Vikan


Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 10

Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 10
Hús og húsbúnaður íbúðarhúsum hefur verið likt við vél, sem þarf að fullnægja ákveðn- um skilyrðum til þess að geta geng- ið. Ibúðir þurfa vissulega að full- nægja skilyrðum til bess að vera sá samastaður, sem maðurinn sækist eftir. Af einingum íbúðarinnar er það kannski öllu frekast eldhúsið, sem líkja má við vél. Þar þarf hvert smá- atriði að vera þrauthugsað og plan- lagt, áður en byggingin hefst, og það er bezt að taka það strax fram, að þessi þáttur mælir eindregið með því, að menn fái innanhússarkítekta til þess að teikna eldhússinnréttingar, ef þeir vilja, að þær verði eins og helzt verður á kosið. Hefur meir og meir færzt í Það horf að eldhúsið yrði glansnúmer íbúðarinnar, enda býr þar allt að fyrstu gerð: Fólk gefur ekki eldhúsinu nýtt andlit með fallegum húsgögnum eins og stof- unni. Það hefur brunnið við á síð- ustu og beztu tíhium, að hagkvæmn- issjónarmiðið hefur orðið að víkja fyrir stásslegu útliti. Ekki hefur dugað minna en fjórar umferðir með málningu og spartl á alla veggi, en Framhald á bls. 31. <] Téð meðfran\ öðrum langvegg í banda- ’ísku eldhúsi. Eldavélin er í borðinu, kæliskápur, bökunarofn og þvottavél innbyggð. Eldhússborðið nær ekki al- veg niður að gólfi, og fyrir það sýnist gólfið stærra. Takið eftir, hve allar línur í þessu eldhúsi eru hreinar og ákveðnar. Smáatriðin skipta máli Á bls. 25, 26, 27, 33 og 34 eru auglýstar eldhús- innréttingar og eldhús- tæki. <1 Vel skipulagður kústaskápur úr sænsku eldhúsi, þar sem staður er fyrir hvern hlut og hver hlut- ur á sínum stað. Kústaskápar eru oft mjög illa inn- réttaðir, og út- koman verður sú, að hlutirnir lenda í hrúgu á gólfi skápsins. Þetta er að vísu verksmiðjuunnin eldhússinnrétting úr málmi, en ekkert mælir á mót því, að hún sé ger af við, eins og hér er algengast. Þar sem allir skápar eru opnir, skýrir myndin sig sjálf og sýnir, að mikil alúð hefur verið lögð við það, að innréttingin rúmaði mb mest. !□ VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.