjandi við- fangsefna, sem veita huga hans of- urlitla hvíld frá taugastriti og bar- 'áttu starfsmannsins. 1 suinarfríum og Dr. Matthías Jónasson: Þú og barniö 'þitt Er fröken mamma framtiðin? „Utanveltu hjónabandsins". ísland á heimsmet. Hér á landi fæðist fjórða hvert barn óskilgetið. Fjórða hver kona, sem á von á barni, finnur gleði sina beizkju blandna, af því að föðurhlutverkið er óvíst í framtíðinni. Við eigum ekki met í tölu óskilgetinna barna einni saman, heldur einnig í jafnri dreifingu laus- lætisins yfir allar stéttir þjóðfélags- ins. Það hendir hjá fleiri þjóðum, að börn skjótast ,,inn í ættir landsins utanveltu hjónabandsins." En með eldri menningarþjóðum telst taum- leysi i samgangi kynjanna til lág- stéttarsiðgæðis. Meðan kirkjan þorði að halda fram siðgæðiskröfum sinum og borgarastéttin var einhvers meg- andi, var litið á óskilgetið barn sem hóruunga í orðsins raunverulegu merkingu. Fyrir stúlku úr borgara- stétt jafngilti óskilgetið barn næst- um því dauðadómi og í löggjöf sumra þjóða er neitað skyldleika þess við hinn holdlega föðifr. Hin borg- aralega æska vandist þessu aðhaldi, skemmtanir hennar og samkvæmis- venjur voru sniðnar í samræmi við það. 1 lágstéttunum var slakað mjög á þessum kröfum. Heimasæta með keis í leit að barnsföður til frambúð- ar varð að vísu skopfígúra, en ekki neitt reginhneyksli. Sá stéttarmunur er óþekktur á Islandi. Ógiftar dætur viröingarmanna eru ekki síður feng- sælar á lausaleiksbörn en umkomu- lítil almúgastúlkan. Ungar einstæðingsmæður. Það getur ekki talizt fátítt lengur, að 16—17 ára telpur ali barn ógiftar, og dæmi eru um yngri mæður. Á- liyggjurnar leggjast því oft þungt á ungar herðar. 1 mörgum tilvikum verður lausaleiksbarn til, án þess að minnzt sé á hjónaband. Margur mað- ur flýr ástmey sína, jafnskjótt og hann veit, að hún á von á barni með honum, aðrir geta ekki gifst fyrir bernsku sakir, en tilfinningar oft breyttar, þegar aldur og þroski leyfa hjónaband. Hin unga einstæðings- móðir horfir því sjaldan fram á glæsta framtíð. Með tilkomu barns- ins tengist hún örbirgðinni traustum böndum. Á ytra borði kunna þær stúlkur að sýnast bezt staddar, sem eiga athvarf á foreldraheimili með barnið. Að minnsta kosti er líkam- legri velferð barnsins bezt borgið þannig. Það nýtur reynslu ömmu sinnar, hún kann betur að annast hvítvoðung og er úrræðameiri á alla lund en barnung móðirin. En aðstaða hinnar síðarnefndu verður mjög erf- ið. Amman ber hana ofurliði og þrengir sjálfri sér inn í móðurhlut- verkið. Hún styðst við mikla reynslu, löggilt hjónaband og traust heimili, og gagnvart því öllu verður móður- hlutverk ungrar mannlausrar stúlku oft ekki nema nafnið eitt. Og samt sleppir móðirin því ekki mótþróa- laust. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður vaknar hin eðlilega þrá hennar að annast barnið sjálf og ala það upp. Af þessu spinnst oft togstreita milli móður og ömmu, en hún er barninu skaðleg og getur leitt það til ófam- aðar. Fordæmi lausaleiksmæðra. Það er ekki ætlun vor að lýsa til hlítar hinu ömurlega hlutskipti ein- stæðingsmæðra. Vér vildum aðeins benda á þann bráðafúa, sem nú étur sig dýpra og dýpra inn i mæniás þjóðfélagsins. Hjónabandið hefir ver- ið hið lögverndaða form fyrir samlíf karls og konu siðan landið byggðist, foreldraheimilið hefir verið uppeld- isskóli ungra kynslóða í þúsund ár, og eftir fordæmi foreldranna hafa ungir elskendur tekið hjónabandið sem hið sjálfsagða samlifsform kynj- anna. Nú hrapar gengi þess óðfluga. Með sömu þróun er það bráðlega horfið úr tizku. 1 stað þess kemur lausaleikurinn. Sívaxandi fjöldi barna, sem elzt upp án foreldra- heimilis, mun taka sér mæður sínar og feður til fyrirmyndai' að þvi er samlífsform kynjanna og uppeldi barnanna snertir. Þau munu ekki sakna þess fyrir hönd barna sinna, sem þau þekktu ekki í sínum eigin uppvexti. Upplausn foreldraheimilisins er róttækasta þjóðfélagsbreytingin, sem nú gerist með þjóð vorri. Hún niun valda byltingu í öllum samfélags- háttum, sem verður fyrst sýnileg á sviði trúar, siðgæðis og uppeldis. Hvort hún leiðir óhjákvæmilega til hnignunar, er því háð, hvaða sam- lífsform mótast í stað hjónabandsins og hvernig þjóðfélagið skipuleggur hið mikla uppeldisstarf, sem foreldra- heimilið rækti endurgjaldslaust fram að þessu. um helgar fer hami til sumarbústað- ar slns í Nesjavallálandi og þar hefur liann bát og stundar þá veiðar. Hann liefur gaman af hverskyns veiði- mennsku og fer að sögn einu sinni ár hvert norður í Laxá í Þingeyjarsýslu með vini sínum Kristni Stefánssyni, prófessor. Þá fór hann einn „túr“ á hválveiðar í fyrrasumar, en þótti verst, að fá ekki að vera við byss- una til að vinna á djöfsa. Eitt sinn fór hann líka á lax í Laxá i Kjós, þegar liann er í bœnum, les hann gjarna sögur eftir Agötu Cliristie. Önnur vopn. ÞVl MIÐUR er aðeins til einn S7iorri Hállgrí7nsso7i. Þjóðþmi veitti saimarlega ekki af 7iokkru7n í við- bót. Með því er engmn annar lœknir lastaður, en lirósað sigri yfir því að eiga einstakan afreksmann á þýðing- amniklu sviði. Ákaflyndur maður, bráður í skapi, en óðara eins og hugur 7nanns. Ætti nokkurn að en varð lítið úr veiðinni, því kelling- arnar komu þangað bunandi með undra? Menn eins og Snorri Háll- börn sín, til að hann mœtti kippa grímsson lirœrast í állri annarri til- inissmíðum í lag. Ef frístund gefst,veru, en menn álmennt geta gert sér grein fyrir. Þeir eru útverðir mann- kynsins við móðuna miklu. Líf þús- unda hangir daglega á bláþrœði í höndum þeirra. Þótt Finnlandsstyrjöldinni sé lok- ið, stetidur Snorri Hállgrimsson enn í fremstu víglínu. Og hann beit- ir állt öðrum vopnum og í állt öðr- um tilgangi en Rússar og Finnar gerðu á sínum tíma. Hann berst sigursœlli baráttu gegn dauðanum, með þeim vopnum, sem hann hefur sjálfur smíðað og beitir flestum bet- nr: einbeitni og ákaflyndi ofurhug- ans og snilli mannsandans. Bragi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.