Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 37

Veðrið - 01.04.1965, Blaðsíða 37
Bréf úr Öræfum 1 2. hefti VeÖnrsins 1963 voru prentuS tvö hréf, þar seni sagt var frá mjög óvenjulegu stórviðri í Öræfum. Hér birtist enn bréf um svipað efni eftir Flosa Björnsson bónda á Kvískerjum. Kvískerjum, 14. febrúar 1965. Veðurstofan, Reykjavík. Aðfaranótt 9. febrúar síðastl. gerði hvassviðri mikið eða rok af vestri hér á Kvískerjum (og víðar austur í sveitum) cr olli talsverðum skemmdum á lu'isum og mannvirkjum og á graslendi. Skal því lýst í fám orðum. Landslagi er svo háttað hér, að bærinn stendur við fjall, sem oft og einatt skýl- ir fyrir vestanátt, og einnig nær austanátt fremur lítið liingað. En nái vestanvind- ur hingað á annað borð ofan af fjallinu, og að líkindum Öræfajökli, getur orðið sérstaklega hvasst liér heima (og raunar á Breiðamerkursandi), og Jrannig var það fyrrgreinda nótt. Daginn áður var gott veður, en tók að lrvessa af VSV með kvöldinu. Klukkan að ganga 23 var orðið töluvert hvasst, en mun hvassara er kom fram á lágnættið og áttin jafnframt meira i hávestur eða jafnvel meira til norðurs. Skiimmu fyrir kl. 2 mun veðrið hafa náð hámarki og hélzt fram yfir kl. 7 eða nærri 8, en tók þá að lægja. Þó mun e. t. v. eitthvað lítillega hafa dregið úr veðrinu eftir fjögur- leytið. Hitastig mun liafa verið nálægt frostmarki eða lítið yfir. (Annars er þó stundum hlýtt í slíkum veðrum hér, hnúkaþeyr). Skemmdir og verksummerki eftir veðrið voru fyrst og fremst sem hér segir: Allmargar þakplötur fuku af tveim húsum — annað þeirra nýlegt og þaksaum- ur þar hnykktur innan á timburklæðningu — (enda varla efi á, að allar plöt urnar hefðu annars farið). Ennfremur brotnaði liurð með glergluggum, hlémeg- in, en járnplata mun hafa lent í hana, og af hinu húsinu fóru einnig nokkrar plötur af öðrum gaflinum. Allir gluggar á þeirri hliö allra lnisa liér, er sneru gegnt vindáttinni, brotnuðu rneira eða minna, ýmist af veðurofsanum einum saman eða einnig grjótflugi. Þess má geta, að um einn gluggann, sem brotnaði og í var ein rúða 40x70 cm að stærð, 3 mm þykk, var því veitt athygli, að í storm- hviðu bungaði rúðan inn í miðju, e. m. k. jró nokkra mm. Rúðan brotnaði rétt :í eftir af grjótflugi. Surns staðar brutu steinvölur h. u. b. kringlótt göt á rúð- urnar, um 3 cm víð. Þess skal getið, að nál loftvogar, er liékk á ]>ili, hreyfðist stundum snöggvast niður á við og strax upp aftur um h. u. b. 10 mm, að því er virtist er stormlivið- ur skullu á húsinu (eftir að gluggar höfðu brotnað). Var ætlað fyrst, að hreyfing nálarinnar orsakaðist af titringi á lnisinu. Við nánari athugun virtist það þó ekki geta verið Jaess vegna, a. m. k. ekki eingöngu. VEÐRIÐ —• 37

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.