Vikan - 16.02.1961, Blaðsíða 21
—■ Þau héldu aö ég hefði fengið mér heldur
mikið neðan í þessari, maslti hann og klappaöi
flöskunni. En það var nú ég, sem hlustaði. Herra
Róbert ætlar að fara að kvænast ungfrú Barböru.
Júlían hrökk hatramlega viö. Hann þreif i
manninn og dró hann á fætur. — Eruð þér full-
ur? Þetta getur ekki verið satt . . .
—■ Jú, það er satt, herra. Hérna hef ég setið
og verið að brjóta heilann um, hvort ég ætti að
fara að segja yður það, því okkur hefur alltaf
komið svo vel saman. En ég er hræddur viö þau,
— dauðhræddur. Ég hefði ekki ' heldur opnað
kjaftinn núna, ef hún hefði ekki verið nærri
búin að blinda mig. Og hann — hann myndi skera
mig á háls, ef hann vissi þetta.
— Eruð þér viss um, að það sé Barbara, sem
hann ætlar að kvænast? spurði Júlían með and-
köfum.
— Hann langar í peningana, herra, og Barbara
er rétti erfinginn. Það heyröi ég hana segja kon-
unni minni í gærkvöldi. Það er hún, sem ætti
að fá eignir Temperley fjölskyldunnar, en ekki
ungfrú Denísa.
Júlían skildi hvorki upp né niður í þessu, en
grunaði þó, að málin myndu skýrast. Eftirvænt-
ing hans fór sívaxandi.
—- Veit ungfrú Denísa nokkuð um þessa hjóna-
vigslu ?
— Nei, áreiðanlega ekki, herra! Hún heldur aö
ungfrú Barbara iiggi niðri í gömlu námugöng-
unum. Herra Róbert sagðist ætla að drepa hana,
til þess að ungfrú Denísa gæti náð í yður og pen-
ingana. En svo snérist honum hugur og faldi ung-
frú Barböru heima í íbúðinni sinni. Þaö á að
gifta þau klukkan ellefu.
Klukkan var rúmlega tíu. Það var nægur tími.
Júlian hugsaði með sjálfum sér, að nú yrði hann
að vera kaldur og rólegur og vinna bug á þeirri
tilhneigingu sinn, að lemja Róbert Soamers i
kássu. Hann varð að toga nánari tíðindi út úr þess-
um hálfdrukkna heiðurskarli. Þetta var ótrúleg
saga, en hvað var það, sem ekki gat komið fyrir
hér á Hlégörðum?
— Hvers vegna eruð þér að segja mér þetta,
Padgett? spurði Júlían.
— Vegna þess, að konan mín er ekki heima,
herra, og getur ekki komið í veg fyrir það.
Hann seildist aftur eftir flöskunni. Mér er ómögu-
legt að eiga þátt i morði. Það sagði ég henni líka,
þegar Barbara kom hingað fyrst.
—■ Hver reyndi þá að gera henni illt?
— Herra Róbert. Hann var á höttunum eftir
nngfrú Denísu, og vildi að hún næði í eignirnar.
E'n ég held Ronum hafi ekki fundist hún láta
nógu líklega við sig, og þess vegna hafi hann
snúið sér að Barböru. Hún hlýtur að eiga ein-
hvern verndarvætt, herra. því hann hefur skotið
á br»na og kveikt í herberginu hennar, án þess að
það hafi gert henni neitt.
— Hver færði hættumerkið til. þegar þau Ró-
bert. og Denísa voru inni í borginni?
— Þpð gerð' konan mín Maöurinn hikaði ekki
V’ð að svara. Ég ók henni þangað, án þess að vita
b'»að t’l stóð Hún sagði að herra Róbert ætlaði
nð greiða sér fimm þúsund, ef þér og ungfrú
P'>rbara færust í slysi.
— Og þér levfðuð henni að gera þetta? hróp-
aði Júlían skelfdur.
—• Það hefði orðið ég, sem ,,lenti i slysi", ef
ég hefði sett mig upp á móti því, tuldraði vesalings
karlinn. — Ég segi þetta allt núna, vegna þess
að ég vil heldur fara í tukthúsið en búa með kon-
unni minni. Þar er ég þó óhultari. Hún er jafn
vond og þau . ■ ■
Bjallan hringdi og hann hrökk óskaplega við.
— Þetta hlýtur að vera ungfrú Denísa. Ég fer
ekki unp til hennar . . .
— Þér komið með mér, mælti Júlían hörkulega.
Á leiðinni getið bér sagt mér allt sem þér vitið.
— Það byrjaði allt með lakkaða skríninu, herra,
og þvi sem þau fundu í því . . .
Uppi i svefnherbergi sínu hringdi Denísa hvað
eft.ir anoknað, fokvond yfir að fá ekkert svar.
Hún fór nógu snemma út að glugganum til þess
að sjá Júlían ýta Padgett gamla upp í bifreið
sina. Hann gekk slagandi, hélt dauðahaldi um
flösku — og kjaftaði.
