Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 20
finna hana og þvinga hana til að segja, að hún
elski mig.
Hvert orð hans var sem hnífsstunga í hjarta
Denísu. — Og ég? Hvað verður um mig? Hefi
ég ekki elskað Þig og reynt að hughreysta þig?
Verðskulda ég ekki að fá neitt fyrir allt, sem
ég —; sem mig langaði til að gefa þér? Þú verður
að heita mér því, að koma aftur til mín, Júlían,
,ef þú finnur hana ekki!
— Mér þykir fyrir því, endurtók hann. Ég
hefi aldrei þótzt vera ástfanginn af þér, Denía,
þótt ég hafi stundum daðrað við Þig. Það verður
okkur báðum bezrt, að ég fari héðan.
Hún gekk til hans og beitti öllu afli sínu að
því einu, að gera lokatilraun til þess, að vinna
hann á sitt mál. En hann sneri baki við henni og
fór út.
Hún stóð riðandi og starði á dyrnar. Augu
hennar glóðu, eins og I rándýri, sem orðið hefur
af bráð sinni.
Hana langaði mest til að hlaupa á eftir honum,
segja honum að Barbara væri dauð og hlæja upp
í opið geðið á honum. Það væri frábær hefnd, en
hún þorði það ekki. Þetta var í fyrsta skipti, sem
dulræður ótti, ískyggilegur kvíði opnaðist fyrir
sál hennar eins og koldimm námugöng. Það var
ekki kvíði út af Róbert eða Júlían. — heldur
var hún hrædd um sjálfa sig.
Til þess að ná frá annari stúlku, það sem hún
ætlaði sér, hafði Denísa gerzt meðsek í morði og
misst það sem hún þráði mest, — Júlían. öll
svikabrögð hennar höfðu runnið út í sandinn ...
Róbert hafði fengið hana til að greiða hátt verð
fyrir hjálp sína, og samt hafði alit misheppnast.
Það fór skjálfti um hina Ijóshærðu mey, er hún
minntist hinnar stúlkunnar i örmum mannsins
sem hún nú hataði. Hafði Júlían séð skugga
syndarinnar i augum hennar og fundið á vörum
hennar eiturbragðið af kossum Róberts?
Hún átti enga vini, enginn skipti sér minnstu
vitund af henni. Jafnvel Róbert hafði misst á-
hugann fyrir henni. Hún var í afturför, eins og
hún hafði kviðið fyrir, á leið til þess að verða
ljót. Það var eins og blær hins illa skini gegnum
það, sem einu sinni var feguið.
Nú var barið að dyrum, og reiðinni skaut upp
í Denísu. Kringluleita andlitið á hr. Padgetts
kom í Ijós í gættinni, eins og fullt tungl.
—• Á ég að bera inn kaffi fyrir tvo, ungfrú?
Óviðráðanleg heift sauð i Denísu. Hún greip
vasa af arinhillunni og lét hann vaða að gamla
manninum af öllu afli.
— Burt með þig, asninn þinn, og hypjaðu þig!
Dyrnar luktust að baki honum. Hún settist á
legubekkinn og starði í eldinn, þangað til henni
fannst allt vera fullt af flöktandi eldtungum,
fyrir augum sér.
Barbara vaknaði með bros á vörum, því hana
hafði dreymt, að Júlían væri að bera hana upp
stiga, og kyssti hana við hvert. Þrep. Hann hló ...
Brosið dó. Hún barðist gegn veruleikanum, en
rankaði við sér smám saman, og minntist þess
nú, að hún átti að kvænast Róbert fyrir hádegi,
í ráðhúsinu í Álsvík.
Þegar að því afstöðnu, áttu Þau að aka til
Harvick, svo Þau næðu í skip til Hollands, og þau
áttu að hafa bílinn með sér, i brúðkaupsferð
sína um Evrópu.
