Vikan - 18.06.1959, Blaðsíða 13
yngri
kynslóðinni
Og stundum get ég varla
Rætt við IVðagnús Sfarnfreðsson útvarpsþul.
ASTRA
KREDITSALDO
Randsnúin ef
rafmagn bilar
Smsðuð úr bezta
sænsku stáli
12 stafir í úfkomu
2 og 3 núBB
í sama slagi
Verðs kr. 9016.—
ASTRA
Borgarfell h.f.
Klapparstíg 26. Sími 11372.
Pyrir 25 árum fæddist í þennan
heim sveinbarn, sextánda barn for-
eldra sinna af tuttugu sem urðu.
Sveinninn var vatni ausinn og nefnd-
ur Magnús, sem svo margir mætir
merin hafa áður heitið hér á landi.
Magnús þessi er sonar Bjarnfreðs
■Ingimundarsonar og konu hans Ingi-
bjargar Sigurbergsdóttur Steins-
mýri í Meðallandi, en ólst upp eigin-
lega frá fæðingu, hjá merkishjónun-
um Páli Pálssyni og Magneu Magn-
úsdóttur, Efri-Vík i Landbroti.
Sveinninn óx eðlilega og varð snemma
mannvænlegur og er það enn þegar
ég sezt hjá honum í þularstofunni til
þess að ræða við hann litla stund.
Magnús Bjarnfreðsson er nú út-
varpsþulur. Þegár ég spyr hann
hvernig í óskupunum hann hafði orð-
ið útvarpsþulur segir hann:
— Ja, það er von þú spurjir. Eg
lauk stúdentsprófi 1954 og stundaði
háskólanám í 2 ár, tók fyrir efna-
fræoi og stundaði námið í Þýzka-
landi. Ég varð að hætta því námi
vegna þess að ég er bilaður í fót-
um og þoli ekki kyrrstöður. Ég kom
svo heim og innritaði mig í við-
skiptafræði við Iláskóla Islands og var
búinn að mæta í tíma nær því dag-
lega í heilan mánuð, þegar ég kom
bingað til útvarpsins. Sumarið 1957
vann ég í frystihúsi Sláturfélags
Suðurlands en var hættur þar, og
kominn í háskólann, en var að leita
að starfi með náminu. Eins og marg-
ir, fór ég fyrst í bankana, var að
bíða eftir svari frá einum þeirra,
þegar ég dag nokkurn var að snæða
heima hjá tengdaforeldrunum. Þá
heyrði ég útv'arpið auglýsa eftir þul,
og fólkið sagði við mig, þetta ætt-
irðu að sækja um, og það gerði ég.
Þá var farið að sverfa að, og ég
orðinn vonlítill um starf og bjóst við
að ég yrði hungurmorða á skólabekk.
Hjá útvarpinu gekk ég undir ein-
hverskonar próf, og hér er ég, og
get ekki annað — vegna skattanna.
— Er þetta ánægjulegt starf?
— Nei. Og Magnús hugsar sig urn
litla stund. — Ja, segir hann svo,
þetta er of stuttaralegt svar, finnst
þér ekki? Starfið er erfitt, sérstak-
lega reynir það á taugarnar. Maður
finnur ekki ýkja mikið fyrir því með-
an maður er að, hér fyrir framan
hljóðnemann, en maður lifandi, þegar
ég kem heim, — ég sef í svitabaði
hverja nótt.
Starfið hefur líka sínar björtu
hliðar, eins og nær allt í voru mann-
lífi.
— Maður kynnist góðu fólki og
starfar með góðum vinnufélögum.
Svo kemur maður inn á nær hvert
heimili á landinu, er þar gestur
meira eða minna, þótt ekki þyg'gi
maður veitingar.
— Nefndu mér eitthvað skemmti-
lcgt við þetta starf ykkar?
— Blessaðar auglýsingarnar geta
verið okkur til mikillar ánægju, þær
eru sumar afbragðs skemmtilegar og
frumlegar t. d. þessi: Maður óskar
eftir vinnu í sveit. Vanur öllum
sveitastörfum. Heppilegt væri að um
góða og cinhleypa konu væri að
ræða, sem þyrfti hjálparinnar reglu-
!cga með.
— Lái mér hver sem vill, að löng
þögn varð á eftir lestrinum, og ég
hló þarna einn í þularstofunni. Ojá,
við eigum okkar gleðistundir.
— En kom þessi auglýsing þér á
óvart? Þurfiö þið ekki að lesa allt
yfir sem flutt er?
