Vikan


Vikan - 11.05.1961, Blaðsíða 34

Vikan - 11.05.1961, Blaðsíða 34
Þér lítið aðeins vel út að yður líði vel. Eftir Badedas Vítamín-bað mun yður líða sérstaklega vel. - Skinn yðar mýkist og verður ferskt og líflegt, og blóðið rennur eðlilega um líkamann. Vítamín-bað með froðu. Setjið einn skammt af BADEDAS undir vatns- bununa og baðkerið mun fyllast af froðu. Baðtími u. þ. b. 15 minútur. Nuddið likam- ann á meðan vel með góðum svampi. Vítamín- andlitsgríma. Meðan legið er i bað- inu er andlitið bleytt og BADEDAS borið á. Látið það virka í 12 mínútur. Skolið síðan, fyrst úr heitu og síð- an köldu. Vítamín-steypibað. Bleytið allan líkamann. Dátið síðan einn skammt af BADEDAS á svampinn og berið á allan líkamann, þar til freyðir. Vítamín-bað án froðu. Fyllið kerið hæfilega af heitu vatni og setjið síðan einn skammt af BADEDAS út í. Legg- ist síðan niður í kerið og liggið þar eins lengi og yður lystir. Nuddið siðan likamann með svamDÍ, sem þér setjið ögn af BADEDAS á, en það eykur áhrifin. Vítamín- andlitsþvottur. Notið BADEDAS dag- lega til andlitsþvotta. Setjið ögn af BADEDAS í blautan svampinn og þvoið yð- ur í framan. Ekki má nota sápu um leið. Notið BADEDAS ævinlega án sápu. Venjuleg sápa minnkar hin hressandi og hreinsandi áhrif BADEDAS og einnig hin nærandi og verndandi áhrif þess á húðina. Sérstaklega athyglisverður eiginleiki BADEDAS er sá, að engin dökk óhreinindarönd kemur i baðkerið, ef notað er BADEDAS, og sparar það bæði tíma og erfiði. Vítamín- hárþvottur. Vítamín-fótabað. Bleytið hárið og þvoið það síðan tvisvar eins og vant er. Ekki þarf nema 1/5 af venjuleg- um skammti i hvorn þvott. Nuddið vel og skolið. Árangurinn dá- samlega mjúkt og gljá- andi hár. Setjið 1/5 af venjuleg- um skammti af BADEDAS í skál af heitu vatni. Látið fæt- urna hvíla drykklanga stund í vatninu. End- urtakið þetta fótabað reglulega. Vítamín-nudd. Vítamín-bað fyrir börn (einnig reifa- börn). Margir nuddarar nota BADEDAS með ágæt- um árangri. Sérstak- lega gott þykir það eítir finnsku gufubaði og rómversk-írsku baði. BADEDAS er mjög vel fallið til að þvo börn- um með. Það hreinsar vel, fer vel með húð- ina og sviður ekki i augun. Aðeins þarf % —% af venjulegum skammti. Ef þér farið aðeins eftir þessum auðveldu Badedas baðaðferðum, þá er baðið fullkomlega Vítmínerað. Kleiidsölubirgrdirt Fæst í snyrtivörubúðum og víðar. U. A. Tulinius ÓTTINN VIÐ HIÐ ÓÞEKKTA Framhald af bls. 12. við tækjum að hrófla við bernskugrónum venj- um og skoðunum. FORTJALDIÐ MIKLA. Þekkingarþrá mannsins beinist ekki eingöngu að jarðneskum hlutum; jafnvel sem frumstæð forvitni barnsins stefnir hún langt út yfir fæð- ingu og dauða. Börn spyrja um það tilveruform, sem þau hafi lifað i, áður en þau fæddust, og um tilveru látinna ættingja eða vina. Fyrir barninu er þetta þó aðeins stundarforvitni, en hún vex smám saman upp í þekkingarþrá hins fullþroska manns, sem glímir við ráðgátu dauð- ans. Svo fjarstætt sem það kann að virðast: Dauðinn er höfuðráðgáta mannlegrar þekking- ar. Allt liferni manna og þar með jarðlifstil- veran í heild mundi gerbreytast, ef við fengjum örugga vitneskju um tilveruform lífsins eftir dauðann. Rétt sama, hver sú niðurstaða yrði; vissan ein mundi marka nýja stefnu mannkyns- þróunarínnar. En manninum hefur ekki enn auðnazt að færa sönnur á eitt né neitt tilveruform lífsins eftir dauðann. Hreint ekki neinar. Út frá efnis- legu sjónarmiði hníga sterk rök að algerum dauða. Að vísu megna efnavísindin ekki að skýra að fullu lífsatferlið í þess jarðnesku mynd. Því síður er þeim treystandi yfir fyrir tjaldið. Andinn lifir bersýnilega hér á jörðu, þó að hoidið deyi; í hreinustu mynd sinni er hann hafinn yfir fallvaltleik efnisins. Fleiri sterkar líkur benda til þess, að tilvist andans ljúki ekki með dauða holdsins, en sannanirnar skortir. Gagnvart ráðgátu dauðans kemur óttinn við hið óþekkta sérstaklega ljóst fram. Fyrir honum hefur þekkingarþráin orðið að lúta. Þeir hugs- uðir eru mjög fáir, sem rólega og kreddulaust hafa reynt að gera sér grein fyrir þvi tilveru- formi, sem bíði lífverunnar bak við fortjald dauðans. Því frjálsar hefur hugmyndaflugið leikið með það. Fyrir okkur Isiendinga er skemmst að minnast hinnar stórfenglegu Val- hallarhugmyndar, sem skáld okkar hafa skreytt svo óviðjafnanlega. í svipleiftri getum við gert okkar ljósa þessa sköpun skáldlegs ímyndunar- afls. Lágt tjald á vígvelli, reist á spjótssköftum, skýlir liki fallins foringja um myrka nótt, unz valur verður ruddur og náir jarðsettir að morgni. En í þessu miskunnarlausa formi er dauðinn kaldur og framandi eins og nárinn. Því tekur hugarflugið að skreyta það og mýkja. Lágt, blóði stokkið tjaldið hefst upp i alheims- höllina, sem glitrar í skrauti og dunar af gleði. Til upprunans bendir nú aðeins rjáfrið, sem eru spjót og skildir, og svo kannske nafnið sjálft. Þannig leiðir geigurian hugann á snið við harðar staðreyndir og umvefur óleysanlegar ráðgátur þokukenndum dýrðarljóma. HVE GLÖGG ERUÐ ÞIÐ — SVÖR Á neðri myndinni hafa eftirfarandi breytingar átt sér stað: 1) Röndin utan á ramma málverksins er komin innan á hann. 2) Hægri þumalfingur konunnar sést ekki 3) Maður sér ögn af hálsbandi hundsins. 4) Regnhlífin er bognari niður. 5) Það er kominn hnappur á spælinn á frakka mannsins. 6) Lykkjurnar á símasnúrunni snertast. — Ert það þú, sem hefur reynt að flýja 247 sinnum?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.