Vikan


Vikan - 02.06.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 02.06.1960, Blaðsíða 33
Fyrir hverju er dranmnrinn Framhald af bls. 22. var þar stjórnmálamaöur, með fugl, sem hann vildi gefa mér og nefndi páfagauk. Ég vildi hann ekki, því hann var svartur og ógeðslegur. Hann gengur þá enn nær mér, lætur fætur hans snerta höfuð mitt og jafnvel sitja á mér (sem ég þá skaut mér undan). Þá varð ég enn ákveðnari að taka aldrei við fuglinum, en segi: „Ég vil heldur kyssa þig“ þá sleppti hann fuglinum, sem flaug burt, en grípur mig og þröngvar mér inn í bæjardyrnar. Þá sá ég konuna hans, sem ég kallaði til, og í því gat ég hrint honum út á undan mér. Þá er þar kominn fólksfjöldi, sem ég átti að annast veitingar fyrir en hafði aðeins súkkulaði og pönnukökur. Engan kannaðist ég við, utan þessi hjón og konu, sem Helga heitir. Ég segi svo upp yfir alla: „Ég geri hér ekkert meira og fer“, en fannst þó vera skyldug að koma aftur og laga til. Hvað lestu úr skrift minni? Hvað er ég gömul? Með fyrirfram þökk, Kona (húsmóðir). Þú munt hitta mann á næstunni, sem ætlast til að þú sért jábróðir sinn. En þér mun þykja hans skoðanir ógeðfelldar og munt koma þér undan honum án þess að raska velsæminu. Það, sem ég les úr skriftinni þinni er þetta: Þú ert djörf og dugleg, oft bjartsýn óg jafn- oft bölsýn, sem sagt hætt til of mikils óstöðuglyndis. Þú hefur talsverða ímyndunar- hæfileika, hins vegar myndi ég segja að feg- urðarsmekkur þinn sé ekki á svo háu stigi. Með tilvísan til spurningarinnar um aldur þinn, þá er ég ekki rétti maðurinn til að leysa úr þeim vanda,, en móðir þín gæti vafalítið leyst úr því. En eftir andanum í bréfinu mundi ég gizka á 25 ár. Herra draumráðandi Vikunnar. Mig dreymdi að ég væri á ferðalagi hinum megin. Þar sá ég undurfagurt landslag, það sama og sýnt er á myndum af Fjallræðunni. Mér fannst ég ganga fyrir stapa og þar blasti við mér víðáttumikil útsýn. Ólýsanleg kyrrð og feg- urð var yfir öllu. Til vinstri handar, inn stóran dal, lá vegur mjög eins og troðningur, eins langt og augað eygði. Þar sem ég stóð og liorfði yfir þennan dal, heyrði ég undurfagran fuglasöng. Mér þótti þetta vera hjón og karlfuglinn vera sjúkur. Söngur hans ekki eins og hann útti að vera. Ég segi um leið og ég vakna: „Hver getur efað verk drottins?“ Breiðfirzk húsmóðir. Svar til breiðfirzkrar húsmóður. . .Draumur þinn er hinn fegursti og vísar þér til betra og fegurra lífs. Einhvernveginn fær maður tilfinningu um návist dauðans, þegar myndum, sem þessum skýtur upp í hugskoti manns. En þessi mynd er heillandi og fögur, af tilverunni hinu megin. Vitringurinn segir, að dauðinn sé raunverlega manns innri mað- ur. Með öðrum orðum hugsanalífið án jarðn esks líkamsgervis, og hver veit nema meiri sannleikur sé í þessu heldur en flest okkar grunar. Á stund dauðans segja margir menn og konur frá undursamlegri tónlist eða mynd- um, sem ekki séu jarðneskar að uppruna. Ef til viil væri heppilegra fyrir lífið hinum meg- in að temja sér góðar hugsanir og sem hrein- legast líferni. Boðorð Biblíunnar tíu eru ef til vill ekki svo slæmur grundvöllur í orði og athöfn. Margur er sá, er vegnaði betur, héldi hann sig innan þeirra takmarka. Sjáum við ekki hér einmitt undirstöðuna fyrir góðu hugarfari. Er okkar sálarjafnvægí ekki því háð að við breytum eftir rödd samvizkunnar. Þeir til forna virðast hafa þekkt hvað var nauðsynlegt sálarheillinni. I dag, stöndum við á rökhyggju efnisins en sjáum að einnig það er veilt, því efnið er nú talið leysast upp í ljóstíðni. Sem sagt, efnið hefur brugðizt okk- ur, sem hið eina stig tilverunnar. Og nú fer mannkynið að ráfa á eyðimörkum andans, þyrst eftir ljósi. En einig sá heimur mun sigr- aður verða. Þar sem aðalsmenn brenna kaffið Framhald af bls. 13. — Hvað er þetta fyrirtæki gamalt? — Það er orðið þrjátiu ára. —- Kaupið þið kaffibaunirnar frá Braziliu? — Já, kaffiinnflutningur er bundinn við Brazilíu, og er því Rio-kaffi selt nú eingöngu og er það góð tegund, enda viljum við íslend- ingar aðallega þetta kaffi. Áður þegar innflutn- ingur var ekki bundinn við ákveðið land, þá voru þessar kaffitegundir keyptar: Java, Mocca, Yictoria, Mara Caibo, Santos. — Seljið þið kaffið i verzlanir hér? — Já, en aðallega til ýmissa stofnana og höf- um föst viðskipti við skip, sjúkrahús og gistihús. — íslenzku húsmæðurnar laga ágætt kaffi. Það er leiðinlegt að geta ekki boðið ykkur upp á kaffi hér i kaffibrennslunni. Hefðuð þið hitt mig heima, þá hefði konan mín úreiðanlega ekki sleppt ykkur út, án þess að lofa ykkur að reyna kaffið okkar, — mér er sem sagt sönn ánægja að bjóða ykkur heim upp á Rydenskaffi. -ÆV7 |dg|í>iOR|STEINSSON & JOHNSON H.F. SNITTVELAR GRJÓTAGÖTU 7 — SÍMI 24250 (/) z H H < m 73 7s Tl ftí 73

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.