Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 35
FrostiíS og snjórinn fór heldur vaxandi, og má segja, a<5 þennan tíma liafi
verið alhvitt alls staðar. Um miðjan mánuð var frostið orðið um 10 stig norðan
lands og vestan og komst víða yfir 20 stig, áður en breytti um veður.
Þan 21. gerði hláku og sunnanátt, sem stóð til mánaðamóta utan dagana 28.
og 29., en þá var vægt frost og heiðríkja.
Sums staðar hvarf þá snjórinn með iillu af láglendi sunnan lands og vestan.
Á landinu norðaustan til hjaðnaði snjórinn, en var þó víða alhvítt fram í
fehrúar.
Þessi mánuður varð bændum þungur í skauti sökum ólærðar og hagleysis,
en hitastigið var nálægt meðallagi.
Febrúnr. 1 febrúar var suðlæg átt yfirgnæfandi, vætusamt vestan lands og þó
sérstaklega á Vestfjörðum.
Austan lands var tíðust vindátt milli suðvesturs og norðvesturs og mjög þurr-
viðrasamt.
Dagana 8. og 9. var víða vestan rok, en skemmdir urðu litlar.
Annað vonzkuveður var norðanáhlaupið 11. til 13. Var það mesta stórhríð
vetrarins um norðanvert landið, mikið frost og rokhvasst.
Ofsaveður var þá undir Eyjafjöllum og i Skaftafellssýslu austanverðri enda tals-
verðar skemmdir á mannvirkjum.
Þessu veðri var helzt líkt við Páskabylinn 1917. Sem dæmi um það, hve veðrið
kom snögglega, má geta þess, að 8 stiga hiti var á Hallormsstað, en tveim timum
seinna var komið 4 stiga frost.
Loftvog í mánuðinum stóð oftast mjög hátt. Meðalloftvægið reyndist í Reykja-
vík 1028 mb og hefur aldrei mælzt svo mikið áður. Næsttir kemur febrúar 1932
með 1027,3 mh. Sá febrúar var hinn hlýjasti síðan mælingar hófust í Stykkishólmi
1845, en næst hlýjastur er síðastliðinn febrúar.
Á Suðausturlandi var þurrt með eindæmum. Á Hólum var úrkoman 4 mm
og hefur aldrei áður mælzt svo lítil.
1 flestra hugum er haffs bendlaður við kulda, en undir lok þcssa óvenju hlýja
mánaðar fóru að berast fregnir af hafísreki lyrir vestanverðu Norðurlandi.
Mtirzmánuður var í lieild þurr, kaldur og hægviðrasamur. Veðrið fram til 11.
var allbreytilegt. Oftar var norðanátt, frost og dálítil snjókoma fyrir norðan,
en stundum líka mild sunnan átt með vætu sunnan lands og vestan.
Eftir þetta var vindur oftast við norðrið, en stillur miklar og frost.
Sérstaklega var frostið hart sautjánda til tuttugasta og sjöunda.
Þótt stundum væri snjófjúk norðan lands og víðast alhvítt upp úr miðjuni
mánuði, var snjólétt og góð færð.
Sunnan lands var auð jörð að kalla í mánuðinum og úrkonta nær engin seinni
hlutann. Síðustu tvo dagana var blíða um allt land og hitinn komst npp í 17
stig á Suðurlandsundirlendinu, en 15 stig í Borgarfirði.
Hafísinn var stutt undan eða uppi í landsteinum allan marzmánuð.
Norðlægir vindar náðu því lítt að mildast yfir auðum sjó og voru óvenju kaldir.
VEÐRIÐ
35