Hvað var að gerast? Þessi fylliraftur og frú
hans voru sokkin upp fyrir eyru. Hann myndi
aldrei dirfast að segja Júlían, hvað orðið væri um
Barböru. Hvar var konan hans? Hvar var Róbert?
Þau urðu að stöðva karlinn.
Hún þaut yfir í álmu Róberts og þaðan niður
í eldhús. Alls staðar var mannlaust. Dauðaþögn
í húsinu, -—þögn sem ætlaði að gera hana vit-
lausa.
Denísa varð gripin óttakennd, er settist æ meir
að henni. Ef Padgett yrði nú lausmáll við Júlí-
an . . .
En á hana var ekkert hægt að sanna! Það
var Róbert, sem var morðinginn, og sökin var
♦ Denísa vinnur jafnt og þétt að því að vinna Júlían á sitt
♦ vald, og Róbert fær Barböru til að lofa því að giftast sér.
♦ En Denísa hefur ekki heppnina með sér og Júlían fer í fússi
♦ til að leita Barböru. Denísa veit ekki betur en að hún liggi
♦ lífvana í námugöngunum, en stillir sig um að segja nokkuð.
eingöngu hans. Padgetthjónin myndu standa með
henni, ef hún mútaði þeim.
Þá datt henni í hug vasinn, sem hún hafði
fleygt i Padgett, og ótti hennar varð að skelf-
ingu.
Róbert leit á úr sitt og mælti blíðlega: — Nú
er kominn tími til, að við förum í ráðhúsið,
Barbara. Þér liður betur, þegar við komum það-
an aftur. Og um þetta leyti á morgun verður þú
að kaupa í verzlunum í Amsterdam.
Hún reyndi að brosa til hans, svo tók hún
tösku sína og hanzka. Þessi litla ibúð var allt í
einu orðin griðastaður, sem hana langaði ekki
til að hverfa frá. Þetta skyndibrullaup með manni,
sem hún ekki elskaði, var kvíðvænlegt. En Róbert
myndi verða henni góður og auk þess var orðið
um seinan fyrir hana að hætta við það nú. Bara
að hún gæti hætt að hugsa um Júlian!
Hún sá hann, þegar þau komu að neðstu tröpp-
unum. Hann stóð i veggskoti og staröi á þau.
Hjarta hennar tók harðan sprett af gleði, von og
örvæntingu.
Hún heyrði Róbert kalla: — Júlían! Hvern . . .
Júlian óð fram. Hnefi hans lenti á hinu prúða
andliti Róberts. Barbara stóð sem lömuð, meðan
þeir karlmennirnir börðust af örvita æði. En
Júlían tókst brátt að ná yfirhöndinni með þungu
höggi á bringu hins. Síðan skall hnefi hans á
kjálka Róberts, leiftursnöggf og þungt eins og
hamarshögg væri. Hann missti fótanna og féll
aftur yfir sig með dynk, eftir það lá hann graf-
kyrr.
— Þetta ætti að hafa vaggað honum i værð,
möan við tölum svolitið saman! Júlían sneri sér
að Barböru, með beiskum ánægjusvip. Jæja, hvað
hefurðu svo að segja, þér til afsökunar. litla
flónið?
Hún starði á hann sem bergnumin af ótta.
— Þú hefur — drepið hann!
— Ónei, svo heppinn var ég ekki! Mér þykir
leitt að særa tlfinningar þínar. Þú hiýtur að
vera afskaplega ástfangin af honum.
—Nei, það er ég ekki. Ég . . .
— Hvers vegna ætlarðu þá að giftast honum?
— Af þvi aö hann sagðist ætla að sjá um
mig, snökti hún. — Þú — þú reyndir aö myrða
mig!
— Geröi ég það. Hann var búinn undir hvaöa
ásökun, sem hugsast gat, eftir að hafa heyrt
sögu Fadgetts. — Ég hlýt þá að hafa gleymt
því. Annars er eins og mig minni að ég hafi boð-
ist til að standa við hlið þér gegn hæt.tunum, og
að ég hafi reynt að komá í veg fyrir, að þú værir
myrt.
Hún hristi höfuðið, eins og til þess að geta
hugsað skýrar.
— Róbert segir . . .
— Hlustaðu á mig! Róbert veit að þú ert erfingi
Temperley eignanna, og hann ætlaði að kvænast
þér vegna peninganna.
— Því trúi ég ekki . . .
—Mig gildir einu, hverju þú trúir eða trúir
ekki! hrópaði Júlian. Denísa heldur, að Róbert
hafi myrt þig, til að láta að vilja hennar. Þú
færð að heyra, hvað hún segir, þegar hún sér að
þú ert enn á lífi. Komdu!
Hún hopaði írá honum. — Ég fer ekki með
þér!
— Þú skalt — þó ég þýrfti að slá þig i rot
og bera þig!
Það var ótrúlegt, — en hún var ekkert hrædd.
Hún var ósmeikari nú en hún hafði nokkru sinni
verið, síðan hún flýði frá honum.
