Vikan


Vikan - 11.05.1961, Blaðsíða 27

Vikan - 11.05.1961, Blaðsíða 27
BARIST TIL EINSKIS Framhald af bls. 14. brotsþjófur, seni liefur framið morðið i örvœnt- ingaræði. — t>að er eina skýringin, sagði Mildred. — Maðurinn minn átti enga óvini. Róbert aðstoðaði hana við jarðarfararundir- búninginn og ýmislegt annað. Það voru alls konar vottorð, sem þurftí að undirrita. Róbert sá um þetta allt saman ... Því fór fjarri, að honum þætti þetta ánægjulegt, en mikið skal til mikils vinna, og hann var alveg sannfærður um, að allt færi vel að lokum. En tólf dögum eftir jarðarförina fór Róbert til Mildred beint úr vinnunni til að vita, hvort liann gæti ekkert liðsinnt henni. Veðrið var fremur hráslagalegt. Hann gekk inn i garöinn, þar sem trén svignuðu undan ávöxtunum. Stóra, hvita húsið var eitthvað svo einmanalegt. Hann hringdi dyrabjöllunni, en enginn kom til dyra, og allt var hljótt. Hann tók í hurðina. Hún var opin. Hvi skyldi hann ekki ganga inn? Þetta var, hvort sem var, orðið eins og annað heimili hans. Hann hafði líka mikla þörf fyrir að fá sér sigarettu, en hafði skilið þær eftir á skrifstof- unni. Hann fór inn i stofuna, en forðaðist að lita á staðinn, þar sem Tom hafði legið við arin- inn. Hann sá sígarettur á skrifborðinu og tók eina. Þá kom hann auga á bréfmiða, sem lá undir nokkrum skjölum á skrifborðinu. Hann sá, að Mildred hafði skrifað það. Hann dró bréfmiðann undan skjalabunkanum og las: Kæri Georg. Það eru aðeins tólf dagar, siðan Tom var jarðsettur. Aumingja Tom. — Mér finnst það dálitið óviðkunnanlegt að skrifa þér svona fljótt, en hins vegar sé ég enga ástæðu til að biða. Hvorugt okkar hefur óskað honum dauða. En fyrst þetta fór nú svona, getum við gift oklcur, áður en langt um líður ... Róbert las ekki lengra. Hann náfölnaði. Hin- ar björtu vonir hans voru nú að engu orðnar. Morðið á bezta vini hans hafði verið til einskis. Mildred yrði aldrei konan hans. ★ LÁTIÐ OKKUR LÉTTA STÖRFIN VIÐ HREINGERUM LOFTO GVEGGI FLJÓTTOG VEL. ÞRIF h.f. Sími S5157. Hvað segir Þor Haldurs um Friðrik Ólafsson Þar sem Þór Baldurs ætlar að taka að sór að gera eina ævisjá í viku fyrir einn af lesendum blaðsins í hvert sinn, þótti rétt að kynna getu hans með því að láta hann gera ævisjár fyrir þekkta menn. Að þessu sinni varð fyrir valinu Friðrik Ólafsson, stórmeistari og lét hann blað- inu góðfúslega í té fæðingarstað og stund. Það skal tekið fram, að Þór Baldurs fékk ekki að vita, hver maðurinn vnr. Hér á eftir fer ævisjá Friðriks Ólafssonar. Hann er fæddur 26. ianúar 1935 khikkan 3. um nótt. Við fæðingu hans var sólin 5°16‘ i Vatnsberanum, máninn 16° 08‘ í Vog og dýra- hringsmerkið eða hið rísandi merki við fæð- ingu var 10° i Sporðdrekanum. Þetta ern helztu áhrifin, sem gætir i fari þessa manns en þau. mótast einnig af öðrum áhrfum, sem gera hann þeð sem hann er. Ég vildi nii ræða þessa brjá höfuðþætti litillega hvern um sig, en síðan taka til umræðu áhrif plánetanna. Sólmerkið Vatnsberinn: Hér er um að ræða mann, sem tilheyrir þroskaðri tegund Vatns- beramerkismanna, þar sem aðrar plánetur benda til að svo sé. Um þetta segir svo: Höfuð einkenni hins þroskaða Vatnsberamerkismanns, er hinn geysi vfðáttumikli sjóndeildarhringur hans. Hann er algjörlega óvilhallur og frjáls hugarfarslega, og gersneyddur hleypidómnm eða fordómum. Hann er ónæmur fyrir erfða- venjum. Þegar hann hins vegar verður að horf- ast í augu við þær, litur hann þær með augum hins sterka manns og ef til vill með nokkrum áhuga og umburðarlyndi. Hann er hvorki her- skár né árásargjarn i framkomu. Hann getur beðið og þvi lengur. sem hann biður, verða honum ljósari erfiðleikar hess að afla sér full- vissu um nokkuð, sem er þess virði að um hað sé vitað og hið heimskulega við að fordæma of fliótt kenningar annarra, sem eru i leit að sannleika en þeir geta alveg eins haft á réttu að standa eins og hann. Þar af leiðandi er hann algerlega laus við alla uppgerð og sjálfsblekk- ingar svo framarlega að vit og vizka hans leyfi slikt. Hann er fús til að nema hjá hverjum, sem er jafnvel af litlu barni, þvi hann veit að eitt- hvað er hægt að læra af öllum. Ef honum skyldi auðnast að uppgötva eitthvað nýtt eða sjá f gegnum einhverja blekkingarkenningu, er hann venjulega áfram um að miðla meðbræðrum sin- um af henni eins fljótt og mögulegt er. iafnvel þó hann þurfi að falla frá sumum af skoðunnn? sinum og kenningum. í raun og veru er liann ein bezta tegnnd visindamanna, ekki endilega hinn hagsýni vísindamaður, sem notfærir sér alheimslögmálin á jarðsviðinu, en einfaldlega nemandi lögmálanna, leitanda sannleikans, jiol- inmóður, ástriðulaus og óþreytandi og aðferð hans er sú að lita hlutina i Ijósi skilnings, f samræmi við eigin skoðun og prófa og reyna uppfinningu sina þangað til hann er ekki leng- ur í vafa. IJm Sporðdrekamerkið risandi segir svo: Sporðdrekamerkið risandi við fæðingu gef- ur hlutaðeiganda heilsuhraustann ltkama, hug- rekki, mikla orku og þolgæði. Ákveðinn skap- gerðareinkenni, þannig að þegar honum mis- likar eitthvað þá mislikar honum það stórlega, bað sama er að segja um þegar honum fellur eitthvað vel i geð. Hann er nokkuð virðulegur með sig og hefur sjálfsvirðingu, sem gerir hon- um kleyft að halda sinu i lifinu. Hann er mjög djúpsær, samræmisfullur, greindur vel, starfs- samur, duglegur og árvökull. Máninn i Vogarmerkinu við fæðingu, stuðlar mjög að greind einstaklingsins, en ef ekki kæmi til stuðningur frá öðrum plánetum væri hann ekki fær um að styðja skoðanir sínar. Fólk með þessa afstöðu hagnast oftlega af samstarfi við aðra annaðhvort í sambandi við giftingu, fé- lagsskap eða almenning. Nú hefur verið drepið á það helzta sem fylgir þessura afstöðum almennt, en ég mun nú leitast við að skýra hvað mótar og myndar þennan Framhald á bls. 31. Hlutafélagið Hamar Blöndunartæki Kranar Fittings morgum gerðum fy rir Sighvatur Einarsson & Co Skipholti 15 Símar: 24133 - 24137 Baðkor Handlaugar Sturtur og Eldhús

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.