Vikan


Vikan - 06.10.1960, Qupperneq 12

Vikan - 06.10.1960, Qupperneq 12
Það verður erfiðara og erf- iðara að sleppa við skattana. Nú dugir jafnvel ekki lengur að vera jómfrú af tignum ætt- um í Danmörku. Þær hafa hingað til sloppið við útgjöld og skatta, og það er Kristjáni fimmta að þakka, því að hann gaf hinum fimmtán hreinu að- alsmeyjum I jómfrúarklaustr- inu í Hróarskeldu upp allan skatt að eilífu. En nú vill sveitarstjórnin láta afnema þessi réttindi. Það hefur oft verið reynt fyrr, en án árang- urs. Árið 1908 féll hæstarétt- ardómur á þá leið, að jóm- frúrnar skyldu halda áfram að vera skattlausar. Bn sveitar- stjórninni finnst, að dömurnar geti að minnsta kosti borgað almennan skatt, eftir að þær með nýju kosningalögunum fengu atkvæðisrétt. O, sole mio — It‘s now or never. Hundurinn á myndinni heitir Randy og er níu ára gamall. Hann á heima í Port Washington við New York og er eins og allir aðrir hundar nema að því leyti, að hann er heyrnarlaus. Hann heyrði ekki í húsmóður sinni eða dyra- bjöllunni og ekki, þegar aðrir hundar geltu. En húsmóðir hans fékk góða hugmynd. Hún keypti venjulegt heyrnartæki með rafhlöðum og kom því fyrir á Randy. Síðan heyrir hann ekki aðeins, þegar hús- móðir hans kallar, heldur einnig, þegar aðrir hun'dar gelta, og hann tekur á móti öllum gestum. Hér eru þrjár ungar og upp- rennandi filmstjörnur — og hver annarri fallegri, — tvœr franskar og ein kínversk. Þær eru allar á kvikmyndahátíö í hondon, O" eru, taliö frá vinstri: Mylene Demongeot, Nancy Kwan oa Maria Vlady. Þegar Adam og Eva voru rekin úr Paradís, greip Eva fjögrablaðasmára á leiðinni. Því er það, þegar þið finn- ið fjögrablaðasmára, dálitill gróður úr Paradísargarðinum og merkir hamingju. Adam tók dálítið annað með sér, ekki eins spennandi,- adamseplið, en það er kúlan, sem kölluð er barkakýli öðru nafni. Sagt er, að hið forhoðna epli stæði fast í hálsinum á Adam, er hann beit í það. UNGLINGAGUÐS- ÞJÓNUSTA. Fimmtán ára gömul skóla- stúlka, Salíy Moores að nafni, fyllti um daginn kirkjuna í Erdington í Birmingham af unglingum. Prestur kirkjunn- ar, Kicnard Coote, hafði látið i ljós undrun sína yfir því, að svo fátt ungt fólk kom í kirkju til hans. Og Sally svaraði því til, að allt i guðsþjónustunni væri úrelt og gamaldags. Presturinn stakk þá upp á þvi, að hún tæki ræðuna og allt, sem með fylgdi, og skrifaði hana á unglinga- máli. Sally gerði það, — og sunnudaginn eftir var kirkjan full af unglingum. Það þarf víst ekki að kynna hann Elvis Presley, nýkominn úr herþjónustu og vinsælli en nokkru sinni fyrr. Nýjasta lagið hans, It‘s now or never, er „númer eitt“ í Bandaríkj- unum, en það er hið gamla lag O, sole mio. Með þeim rökum, að þetta sé skemmd á hinu gamla lagi og ósiðsam- legt, hefur lagið verið bannað í Englandi. éj*eX&\ NUNNUHÁR Á KARL- MANNSBRINGU. Italskar nunnur hafa áreið- anlega ekki hugmynd um það, þegar þær sverja nunnueiðinn og láta raka af sér hárið, að það lendir oftast sem uppbót á karlmannlegum eiginleikum á hárlausri karlmannsbringu. Lokkarnir eru sendir til hár- kollugerðarmanna, sem vinna úr því og búa til hárkollur, skegg og hár á bringur. Hið síðastnefnda er notað af leik- urum, sem hafa not fyrir hreystilegra útlit, þegar þeir eiga að koma fram á skyrtunni. Hárið er fest á bringuna með gúmmí. — Sjáöu, hvaö Neró fékk i jólagjöf, — heilan póst. Fjórtán ára gamalli stúlku frá Sussex, Carol Jolly að nafni, var um daginn visað úr skóla vegna þess, að hún var orSin ljóshærS. ÁSur liafSi hún dökkbrúnt hár. Vinkonurnar horfðu öfundsjákar á ljósa lokkana, kennarinn fékk „sjokk“, og skólastjórinn visaði henni úr skóla og bað hana koma ekki aftur, fyrr en hárið væri orðiS brúnt. Bandaríski rithöfundurinn Samuel E. Mann sagði einu sinni: „Hugtakið synd er ákaf- lega breytilegt. Afi minn og amma töldu, að það yæri syndsamlegt að dansa, — for- eldrar mínir tóku ekki alveg eins djúpt í árinni, sjálfum finnst mér alls engin synd að fá mér snúning, og börnin min telja sjálfsagt, að það sé stórsynd að dansa ekki! r^i V .^ jjjÍÍ'Í: 1 iwlíliíí ■ - ■ . ....;■ ’ Ij j . Vk ........ Vjj 1/0*4,í:/f , C’..... §ÉJ§| DRAUMUR KÆR. Hversu fluglétt svífum við um undraheima draumsins! Þar vöxum við upp yfir eigin smæð, hefjumst yfir rúm og tíma og ráðum örlagarúnir framtiðarinnar. Þess vegna beindist undrandi forvitni mannsins snemma að draumnum og þýðingu hans. Hvernig ber að túlka drauminn? Hvaða öfl stjórna við- burðum draumheims? Er draumurinn ein- göngu orðinn til í vitund sofandi einstakl- ings, eða sprettur hann fram fyrir dulræn fjarhrif frá öðrum tilverustigum? Og að lokum: Eru ákveðnir menn gæddir sérstakri draumspeki, sem veiti þeim spádómsgafu um < viðburði framtiðarinnar? Slíkar spurningar um drauminn hafa lengi verið mannkyninu umhugsunarefni og ráð- gáta. Draumur er ýmist yndisíegur eða skelfi- legur; hann getur vakið hjá okkur sælu, sem við þráum í leyni og/dirfumst aðeins að njóta í draumheimum, ef þrösturinn sögufræði fælir þá ekki draumsýnina á hrott með ó- timabæru flugi sínu. Frá ómunatið hefur maðurinn skilið drauminn sem fyrirboða, beina og óbeina visbendingu um óorðna viðburðarás. Sú túlkun á enn mestu fylgi að fagna og þykir merkileg iþrótt meðal almenn- ings og mönnum mislagin. Þessi túlkunaraðferð ákvarðast af spurningunni: Hvað boðar draum- urinn? Enginn maður skilur þó hvern draum sem merkilegan fyrirboða, enda eru menn taldir mis- jafnlega draumspakir. Aðeins meiri háttar ‘rlög og mikilvægir athurðir birtast í drauini og geta ýmist varðað einstaklinginn, þjóðir eða mann- kynið í heild. Þannig dreymir hina ungu Guðrúnu Ósvífursdóttur flókinn og myndauðugan draum, sem veldur henni þungum áhyggjum, en enginn fær ráðið, fyrr en liinn spaki Hagabóndi les út úr honum grimmileg örlög, sem bíði þessarar ung- meyjar. Gáfuð kona og dulúðug sagði mér draum, sem hún taldi hoða örlög þjóða og mannkynsins alls. Hún þóttist stödd á götu í Reykjavík. Á undan henni gekk stjórnmálamaður nokkur, sem konan þekkti, og virtist heldur áhyggjumikill. Undir hendi sér bar hann bók eina mikla. Þóttist konan vita, að á þá bók væri skráð örlög mannkynsins, og stóð henni nokkur ógn af hókinni. Allt i einu sá hún í logandirauðu tákni töluna 5 á kili bókarinanr. Við það vakn- aði hún. — Hún réð drauminn þannig, að sú ógn, sem henni þótti standa af bókinni, boðaði heimsstyrjöld, en hið eldlega tákn á kili bókarinnar boðaði fjölda stríðs- áranna. Og sá draumur rættist bráðlega. í DJÚPI DULVITUNDAR. í draumi leysist maðurinn úr fjötrum. Orsakalögmálið er upphafið, rúm og tími eru horfin, við svifum um þægilega i lausu lofti og þykjumst gædd ofurmannlegum líkamsstyrk. Einnig siðaboðin verða máttlaust hjóm. í draumi framkvæmum við án hlygðunar verknaði, sem er óleyfilegur samkvæmt rikjandi siðgæði og dreym- andinn gerir útlægan úr vökuvitund sinni. Kannski uppgötva ég óleyfilega ást- hneigð mína fyrst í draumi, kannski sýnir táknmynd draumsins mér fyrst, hversu innilega ég hata þann, sem siðgæði vökumeðvitundar býður mér að elska. Draum- urinn sviptir af okkur lijúpi skinhelginnar, sem aldatugaþróun sveipaði um dýrið, og sýnir okkur afskræmda mynd bældra hvata og lágkúrulegra lasta. 1 þessum skilningi er draumurinn orðinn eitt af meginviðfangsefnum nútíma- sálarfræði. Hann leysir úr læðingi öfl, sem annars eru rammlega fjötruð og lokuð inni í dimmri dýflissu dulvitundarinnar. Grundvöllur þessarar túlkunar er i fáum orðum sá, að manneðlið sé innst í kjarna sinum andstætt meginkröfum siðmenn- ingarinnar, sem heimtar, að maðurinn bæli livatir sinar og tilhneigingar, felli þær undir hin ströngu form samfélagslegrar siðvendni, en geri þær að öðrum kosti útlægar úr vökuvitund sinni. Hvenær sem ákafar tilfinningar og heitar ástrið- ur hrærast i mannlegri verund, stendur liann umluktur þyrnigerði hinnar samfélags- Framhald á bls. 34. DRAUM 0G TÚLK Vikon befur flutt vístndnlegn i o0 (esendur hnfn (091 orð t bi þoð efni. Hcr kemur dr. Mnttí 09 skrifnr um Vlroumu frú sn( í draumi brýtur dýrið í mazin inum af sér höft siðmenningarinnar og ekkert er eðlilegra en að sjá fólk allsnakið á götu. Ástand, sem væri óhugsandi í vöku, verður mjög eðlilegt í draumi. 1 Z VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.