Vikan - 18.06.1959, Blaðsíða 15
A síðari tímum hefur fjöl-
breytt notkun byggingarefnis rutt
sér til rúms um hinn vestræna
heim. Fram til þessa hefur bygg-
ingaefni verið fremur einhæft hér
á landi og er það af ýmsum eðli-
legum ástæðum. Steinsteypa
hefur rcynzt vel og heldur vafa-
iaust velli í næstu framtíð. Timb-
ur hefur ekki enzt sem skyldi
í úrkomunni sunnanlands, en ýms-
ir kunnáttumenn telja, að með
góðu viðhaldi megi láta það end-
ast margfalt lengur en það venju-
lega gerir. Uppá síökastið hafa
komið fram ýmsar gerðir af plönt-
um til utan- og innanhússklæðn-
ingar, en bárujárnið, sem mjög
var notað hér á tímabili er nú
óðum að hverfa og sjá víst fáir
eftir því.
Húsið, sem liér er sýnishorn
af, mun væntanlega risa i Kópa-
vogsltaupstað og er það eftir
venjulegum skilningi timburhús,
enda þótt nokkur áherzia sé
iögð á fjölbreytni i vali bygg-
ingarefna.
Bílskúrinn er steyptur og sömu-
leiðis kyndingarkiefinn. Að öðru
leyti er húsið úr trégrind og
klætt á hana utanverða með
skaraðri furu og þykkum asbest-
plötum. Einangrað er með 10 cm
lagi af gosull en innveggir eru úr
trégrind og klætt á þá með
.asbesti og gibsonit-plötum. Grunn-
ur er steyptur en kjallari er ekki
undir húsinu.
Slíipulag hússins er athyglis-
vert. Svefnherbergin 4 eru út af
fyrir sig og þar er einnig bað-
herbergið. Smekksatriði er hversu
langt veggurinn milli skála og
stofu er látinn ná, eða livort þar er yfirleitt hafður veggur.
Eldhúsið er rúmgott og gengt úr því í stórt þvottahús og
geymslu.
Sigurður R. Hálldórsson, húsasmíðameistari í Kópavogi
hefur teiknað húsið.
EINBYLBSHIJS í KÓPAVOGI
------1—i._---------i------------‘f'------1-----------’----T”^ -
.........Mh__________________... JBL~. ífcw™__££____________
Myndin að ofan og sú til vinstri gefa hugmynd
um útlit iuissins frá tveim liliðum. Trérammar, gler,
asbestplötur og skarað timbur skiptast skemmti-
lega á og skapa fallega hciidarmynd.
960 -----------------!—190