— Við getum ekki skilið Róbert eftir hér!
kallaði hún.
Hann gekk að dyrum bílsins og benti ein-
hverjum að koma. Hún varð sem furðu lostin,
er hún sá Padgett gamla koma í ljós. Þeir lyptu
nú Róbert upp á milli sín og báru hann út í bif-
reiðina. Barbara kom annars hugar á eftir þeim.
— Sestu við hliðina á honum, Padgett, og sláðu
hann með þessum skrúflykli, ef hann ætlar að
gera uppsteyt, mælti Júlían skipandi röddu. Svo
leit hann hörkulega til Barböru. Sestu frammí, við
hliðina á mér!
— Nei . . .
— Ertu hrædd? Það var hæðnishreimur i rödd
hans á ný. — Hvers vegna kallarðu þá ekki á
lögregluna, og kærir mig fyrir morð, árás, of-
beldi og — já auðvitað — brottnám?
Hann horfði Þungbrýnn til hennar, líkt og svo
oft áður, en þó gat hún ekki fundið neitt sam-
vizkubit i tilliti hans eða svip, þótt reiðilegur
væri. Hún reyndi að telja sér trú um, að hann
væri hættulegur, en hún haföi aðeins orð Róberts
fyrir því, að hann væri það Róbert hafði getað
sagt henni hver hún væri, og veitt henni allar
upplýsingar um sjálfa sig, þess vegna hafði hún
trúað öllu, sem hann sagði.
En það gat verið ósat.t.
Skyndilega tók vonarneisti að vakna með henni.
— Jæja, ertu þá loksins að komast til ráðs?
rumdi í Júlían, er hann sá svipbreytingar henr.ar.
— Ef ég hefði hvergi verið nærri, værir þú nú
harðgift Róbert. Það hefði orðiö skemmtilegt,
en skammvinnt líf, því ekki er að efa, að hann
hefði losað sig við þig, undir eins og hann var
orðinn leiður á þér!
— Júlian, mælti hún i bænarrómi, — gefðu
mér tíma til að hugsa . . .
— Um hvað? Hann setti Barböru inn í bílinn
og leit um leið til Róberts, er virtist steinsofa
upp við öxlina á Padgett. Hver sagði þér að skrifa
mér þetta bréf? spurði hann, þegar þau voru
lögð af stað.
— Róbert, en . . .
—■ Var það satt, sem stóð í því?
— Það veit ég ekki, svaraði hún utan við sig.
— Jú annars, ég veit það. Það var ekki satt,
en — ó, Júlían, ég hélt að þið Denísa . . .
— Hver kom Þér til að trúa því? spurði hann
kuldalega. — Róbert?
Hún laut höfði og kyngdi munnvatni. — Hann
sagði að þið .
— Ég átti kollgátuna. En það gerðum við ekki,
og höfum aldrei gert, Þótt þú blátt áfram fleygðir
mér í fang hennar, með því að hlaupa burtu.
—■ Ó, Júlían . . .
—- Hættu að segja þetta ,,Ó, Júlían!" hrópaði
hann reiðilega. Það var bjánalegt af þér að trúa
honum, en ég var reyndar asni lika, að trúa
þeim, þegar þau sögðu að þú hefðir stolið pen-
ingum og skartgripum Denisu.
— Ég? sagði hún og saup hveljur. Trúðir þú
því ? Ég hélt þó að þú elskaðir mig.
— Það geri ég líka, en þú skrifaðir og sagðir,
að allt væri búið milli okkar, svaraði iiann. En
það getum við rætt síðar Padgett hefur sagt mér
sögu, sem getur komið hárinu til að rísa á höfði
þér.
Hann endurtók nú það, sem hann hafði heyrt.
Þegar því var lokið, sat Barbara orðlaus af
undrun. Því næst mælti hún:
— Þú átt við — að ég sé erfinginn?
— Já, það sýndu skjölin, sem þau fundu í
lakkaða skríninu. Maria Crosby vildi að þú viss-
ir, að þér væri innan handar að krefjast þess,
sem þitt var. Þú verður stórefnuð. — Allt of
andskoti rik til þess, að ég geti kvænst Þér, sem
betur fer!
En unga stúlkan varð naumast reiði hans vör.
Hið eina sem var einhvers virði, var að þau
voru saman á ný. Hún myndi aldrei hafa efast
,um tryggð hans, ef Róbert hefði ekki sí og æ
fyllt hennar þjakaða höfuð grunsemdum, til árétt-
ingar sögunni um Denísu . . .
Nú beygði Júlian inn á svæðið fram undan
húsinu á Hlégörðum. Aðaldyrnar stóðu opnar og
þau gengu inn.
Þegar Barbara opnaði dyrnar að dagstofunni,
sá hún Denísu sitja fyrir framan arininn, sokkna
niður í eigin hugsanir. Þegar hún heyrði harkið
við dyrnar, sneri hún sér við og reis á íætur.
Frammhald í nœata blaöi.
VIKAN 21