Róbert hafði séð fyrir þessu öllu saman. Hann
hafði meir að segja sent henni kjóla upp í íbúð-
ina, til þess hún gæti valið úr þeim. Því ef hún
fór út, gat hún átt á hættu, að rekast á Júlían
eða Denísu. Vinsemd hans og nærgætni hefði
átt að geta brætt þann ís, sem lá um hjarta
hennar. Það eina sem hún átti að gera, var að
reiða sig á hann, fara burt með honum, og láta
hann stjórna lífi sínu, svo hún þyrfti aldrei að
hafa áhyggjur af neinu framar.
En svo auðvelt var þetta ekki — enn þá. For-
tiðin hélt áfram að fálma eftir henni, full af ógn-
um, unaði og hryggð. Hún fékk ekki slitið Júlian
úr huga sinum né hjarta. Og á þessum degi, er
hún skyldi giftast öðrum manni, fannst henni
alltaf jafn óhugsandi að Júlían gæti verið eins
og Róbert lýsti honum. — Maður með morð á
heila og hjarta úr steini.
Enn varð hún gripin efa. Það var sem hjarta
hennar hrópaði á hana, að bjóða öllum hætt.um
byrginn og leita sannleikans, i stað þess að hegða
sér eins og hugleysingi og þiggja það öryggi, er
Róbert bauð henni af hjartagæsku sinni.
Hana langaði skyndilega til að hlaupa leiðar
sinnar, — sama hvert var. Hún var á leið til
dyra, í fullri alvöru, en hopaði óttaslegin á hæli.
Róbert var að koma. Hann hafði ekki talið ráð-
legt, að hún léti sjá sig úti á götu. Hún varð
að hlýðnast honum. Hún var honum háð . . .
En hún elskaði Júlian! Hún elskaði hann
alltaf. —
Það var eins og henni væri að verða illt, og í því
heyrði hún Róbert kveða dyra, á sinn sérstaka
hátt. Hann hafði fengið henni lyklana að íbúð
sinni.
Hann leit fljótlega á hana; um leið og hann
þrýsti kossi á kaldar varir hennar.
— Elskan mín, ég veit hvernig þér líður, mælti
hann blíðlega. En trúðu mér, þú gerir hið eina
rétta.
— Heldurðu það virkilega, Róbert? Ég var
að hugsa um — hann.
— Það skalt þú ekki gera. Héðan í frá þarftu
þess ekki, þvi ég verð hjá þér. Hugsaðu til þess,
sem bíður okkar beggja.
Það fór um hana örlítill skjálfti, og hann lagði
arminn hughreystandi yfir mitti hennar.
— Þér er kalt. Við getum fengið okkur kaffi-
bolla, áður en við förum. Fru Padgett bíður okk-
ar á ráðhúsinu klukkan ellefu, til að vera vitni.
Eg hefi sagt henni allt um okkur, væna mín, því
hún er heiðarleg manneskja og Þykir mjög vænt
um þig.
Júlían hafði fariö snemma á skrifstofuna um
morguninn, til þess að ganga frá öllu þar. Hann
vildl ekki verða á vegi Denísu. Nú leið honum
miklu betur, eftir að hann hafði ákveðið að hefja
leit að Barböru. Eins og hann hafði látið orð falla,
þá gat engin stúlka gufað upp í blátt loftið, og
þegar hann fyndi hana . . .
Hann leit þungbrýnn yfir að auðum stóli hennar.
Hann var ekki öldungis viss um, hvað hann ætlaði
að gera við hana. Kyssa hana eða berja, — ef
til vill hvort tveggja. Það sem nú þurfti, var
sterk hönd, til að hrífa hana brott úr glæpatil-
veru sinni. Til allrar hamingju var hið illa i
eðli hennar einungis á yfirborðinu. Hann vissi,
hvernig hún var í sínu innsta eðli.
Hann varð undrandi, þegar hann heyrði bif-
reið aka niður afleggjarann. Það var Róbert, hann
sat sjálfur við stýrið og einhver í aftursætinu.
Sennilega Denísa, en þau voru of langt frá, til
þess að hann sæi það greinilega.
Ef þau færu að vera saman á ný, hugsaði Júlí-
an, hefði hann minna samvizkubit útaf Denísu.