— Sem betur fór var ég ekki bú-
inn að lesa auglýsingarnar yfir,
annars hefði ég ekki getað lesið
auglýsingarnar fyrir hlátri. Það er
nefnilega þannig, að sjaldnast vinnst
t!mi til þess að lesa yfir auglýsing-
arnar, stundum jafnvel er verið að
týna í mann auglýsingarnar í slött-
um, og þó maður hafi tíma til þess
að lesa yfir 3—4000 orð, þá vill
manni sjást yfir. Hinsvegar eru
fréttirnar lesnar yfir vandlega hverju
sinni.
— Við hvað ertu hræddur ?
—- 35g er ekki beinlínis hræddur,
en oft koma atriði í dagskránni sem
maður er nervus við, t. d. ef -slys
heflur borið að höndum. Það vita
sjálfsagt fáir hlustenda um þá' bar-
áttu sem þulur á oft í vegna frétta
sem verka mjög á hann, frétta sem
stundum vekja þjóðarsorg.
— Ertu einmanna í starfi þínu?
— Það er ekki scrdeilis skemmti-
legt að vera á vakt t. d. hátíðis-
daga. Á aðfangadagskvöld, þegar
svo margir eiga ánægju- og hátíðar-
stundir með f jölskyldu minni eða vjn-
um, gamlárskvöld og nýjársdag og
aðra slíka daga. Það er alls ekki
gaman að verða að kúldrast í glugga-
lausri kompu þegar menn eru að
dansa 17. júní, eða þurfa að leika lög
fyrir ferðafólk um verzlunarmanna-
helgina. Líldega finnst öllum sjálf-
sagt að við þulirnir vinnum, þegar
aðrir eru í slappi, og við teljum það
ekki eftir okkur, við gerum þetta
svo sem ekki gratís, en það er nú
svo, flestir vilja eiga frí á lögskip-
uðum helgidögum.
— Hvað er áberandi leiðinlegt við
starfið ?
Og nú hugsar Magnús sig lengi
um, en lítur samt öðru auganu á
giammófóninn og plötuna með
verkum eftir Chopin, sem óma
yndislega í eyrum á hlustendum,
sem geta legið uppi í dívan, eða
cctið við göfugt glas, og ekki má
hann gleyma starfinu, þótt ég hafi
ruöst inn til hans í vinnutímanum.
— Það cr verst, þegar hlustendur
liringja mann upp í vinnunni, og
taka til að skammast sem bandóðir,
skammast yfir nær þvi hverju sem
þeim getur dottið í hug, rétt eins og
við þularæksnin, berum einhverja
ábyrgð á dagskránni. Við veljum ekki
einu sinni hljómplöturnar, og það er
vist óhætt að segja, að við tölum
ildrei eða framkvæmum af eigin
hvötum, nema þegar við erum að
ieiðrétta vitleysuna úr okkur sjálf-
um.
— Og hvað er þá skemmtilegast ?
Magnús skrúfar takka, tekur af
plötuna og snýr henni við.
Það cr aldrei beinlinis skemmti-
legt þctta starf.
— Hvað segir þú um útvarpsgagn-
rýni blaðanna?
— Það er ekkert eins nauðsynlegt
fyrir þessa stofnun og gagnrýni, ef
á rökum er reist. Útvarpsgagnrýnin
hcfur verið fyrir neðan allar hellur,
menn taka hlutverk sitt að gagnrýna
útvarpið, ekki alvarlegar en svo að
þeir skrifa gagnrýni til þess að gera
Stilæfingar!
Gagnrýnin hérlendis er aðallega
tvennskonar, annarsvegar værðar-
legt lognmolluhjal, þar sem engin af-
staða er tekin, hinsvegar gagnrýni
hlustcnda, sem ekki skrifa blöðunum
fyrr en þeir eru orðnir svo ösku-
þreyfandi reiðir. að þeir hafa misst
úr höndum alla heilbrigða skynsemi.
1 blöðunum hafa gengið á þrykk
Ciómar um leikrit og erindi, sem aldr-
c’. hafa verið flutt, eða fyrirfram er
rkveðið af gagnrýnendum, að hlusta
okki á einstaka þætti. Svo gera þeir
sig bera að þekkingarskorti, eins og
til dærnis þegar gagnrýnandinn hélt
að Cole Porter, hið þekkti tónskáld,
væri dægurlagasöngvari, en dómar-
inn hafði hlustað á þátt í útvarpinu
rem fjallaði um tónskáldið Cole
Porter. Mér er næst að halda, að
bessi menn lesi dagskrá næstu viku,
cn hlusti ekki allt of vel á útvarpið,
þótt auðvitað séu undantekningar.
Framhald á bls. 27.
VIKAN
13