Vikan


Vikan - 11.05.1961, Blaðsíða 6

Vikan - 11.05.1961, Blaðsíða 6
Kona hans hafði verið á skipinu, sem fórst við Suðurey með aleigu þeirra beggja. Nú var hann ný- kominn úr fangelsi og bað vin sinn að lána sér kafara- búning. Hann ætlaði einungis að ná í peningana í skipsflakinu. Smásaga eftir Henning Barry Olsen Fyrir framan hótelið á Suðurey stóð maður. Þaðan mátti sjá perlu- loggorturnar liggja bundnar meðfram endilöngum hafnargarðinum fyrir aftan pálmatrén á Victoría Parade. Þar niður frá bjuggu líka indverskir skipasmiðir, sem síðustu fimmtíu ár- in höfðu útbúið báta perluskipstjór- anna. Þarna stóðu líka vöruhúsin, sem geymdu perlurnar, meðan þær biðu útskipunar. Þarna gat hann á- reiðanlega fundið Harrý Brinks, ef hann var þá ekki á bar hótelsins. Maðurinn, sem stóð fyrir framan hótelið á Suðurey, var hár og magur, sólbrúnn og harðgerður. Hann var klæddur vinnubuxum og hvítri skyrtu, hafði ferðapoka bundinn yfir öxlina og panamahattinn aftur á hnakka. Fyrir stuttu hafði hann komið gang- andi eftir hvítri ströndinni í glaða sólskini, fyrst fram hjá bárujárnskof- unum á rykuðum götunum, sem raun- ar voru aðeins troðningar, og seinna fram hjá betri hluta bæjarins, hvítum húsum og breiðum götum með pálm- um til beggja hliða. Það voru mjög margir á barnum þetta heita síðdegi, og einstaka mað- ur leit upp, er hann kom inn. Lam- andi þögn lagðist yfir salinn eitt augnablik, og við borð úti í horni rak maður félaga sinum olnbogaskot og hvíslaði hásum rómi: — Guð al- máttugur, það er Douglas Pitt, sem kominn er til baka. Hái maðurinn skildi þetta frekar en heyrði, en 1 é{,,gam. ,tíkkert væri og gekk inn á Jmi. Þar ááfeÆOsk- inn, sterkleaa Waxinn maf pólóskyg(|^|f' sneri viskíglu..,.. kra-, handanná»-’l anzaði hái niað: .eri sér sk; L. mn andi aftan^an og sákði lá. — ?Tallg Ha og glehnti hrópaði ert þetta W Wisky handa 10* og sneri sér að japans' um, sem brosti breitt og hneí djúpt. — Velkominn aftur, hr. Pitt, m^elti hann hjartanlega, áður en hann hlýddi skipuninni. — Þakka þér fyrir, Joe. Rödd Douglas var djúp og hljómmikil, og augu hans höfðu þetta fjarlæga blik, sein svo oft prýðir menn hafsins. Áð- ur hafði hann verið brosmildur, á- hyggjulaus maður, en nú var andlit hans harðgert og varirnar saman bitnar. — Þú veizt, að þú ert ekki velkom- inn hér, mælti Harrý Brinks lágt. Hvernig komstu í land? — Skonnorta flutti mig upp að ströndinni, og ég býst við, að ég geti haldið mér frá yfirvöldunum þann stutta tíma, sem ég verð hér. Harrý átti fjórar perluloggortur, sem einmitt voru að verða sjófærar eftir rigningartímann. Hann horfði hugsandi á glas sitt. — En hvers vegna ertu kominn, Doug? Douglas Pitt yppti öxlum. — Ég þarf að gera dálítið. — Hvernig voru þessi tvö ár, — erfið? spurði Harrý í samúðartón. — Það var ekki sem verst, maður venst því að vera lokaður inni. — Þú slappst samt vel, sagði Harrý með áherzlu. — Þú hefðir drepið Pet- erson, ef við hefðum ekki dregið þig í burtu. Hann lá meðvitundarlaus í heilan mánuð, og það liðu sex mánuð- ir, áður en hann komst burt af sjúkra- húsinu. — Harrý þagnaði skyndilega, en spurði svo áhyggjufullur: — Þú ert þó ekki kominn til að fullkomna hefnd þína? Douglas hristi höfuðið. — Vertu :i smeykur, Peterson getur verið egjjr^. . . Hann virti glas sitt fyrir sér sturiaarkorn, en drakk svo úr því _í einum teyg. er kominn að biðja þig ár./ .