Reyndar var það hún, sem einkum hafði sótt á,
en hann hafði þó átt sinn þátt í því. Þetta var
Barböru að kenna, hann hafði ætlað að ílýja frá
minningunni um hana. Leiðinlegast var, að hann
hafði ekki getað flúið í tæka tíð.
Fyrst þau Róbert og Denísa voru nú komin
út, ákvað hann að fara aftur heim í húsið og fá
sér morgunbita. Hann vissi ekki hvar hefja skyldi
leitina. Líklega í Álsvik, því þaðan hafði Barbara
skrifað honum bréfið sæla. En það yrði ekki auð-
gert að finna hana.
Þegar heim i húsið var komið, hringdi hann
til Padgetts hjónanna, ætlaði að biðja karlinn
að fleygja ferðatöskum sínum út í bilinn, en konu
hans að bera sér morgunverð. Enginn kom, og
gekk hann þvi til eldhúss. Þar fann hann Pad-
gett gamla sitjandi við eldhúsborðið, með sára-
bindi um andlit sitt, öðrum megin, og hálftæmda
viskýflösku fyrir framan sig.
Honum blöskraði þessi sjón. Að vísu kom hon-
um ekki við, hvernig vinnufólk Denísu hagaði
sér, en honum féll alltaf vel við gamla Padgett.
— Hvað í ósköpunum hefur komið fyrir yður,
Padgett? spurði hann.
— Það var bara smávegis slysni, svaraði mað-
urinn afundinn. — Konan mín er farin, ef þér
hafið ætlað að ná í hana, herra minn.
— Það litur út fyrir, að allir séu farnir. Ég
er líka sjálfur að leggja af stað, og af þvi ég
kem ekki hingað aftur . . . Júlian lagði nokkra
peningaseðla á borðið. Þér getið keypt yður
pillur við timburmönnum fyrir þetta. Yður er
vist ekki vanþörf á þeim.
Annað augað starði á hann, steinhissa og blóð-
hlaupið.
— Eruð þér að fara, herra? Ætlið þér ekki að
kvænast — henni? Hann veifaði þumalfingrin-
um í áttina til herbergis Denísu. Sögðuð þér henni
þetta i gærkvöldi?
— Verið þér ekki að spyrja um þetta, Padgett,
— en, — já, ég gerði það.
— Þá á ég yður að þakka þetta hérna. Papgett
snerti við umbúðunum. — Hún fleygði í mig
vasa, svo ég hlaut langan skurð I andlitið. Þá
hafið þér sloppið betur, herra.
— Það hefðuð þér líka getað gert, með því
að beygja yður, mælti Júlían. — Þé eruð farinn
að drekka of mikið viský, ef ég má segja yður
það í hreinskilni, eins og gamall vinur.
— Þeim kemur það vel, svaráði maðurinn
dimmri röddu, en ég veit mitt, herra, og oft er
ég ekki nærri því eins fullur og þau halda, —
langt I frá.
— Þér gerið mig forviða, svaraði Júlían og
brosti breitt. — Jæja, verið þér nú sælir og
berið kveðju mína til frú Padgett. Ég er að fara
til þess, að leita að Barböru.
— Ætlið þér það, herra?
Það var svo mikill þungi í þessari harmþrungnu
rödd, að Júlían rak í rogastans. — Af hverju
verðið þér svo undrandi?
— O, svo sem ekki af neinu. En, nú verð ég
að fara að hafa til morgunmatinn, ef hún skyldi
hringja eftir honum, sagði gamli maðurinn og
setti glasið frá sér.
— Ef þér eigið við ungfrú Denísu, þá er hún
farin af stað með Róbert Soames. Eh heyrið
mig, Padgett, hvers vegna voruð þér svo einkenni-
legur í rómnum áðan?
herra Róbert. Hún á að vera vígsluvottur.
— Það var konan mín, sem fór í bílnum með
herra Róbert. Hún á að vera vígsluvottur.
— Við hvaða brúðkaup? Hvern er verið að
gifta? spurði Júlían óþolinmóður.
Padgett hellti vænni gusu af viskýi í glas, og
skolaði þvi niður, eins og til þess, að herða upp
hugann.
20 vhckn