Veðrið - 01.09.1967, Page 4

Veðrið - 01.09.1967, Page 4
en hressdsl brátt, er hún var tekin í hús (sbr. Náttúrufr., 13. árg. 1943, bls. 153-154). 2) 8. 10. 1957 Selvogur, Arn. Fundin lilandi á túninu að Bjarnastöðum í Selvogi. Var blaut og dösuð, en hresstist brátt, er hún var tekin í hús (sbr. Náttúrufr., 27. árg., 1957, bls. 143-144). 3) 9. 12. 1957 Vestmannaeyjar. Náðist lifandi Jrar sem hún húkk á suður- gafli leikfimishúss gagnfræðaskólans. Nokkra næstu daga á undan höfðu nemendur skólans veitt eftirtekt sérkennilegri klessu á gafli skólans í töluverðri liæð, en það var fyrst 9. des., er þeir voru að kasta snjókúlum í gaflinn, að þeir sáu þetta hreyfast, og var þá náð í stiga og tókst að handsama dýrið. 4) 1. 10. 1964 Ragnheiðarstaðir í Gaulverjabæjarhr., Árn. Skotin á flugi í birtingu að morgni hins 1. okt. um 300 m frá bænum Ragnheiðar- stöðum. Sá sem skaut dýrið var að gæsaveiðum á Jressum slóðum. II. Myotis lucifugus. Þetta er lítil amerísk leðurblökutegund, sem hefur einu sinni náðst hér á landi. Útbreiðslusvæði hennar nær einnig þvert yfir N.-Ameríku, en á austurströndinni nær það nokkru lengra norður en útbreiðslusvæði hrímbltikunnar eða alla leið til Nýfundnalands og Labrador, og þaðan svo suður undir Florida. í Ameríku nefnist tegund Jressi Little Brown Myotis. íslandsfundur Jressarar tegundar er sem hér segir: 1) 23. 8. 1944 Reykjavík. Náðist Jrar sem hún var að flögra utan á húsi Fiskifélags íslands á horni Skúlagötu og Ingólfsstrætis (sbr. Náttúrufr., 14. árg., 1944, bls. 143). Það er miklum erfiðleikum bundið, að geta sér til um, live lengi leðurblökur geti lifað hér, eftir að þær eru komnar til landsins. En benda má á, að leðurblökur í norðlægum löndum liggja í dvala á veturna, og Jrví er ekki óhugsandi, að sumar af ofangreindum leðurblökum hafi ef til vill ekki verið alveg nýkomnar til landsins, Jregar þær fundust. Dettur mér helzt í hug Vestmannaeyja-leðurblakan í því sambandi, en ef til vill cr þó hæpið að ætla, að sú leðurblaka og Selvogsleðurblakan liafi komið til landsins um svipað leyti. Ég hef haft tilhneigingu til að ætla, að leðurblakan, sem náðist við höfnina í Reykjavík (Myotis lucifugus), hafi komið hingað með skipi, en samt tel ég æskilegt, að veðurskilyrði um [>að leyti er hún náðist verði tekin til athugunar." Hvern fund verður að athuga sérstaklega, og byrja ég á síðasta fundinum, Gaulverjabæjar-leðurblökunni, sem var skotin í dögun hinn 1. október 1964. Rannsókn á veðurkortum frá seinni hluta septembermánaðar þetta ár leiðir í ljós, að enginn beinn loftstraumur lá liingað til lands frá Ameríku fyrr en að morgni hins 30. Þá kom suðvestan hvassviðri í kjölfar kaldra skila, sem gengu hratt norðaustur yfir landið. Þessi köklu skil voru yfir norðausturhéruðum New 40 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.