Vikan


Vikan - 02.06.1960, Blaðsíða 22

Vikan - 02.06.1960, Blaðsíða 22
Fyrir hverju er draumurinn? Nú hafið þið tækifæri til þess að fá rétta ráðningu á draumum. Um það sér drauma- ráðningamaður, sem VIKAN kemur ykkur í samband við. Utanáskrift: VIKAN, póst- hólf 149. Til draumráSanda Vikunnar. Mig dreymdi að ég væri stödd í stórum garði, sem var fuilur af njólum. Ég fór að leita að trjám og fann þrjú. Þá fannst mér tveggja ára bróðir minn vera að hjóla rétt hjá stærsta trénu og bað ég hann að hjóla ekki á það. Fyrir hverju er þessi draumur? Guðrún. Svar til Guðrúnar. Draumurinn merkir að bróðir þinn verður gæfumaður öðrum fremur í lífinu. Hann verður nokkurs konar máttarstólpi við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Athugið Draumráðandi Vikunnar. Mig dreymdi að ég og kunningi minn vorum á haðströnd. Það var hretti út í sjóinn. Kunn- ingi minn fór út á brettið og ætlaði að stinga sér, en þá kom eitthvert dýr, liryllilega stórt, líkt og hvalur, upp úr sjónum. Ég hljóp út á brettið og rétt gat togað hann upp á aftur. Þá vaknaði ég. Ásta. Svar til Ástu. Þú munt koma í veg fyrir að mikið óhapp hendi vin þinn á næstunni, þó þú verðir að leggja sjálfa þig í hættu vegna þess. Oftast fáum við möguleika á að sýna meðbræðrum okkar fórnarlund meir og minna daglega. Það er hlutur, sem skapar gott andrúmsloft, og færi vel á að nóg væri um það. Hjálpfýsi er auðvitað sprottin af mismunandi hvötum. En göfug er sú er sprottin er af böndum vinarþels. Ráðning á draum kostar 20 krón- ur, nema menn vilji fá skriflegt svar beint frá draumráðningarmanninum. Þá kostar ráðningin 50 krónur. II IIIP"'II Kæri draumráðandi. Mig dreymdi að ég væri komin upp í sveit heim til stráks, sem ég er hrifin af, og mér finnst hann verða svo vondur að ég skyldi koma, en mamma hans segir mér að fara inn í lierbergi •lians og bíða eftir honum þangað til að hann komi (hann var að mjólka). Og þegar ég kem inn í herhergi hans þá finnst mér vera þar inni dökkbrúnt hjónarúm, ægilega ljótt og tveir dív- anar. Jæja, svo kemur hann inn og spyr ég hann: „Af hve-rju er þetta ljóta hjónarúm hérna inni og dívanarnir?“ Þá segir hann: „Þegar við erum gift eigum við að sofa í þessu hjónarúmi og vinnufólkið á að sofa á dívununum, af því að það á að passa okkur.“ En ég vaknaði úr draumn- um áður en ég gat svarað honum. Viltu ráða þennan draum fyrir mig. Dollý. Svar til Dollýar. Draumurinn merkir að þú munt giftast pilt- inum og búa með honum lengi og farsællega. Móðir piltsins niun oft eiga eftir að gefa þér góðar ráðleggingar, þegar á móti blæs, en allar horfur eru á að lánið verði þér oftast hliðholt, því þú munt hafa einhver manna- forráð, sem munu fara þér vel úr hendi. Hr. draumráðningamaður. í draumi var ég stödd á stétt æskuheimilis mins, sem var i sveit, en er nú i eyði. Einnig Frumhdld á bls. 33. 22. VERDLAUNAKROSSGÁTA VIKUNMAR Vikan veitir eins og kunnugt er verð- laun fyrir rétta ráðningu á krossgát- unni. Alltaf berast margar lausnir Sá sem vinninginn hefur hlotið fær verð- launin, sem eru: 100 KltÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestur til að skila lausnum. Skulu lausnir sendar í pósthólf 149, merkt „Krossgáta". Margar lausnir bárust á 17. kross- gátu Vikunnar og var dregið úr rétt- um ráðningum. INGIMAR INGIMARSSON, Miðtúni 54, Reykjavík, hlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja Þeirra á ritstjórnarskrifstofu Vikunnar, Skipholti 33. Lausn á 17. krossgátu er hér að neðan: Þ 8 1 4- s K 0 K + * N A 0 T tf * E « N ft U V I N G U N & T A * G « U t HU E 0 N D I + M + E D g N I D L A fi + K A L + I L I L J A N + L A G + D E L + fi E I Ð + S A R + L B I + F g I A S T N + I 0 D R + M £ + F A M T A L + A Ð L A fl + A 0 A § 9 G G E fl D A 0 R M A M B A R N + F £ D I l K fi I U fi 0 T A 0 K fl I + 0 B + 0 V K 4 + s K A R A Ð + T A fi A G A 9 æ VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.