Vikan


Vikan - 01.03.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 01.03.1962, Blaðsíða 31
íl II 4 'loUPloap HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þú skalt ekki vera mikið að heiman í vikunni, því að þin biða alls kyns freistingar, einkum þar sem margt fólk er saman komið. Á föstudag gerist eithvað, sem þú hefur lengi beiðið eftir að gerðist, en liklega verður það samt til Þess að valda þér einhverjum vonbrigð- um. Helgin verður í alla staði hin ánægjulegasta. Nautsmerkiö (21. apr.—21. maí): Taktu ekki mark á þvi, sem vinir þinir segja um náinn kunningja þinn. Þessi staðhæfing er algerlega gripin úr lausu lofti. Þú kynnist persónu í vikunni, sem á eftir að hafa mikil áhrif á gerðir þinar næstu vikur. Það fer vel á með ykkur, en einhvern veginn verð- ur þú alltaf dálítið tortrygginn í garð þessarar persónu. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þetta verður mjög tilbreytingalítil vika, nema hvað á vinnustað gæti gerzt atburður, sem kemur öllu í uppnám þar, þótt það snerti Þig ekki nema óbeinlínis. Fimmtu- dagurinn er undarlegur dagur, þótt ekki sé ljóst, hvað það er, sem gerir hann frábrugðinn hinum dögum vikunnar. Heillatala kvenna 7, karla 8. jaMgsSi Krabbamerkiö (22. júní—23. júli): Það gerist margt óvenjulegt i þessari viku, einkum hvað Usnertir öll hjartans mál. Þú kynnist nýrri hlið á ástvini þínum, og verður það til þess að tengja ykkur fastari böndum. Um helgina færðu erfitt verkefni að glíma við. Þú getur unnið úr þessu verkefni með sóma, ef þú heldur vel á spöðunum. Vertu ekki latur. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ágúst): Þessi vika verð- ur mjög svipuð vikunni sem leið, nema hvað nú 1 verður aftur lögð fyrir þig þraut, sem þú stóðst ekki í vikunni sem leið, en nú stenzt þú hana með ' mestu prýði, og er það vel. Vinur þinn veldur þér einhverjum vonbrigðum, en hann bætir þér það upp svo um munar, líklega á sunnudaginn. iMeyjarmerkiÖ (24. ágúst—23. sept.): Þetta er mik- l il heillavika fyrir konur undir þrítugu, þótt aðrir rþurfi engan veginn að kvarta. Þér virðist hætta ' dálítið við að nöldra og jagast yfir minnstu smá- munum þessa dagana, og verður þú að venja þig af þessu hið snarasta — þetta er farið að fara í taugarnar á vinum þínum, einkum einum, sem nöldur þitt beinist að. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú munt eiga afar annríkt i þessari viku, og sannleikurinn er ! sá, að ýmislegt mun verða til Þess að glepja þig og tefja frá skyldustörfunum, svo að það verður til þess að ýmsir verða allt annað en ánægðir með framkomu þína. Vandaðu mjög allt það, sem þú skrifar í vikunni, því að smávægileg fljótfærni gæti spillt fyrir. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þessi vika verð- ! ur mjög skemmtileg og minnir undarlega á aðra i viku, sem þú minnist jafnan með sælubros á vör. i Þó verður eitthvert smáatvik á laugardaginn til þess að spilla ánægjunni — þ. e. a. s. ef Þú vilt láta það spilla henni, því að i rauninni er þetta svo smá- vægilegt, að þú ættir að vera maður tii að gleyma þessu. Bogamannsmerkiö (23. nóv.—21. des.): Þetta er vika mikilla anna. Ýmislegt af þvi, sem þú þarft að sinna, verður allt annað en skemmtilegt, en það er þér hollast að ljúka þessu, því að síðar gæti þetta orðið enn erfiðara og leiðinlegra. Það hefur borið allt of mikið á galla í fari þínu, sem angraði einkum fjölskyldu þína fyrir nokkrum árum. ______Geitarmerkiö (22. des,—20. janúar): Vinur þinn einn verður til þess að gera þér ómetanlegan greiða í vikunni, og munið þið eiga mjög góða daga saman. Þú getur hæglega endurgoldið honum þennan greiða og veizt bezt sjálfur hvernig. Það kostar átak, en það er sannarlega vináttunnar virði. Farðu varlega með peningana i vikunni. Heillatala 11. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. febr.): Það biða þin margar freistingar i vikunni, og menn, sem vilja þér ekki vel, reyna að leggja fyrir þig slæma gildru. En þú munt standast allar þessar raunir með hinni mestu prýði og gera Þessum illviljuðu mönnum skömm til. Þú færð gott bréf i vikunni, sem verð- ur til þess að breyta áformum þínum talsvert. FiskamerkiÖ (20. febr,-—20. marz): Það hefur verið eitthvað kalt milli þín og eins vinar þins und- anfarið, en í vikunni gerist eitthvað, sem tengir ykkur nánari böndum, og er það vel. Miðvikudag- urinn er óvenjulegur dagur, og ekki verður lesið úr stjörnunum, hvort hann er þér til heilla eða óheilla. Vertu sem sagt við öllu búinn. Heillatala kvenna 5. Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. 'Brióstahaldarar mcð sloppuðum skálum. Zvœr gerðir. Tfleð fjöstum og lausum hlírum. Biðiið um — og þtr fáið það btzia

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.