Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 23

Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 23
ófullnægjandi fregnir eru fyrir hendi. Þar vantar t. d. algerlega fregnir frá Síber- íuströndum og að mestu leyti frá Alaska. Milli Kanada og Síberíu og Norður-Grænlands liggur víðáttumikið hafsvæði, sem oftast er kallað Norðuríshaf. Það er löndum girt á alla vegu, að heita má. Þessvegna vildi Vilhjálmur Stefánsson kalla Jrað Miðjarðarhafið nyrðra eða Norð- urskautshaf. Út úr því eru þrennar útgöngudyr::: 1. Behringssund milli Alaska og Síberíu, Jrröngt sund út í Kyrraliaf. 2. Opið milli N-Grænlands og Svalbarða, um 500 km á breidd. Það mætti kalla Hafsbotna, fornu nafni. 3. Loks er liafið milli Svalbarða og N. Noregs, um 600—700 km breitt. Þaff er mynni Barentshafs aff' vestan. Norðurskautshafið er um 9 milljónir ferkm að stærff'. Að vetrinum, einkum á útmánuðum, má hcita aff' Jrað sc allt ísuin huliff', liæff'i lagnaðarís vetrarins, götnl- um og [tykkum íshellum eða mjög Jjcttu, stórgerff'u ísreki, J)ótt smávakir og sprungur kunni að opnast Jtar annað slagið. Auk Jress eru niiklar hafísspildur suður með A-striind Grænlands og í Baffins- flóa og Davíðssundi vestan Grænlands, milli J)ess og Baffinslands. Öll sund og flóar í kanadíska Eyjahafinu eru ísi þakin og sömuleiðis Hudsonflói. Það mun því ekki ofmælt að um 12 milljónir flatarkílóm séu Jtaktar hafis á norðurhveli jarðar mestan hluta vetrarins. — Ef gert er ráft' fyrir, aft' meðaljjykkt íssins á svæff'i þessu séu 2,5 m, mundi öll ísfúlgan vera um 30 000 rúmkílóm. Ef slíkri l'úlgu væri hlaðið saman á einn staff', mundi lnin t. d. geta vcrið eitt Jrúsund km á lengd, 10 km á breidcl og 3000 m á hæð. í aprílmánuði nær issvæðift' einna mestri víðáttu, en úr því fer að losna um ís- inn, og jaðrarnir taka aff' þiðna og grotna í sundur vegna sólarhita og hafstrauma. Og þegar kemur fram undir lok ágústmáuaðar, eru býsna miklar breytingar :i orðnar. Mestur hluti Baffinshafs er íslaus. Lítill ís er viff' A-Grænland allt norft'- ur undir 75° N.br. Sigia má norður lyrir Svalbarða og Novaja Zemlja. Oftast er nú hægt að komast meðfram Síbiríustriindum til Kyrrahafs og með norð'urstnind Alaska til kanadiska Eyjahafsins. Þar hafa amerískir hvalveiðimenn löngum ver- ift' á lerff', en olt lokast iill sund, er Jjeir vilja snúa lieimleiðis, haustið gengur í garð, og skip og menn verft'a aff' ltafa vetursetu J)ar nyrðra. Uppdrættirnir, 1. og 2., sýna íssvæðið í meðalári á límabilinu 1919—1943 að báðurn meðtöldum, á útmánuðum og í ágúst. Eins og ég drap á áff'an, má heita, að Norðurskautshafið sé lokaff' innlraf og löndum girt á alla vegu. Beliringssund er Jniingt, og lítiff' ísrek fer út um Jjað vegna hafstrauma. Aðalútgöngudyrnar eru um lrafsbotninn milli Grænlands og Svalbarða. Áður fyrr að minnsta kosti var talsvert ísrek aff’ vorinu sunnan lyrir Svalbarða, franr hjá Bjarnarey, aðallega vetrarís úr Barentshafi og Irá Síbiríu- ströndum. Mér Jjykir ekki ósennilegt, að einmitt Jjetta ísrek hafi átt talsverðan þátt í ísbreiðum hér við land í miklum ísárum, enda var hel/t talin rekavon á Norðurlandi, þegar mikill ís barst að ströndinni, en mikiff’ af norðlenzkum reka- vift'i var ættað lrá Síbiríu. Þó kemur vitanlega nokkuð af rekaviði norðan um Svalbarða, og er svo enn. VEÐRID---23

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.