Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.05.1986, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. maí 1986 Tíminn 7 Baja nuddpottar sífellt vinsælli: „Alltaf að aukast að fólk setji upp potta“ - segir Jón Á. Kristinsson framkvæmdastjóri K. Auðunsson „Við höfum verið með þessa potta í fimm ár og þeir hafa reynst afskap- lega vel. Það er gott að þrífa þá og akrýlefnið virðist þola vel sólarljós, frost, og heita vatnið okkar,“ sagði Jón Auðunn Kristinsson fram- kvæmdastjóri K. Auðunsson en fyrirtækið hefur selt Baja nuddpotta sem hægt er að setja upp bæði utanhúss og innan. Baja nuddpottarnir eru fáanlegir í sjö gerðum og eru fyrir 3 til 8 manns, og kosta frá 87.500 til 130.000 krónur með fylgihlutum. Innifaiið í verðinu er loftdæla sem blæs lofti í gegnum göt á botninum og f hliðum. í pottinum er sírennsli og termostad sér um að halda hitastigi vatnsins í pottinum stöðugu. Eins og áður sagði er hægt að setja pottana upp bæði úti og inni, t.d. er hægt að grafa þá í sand og þar sem þeir eru vel einangraðir, með pól- íúriþan. Akrylefnið sem pottarnir eru gerðir úr hinsvegar svo sterkt, að þó vatn hafi botnfrosið í pottunum hafa þeir ekki skemmst, að sögn Jóns. Hinsvegar eru pottarnir sérstak- lega heppilegir til að setja upp í garðhúsum, ekki síst vegna þess að það hækkar rakastigið í húsunum. K. Auðunsson hefur einnig kapp- kostað að sjá um alla þjónustu fyrir Jón A. Kristinsson framkvæmdastjóri K. Auðunsson við Bajapott Tímamynd Svcrrir þá sem setja upp potta af öðrum gerðum, eða eiga þá fyrir og vilja setja í þá vatnsnuddsútbúnað. Það er alltaf að aukast að fólk setji upp hjá sér potta og menn vilja fá í þá hreyfingu, búa til í þá vatnsnudd eða loftnudd," sagði Jón. „Þá geta þeir fengið upplýsingar og teikningar hjá okkur ef þeir vilja setja útbúnaðinn upp sjálfir, og við útvegum einnig fagmenn til að vinna verkin ef þess er óskað frekar." „Það er ómetanlegt að geta látið þreytuna líða úr sér í nuddpotti t.d. að afloknum vinnudegi," sagði Jón að lokum. „Og það er kjörinn staður fyrir fjölskylduna að koma saman og eiga góða stund í rólegheitum." tiallfaiffi HOZELOCK- RSL MAJOR umar undirbúningur garðinum umargleði með verkfærum frá okkur GARÐÁHÖLDIN FÆRÐU HJÁ OKKUR O o 0 SAMBANDIÐ BYGGINGAVORUR SUÐURLANDSBRAUT 32 - SiMI 82033

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.