Vikan


Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 3

Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 3
Þessir aiðir eru báðir erlendir að uppruna, og hafa ekki fest yaranlegar rætur hér. Þó er það alsiða, enda ekki nema kurteisi, að brúðgumi svari þeim ræðum, sem e. t. v. eru haldnar til heiðurs hinum nýorðnu hjón'- um, með örlitlum ræðustúf og þakki þ^r með fyrir. Um hinn siðinn er það að segja, að honum er ýmist fylgt hér eða ekki, en mörgum brúðgumanum mun þykja gaman að sýna brúði sinni, að þetta geti þeir nú. Siðurinn mun vera tákn þess, að brúðgum- inn ætli að bera konuna á höndum sér út lífið. — En hvorugur þessara siða er svo fastur orðinn í sessi hér, að nauðsynlegt sé að fylgja honum. Ef þú ert málstirður, er þér óhætt að sleppa ræðunni, og ef brúður- in er þung, skaltu heldur láta hana ganga sjálfa inn á nýja heimilið en eiga það á hættu að missa hana niður. O, sole mio. Seint á sfðasta ári var Pósturinn beðinn um texta við lagið „Ó, sole mio“. Þá tókst ekki að ná í neinn „frambærilegan teksta“, eins og það var orðað, og þetta vandfýsis- lega orðalag virðist hafa vakið nokkurn kurr með þjóðinni, og svo er að sjá sem æði marg- ir hafi samið teksta við þetta lag, og þyki sér nú stórlega misboðið, er enginn finnist frambærilegur. Síðan þetta var, hefur text- um við lagið rignt yfir Póstinn hvaðanæfa af landinu, og er ég hér með 9 mismunandi „ljóð“ fyrir framan mig. Og — tvö þeirra eru „frambærileg“. Annað þeirra er komið hér í miklu upplagi, og kemur ekki öllum bréfriturum saman um einstöku orð, en text- • * inn er samhljóða í tveimur bréfum, svo ég kýs þá útgáfu: Ó, dagsins stjarna, hver dýrð að sjá þig er dauðans náttskuggar herja á mig, og þó að kólni, og hausti í hjarta og hverfi sumar, má ég elska og þrá þig. Ó, sól, alltaf líf mitt og ljóðin mín í logum brunnu af ást til þín, sól, mín sólin bjarta, ó, sendu glóð — í sólarljóð. Þetta ljóð hefur borizt frá Vestfjörðum, Norðurlandi, Austfjörðum og úr Reykjavík, svo það virðist nokkuð þekkt. Enda scgir einn bréfritari, að það hafi birzt í bók eftir Steindór Sigurðsson, sem hét „Takið undir“. En IM í Vík sendir annan teksta, sem mér þykir öllu fallegri. IM segist hafa lært hann fyrir stuttu, en hann sé gamall, og veit ekk- ert um aldur hans eða ætterni. Hann er svona: Þegar blómin fölna ferðu burtu frá mér er hausta tekur og sumar dvín. Er vorar aftur ég vona að sjá þig það er hjartans heitust óskin mín. Seg mér í nótt sem þú öðrum dylur þínar hjartans óskir og engu leyn í nótt eða aldrei skaltu hug minn skilja, meðan blómin sofa við vökum ein. — Látum svo útrætt um „Ó, sole mio!“ Kæra Vika. Einhverntíma heyrðum við sögu um Sherlock Holmes og eitthvað í sambandi við Adam og Evu, eftir að hin fræga leynilögreglupersóna átti að hafa verið komin til himnaríkis- Getið þið grafið söguna upp fyrir okkur? Sagan segir, að þegar Sherlock Ilolmes kom til himna, hafi guð orðið allshugar feginn, því hann vantaði einhvern, sem gæti bent honum á, hver þessi frægu hjón væru meðal hinna útvöldu. Og Holmes hafði ekki lengi verið í Paradís, þegar hann gat bent skapara sínum á gömlu hjónin. Ástæðan til þess, hve fljótur hann var að finna þau, var sú, að þau voru einu englarnir, sem ekki höfðu nafla. Þannig höfum við heyrt söguna, en líklega eru til fleiri útgáfur af henni. Grimm örlög. Kæri Póstur. Um daginn heyrði ég talað um . verzlunar- mann, sem var að fara á hausinn. Það var sagt um iiann, að hann væri búinn að koma sér upp Sísifosarklett í vixlum. Hvað er Sísifosar- klettur? B. V. Sísifos er forn grísk söguhetja. Hann kallaði yfir sig reiði guðanna, og í refsingarskyni dæmdu þeir hann til þess að velta steini einum upp á hátt fjall. í hvert skipti, sem Sísifos er kominn með steininn upp á fjallið, hrapar hann niður aftur. Og Sísifos má leggja af stað með steininn enn einu sinni enn, og losnar aldrei úr þrældómnum, því kletturinn veltur ævinlega ofan, þegar Sísifosi hefur heppnast að koma honum upp. Ætli það sé kannski eitthvað svipað með víxlana hjá manninum? Upplýsingar um skóla. Svarað mörgum bréfum. Póstinum hafa borizt mörg bréf, þar sem beðið er um upplýsingar um hina og þessa skóla: Hvar þeir séu, hve langur skólatím- inn sé, hver inntökuskilyrði séu o. s. frv. Vegna þess, að hinn almenni lesandi Pósts- ins hefur engan áhuga fyrir þessu, hefur forsjá þáttarins hliðrar sér við að svara slíkum bréfum, og hlotið reiði bréfritara fyrir. En með því að snúa sér beint til skóla- stjóra viðkomandi skóla, getur hver og einn fengið upplýsingar frá fyrstu hendi. — Af gefnu tilefni skal það einnig tekið fram, að bréfum, sem Póstinum berast, er einungis svarað i Vikunni — ekki bréflega. En öll bréf eru þakksamlega þegin, og sem áður mun verða leitazt við að svara sem flestum og sem bezt. HEINr VARFETIES BXRNSMXTUR í glösum 09 pökkum HEIMZ merkið tryggir yður fyrsta flokks vörugæði .. . allir þekkja HEIN2f VARIETIES O.JOHNSON & KAABER hA vikan 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.