Þú veizt, að ég er ætíð reiðu- 'að hjálpa þér, Doug, skaut inn í með áherzlu. — Segðu méf^bara, hvað það er. Það leit eins út og Douglas hikaði augnablik, en svo mælti hann: — Ég verð hér ekki lengi, og mig langar að spyrja þig, hvort þú viljir lána mér kafarabúning og sigla með mig til Darney-eyjar í einni af loggortum þínum eins fljótt og unnt er, helzt strax, í síðasta lagi á morgun. Ferðin tekur ekki langan tíma, í mesta lagi viku. — Darney-eyjar! hrópaði Harrý Brinks undrandi. — Hvað viltu þang- að, Doug? Láttu það ógert. Lofaðu Júlíu að hvíla í friði. Douglas endurgalt hvasst augnaráð hans án þess að líta undan. — Fyrir tveimur árum hafði Júlía, kona hans, verið á leið til Suðureyjar og hann á leið frá Brisbane með allt sparifé þeirra, peninga, sem leggja átti í logg- ortu og kafarabúnað. Hún sigldi á gufuskipi til Cairns og þaðan áfram sem farþegi á skonnortu Petersons, og á hinu hættulega svæði í kring- um Darney-eyju hafði Peterson, sá djöfull, i kæruleysi siglt skonnortunni inn á skerin, sem nefnast Warrior-rif. Peterson og einn af áhöfninni voru þeir einu, sem komust af. Þeir höfðu komizt í litinn róðrarbát og náð landi daginn eftir. Til allrar óhamingju fyrir Peterson hafði hásetinn sagt frá því, hvernig óhappið varð, og þegar Douglas heyrði það, leitaði hann uppi þrjótinn og hafði næstum drepið hann. Það var ætlun hans. Fullur haturs hafði hann verið, en hinir höfðu kom- ið til hjálpar, þegar Peterson var orðinn meðvitundarlaus og blóði drif- inn. Viðureignin hafði kostað Douglas tveggja ára fangelsisvist og brott- rekstur frá Suðurey. Tvö ár voru liðin. Hann var kom- inn aftur, og nú spurði Harry, vinur hans, hvers vegna? Hann gat sagt Harrý, að Peterson væri öruggur og að liðin tíð hefði slökkt hatur hans, en skilið eftir sár, sem aldrei mundi gróa. En yfir spurningunni, hvers vegna hann væri kominn, þagði hann, þvi að hann vissi fyrir fram, hvernig Harrý mundi bregðast við. — Hvers vegna? endurtók Harrý órólega. — Vegna peninganna, svaraði Doug- las Pitt hásum rómi. Þú veizt, að Júlía hafði mörg þúsund pund með sér. Þau verð ég að fá. Harrý starði gersamlega vantrúaö- ur á hann og hristi höfuðið. — Þetta er ekki alvara þín, sagði hann titrandi röddu. — Þetta getur ekki verið þér alvara, — að þú hafir i hyggju að fara niður í flakið og taka peningana frá Júlíu. Sársaukadrættir fóru um andlit Douglasar Pitts. — Ég verð að fá peningana, mælti hann rámur, — ég á ekki einn einasta eyri. — Doug, láttu skynsemina ráða, sagði Harrý innilega. Þú getur ekki farið þangað niður, — niður í káetuna til Júlíu. Enginn heilbrigður maður gerir það. Hugsunin ein er brjálæðis- leg. Þú elskaðir hana. Þú getur þétta ekki. Harrý hafði talað sig æstan og greip nú óþyrmilega í handlegg Doug- lasar. — Segðu, að þú gerir það ekki. 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.